Hækkun frístundakortsins Eva H. Baldursdóttir skrifar 2. maí 2014 08:52 Þátttaka barna og unglinga í skipulagðri æskulýðsstarfsemi, til dæmis í íþróttum, tónlist og dansi, hefur mikið forvarnargildi eins og rannsóknir hafa sýnt. Þátttakan skapar festu í lífi einstaklingsins og veitir umgjörð um vinasamskipti á jafningjagrundvelli, en í frístundastarfi eru börnin allajafna á eigin forsendum.Jöfn tækifæri Eitt meginmarkmið okkar jafnaðarmanna er að tryggja jöfn tækifæri. Það leiðir til þess að markmið okkar starfs í Reykjavík þegar kemur að skipulagðri æskulýðsstarfsemi er að stuðla að jöfnu aðgengi barna og unglinga óháð aðstæðum, hvort heldur félagslegum eða fjárhagslegum til dæmis vegna uppruna eða vegna fátæktar. Við teljum að það sé hlutverk okkar að tryggja að öll börn búi við það umhverfi að þau geti hlúð að sínum hæfileikum. Með því sköpum við heilbrigt, gefandi og hamingjuríkt samfélag.Okkar verk En hvað höfum við gert í borginni? Árið 2011 settum við að stað verkefnið Ódýrari frístundir – til að stuðla að aukinni þátttöku í frístundum og ná til jaðarhópa. Jafnframt var unnið að því að sporna við brottfalli. Eftir hrun og í niðurskurði í kjölfar þess stóðum við vörð um frístundastyrkinn „frístundakortið“ sem gildir fyrir 6-18 ára, og hækkuðum fjárhæð kortsins um 20 prósent núna í ár. Að sama skapi hefur verið lagt upp með að tryggja fjölbreytt framboð þannig að hver geti fundið frístundastarf við sitt hæfi. Tölur sýna að þátttaka barna í skipulagðri æskulýðsstarfsemi hefur aukist frá árinu 2009 og boðið er upp á talsvert fleiri greinar í dag en árið 2009.50 þúsund króna styrkur En við viljum gera betur. Fyrst þarf að lækka frístundakostnað barnafólks en fjárhagur foreldra má ekki hafa áhrif á tækifæri barna og unglinga til þátttöku. Þátttaka í frístundastarfi er einn stærsti kostnaðarliður heimilanna, einkum fyrir barnmargar fjölskyldur. Í dag eru þátttökugjöld að meðaltali um 60.000 krónur á ári í íþróttum, um 72.000 krónur í dansi og 122.000 krónur í tónlist. Sá kostnaður er án kostnaðar fyrir búnað eða hljóðfæri sem nauðsynleg eru fyrir viðkomandi grein. Ljóst er að kostnaður hjá pari með þrjú börn á aldrinum 6-18 ára í frístundastarfi getur farið vel yfir 250.000 á ári, ef miðað er við þátttökugjöldin ein og sér og aðeins eitt starf á hvert barn. Þess vegna ætlum að hækka frístundakortið upp í 50 þúsund kr. í skrefum á næsta kjörtímabili, í samráði við íþrótta- og æskulýðshreyfinguna. Þannig tryggjum við jöfn tækifæri barna og unglinga, hugum að fjárhag barnafjölskyldna og hvetjum til lýðheilsu á sama tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Þátttaka barna og unglinga í skipulagðri æskulýðsstarfsemi, til dæmis í íþróttum, tónlist og dansi, hefur mikið forvarnargildi eins og rannsóknir hafa sýnt. Þátttakan skapar festu í lífi einstaklingsins og veitir umgjörð um vinasamskipti á jafningjagrundvelli, en í frístundastarfi eru börnin allajafna á eigin forsendum.Jöfn tækifæri Eitt meginmarkmið okkar jafnaðarmanna er að tryggja jöfn tækifæri. Það leiðir til þess að markmið okkar starfs í Reykjavík þegar kemur að skipulagðri æskulýðsstarfsemi er að stuðla að jöfnu aðgengi barna og unglinga óháð aðstæðum, hvort heldur félagslegum eða fjárhagslegum til dæmis vegna uppruna eða vegna fátæktar. Við teljum að það sé hlutverk okkar að tryggja að öll börn búi við það umhverfi að þau geti hlúð að sínum hæfileikum. Með því sköpum við heilbrigt, gefandi og hamingjuríkt samfélag.Okkar verk En hvað höfum við gert í borginni? Árið 2011 settum við að stað verkefnið Ódýrari frístundir – til að stuðla að aukinni þátttöku í frístundum og ná til jaðarhópa. Jafnframt var unnið að því að sporna við brottfalli. Eftir hrun og í niðurskurði í kjölfar þess stóðum við vörð um frístundastyrkinn „frístundakortið“ sem gildir fyrir 6-18 ára, og hækkuðum fjárhæð kortsins um 20 prósent núna í ár. Að sama skapi hefur verið lagt upp með að tryggja fjölbreytt framboð þannig að hver geti fundið frístundastarf við sitt hæfi. Tölur sýna að þátttaka barna í skipulagðri æskulýðsstarfsemi hefur aukist frá árinu 2009 og boðið er upp á talsvert fleiri greinar í dag en árið 2009.50 þúsund króna styrkur En við viljum gera betur. Fyrst þarf að lækka frístundakostnað barnafólks en fjárhagur foreldra má ekki hafa áhrif á tækifæri barna og unglinga til þátttöku. Þátttaka í frístundastarfi er einn stærsti kostnaðarliður heimilanna, einkum fyrir barnmargar fjölskyldur. Í dag eru þátttökugjöld að meðaltali um 60.000 krónur á ári í íþróttum, um 72.000 krónur í dansi og 122.000 krónur í tónlist. Sá kostnaður er án kostnaðar fyrir búnað eða hljóðfæri sem nauðsynleg eru fyrir viðkomandi grein. Ljóst er að kostnaður hjá pari með þrjú börn á aldrinum 6-18 ára í frístundastarfi getur farið vel yfir 250.000 á ári, ef miðað er við þátttökugjöldin ein og sér og aðeins eitt starf á hvert barn. Þess vegna ætlum að hækka frístundakortið upp í 50 þúsund kr. í skrefum á næsta kjörtímabili, í samráði við íþrótta- og æskulýðshreyfinguna. Þannig tryggjum við jöfn tækifæri barna og unglinga, hugum að fjárhag barnafjölskyldna og hvetjum til lýðheilsu á sama tíma.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar