Kynjakvótar beri árangur strax Ugla Egilsdóttir skrifar 28. janúar 2014 11:30 Keppti í Gettu betur María Helga er þýðandi og jarðfræðingur. Mynd/Stephanie Shih „Markmiðið er að kynjakvótarnir verði óþarfi eftir nokkur ár,“ segir María Helga Guðmundsdóttir. Hún er ein þeirra sem standa fyrir Gettu betur-búðum fyrir stelpur. Síðasta haust var ákveðið að taka tímabundið upp kynjakvóta í Gettu betur. Kvótarnir taka gildi vorið 2015 og halda áfram vorið 2016. Á meðan þessir kynjakvótar eru í keppninni verður að vera að minnsta kosti einn keppandi af hvoru kyni í hverju liði. „Gettu betur-búðirnar eru hugsaðar til að styrkja þessa kynjakvóta svo þeir skili strax árangri,“ segir María Helga. Hópurinn að baki æfingabúðunum samanstendur af stelpum sem hafa keppt í Gettu betur. María Helga keppti í Gettu betur fyrir hönd Menntaskólans við Hamrahlíð árin 2004 og 2005. „Við höfum verið að hittast óformlega, stelpur sem hafa keppt í Gettu betur,“ segir María Helga. „Hópurinn er stærri en margan grunar, en samt nógu lítill til að við getum hist í heimahúsi. Þegar ákveðið var að taka upp kynjakvóta vildum við nýta tækifærið og búa til umhverfi fyrir stelpur til að kynnast þessu. Allt í kringum þetta er mjög karllægt í mörgum skólum. Hugmyndin er að gefa stelpum tækifæri til að koma sterkar inn í keppnina á eigin forsendum.“ Menningarsjóður Hlaðvarpans styrkti verkefnið um fjögur hundruð þúsund krónur. Ráðist verður í kynningarherferð í vor fyrir stelpur í efstu bekkjum grunnskóla og á framhaldsskólaaldri. „Kynningarherferðin er undanfari æfingabúða sem við höldum í haust, þar sem við semjum spurningar og búum til leiki og æfingar í kringum þetta,“ segir María Helga. „Þetta er líka tækifæri fyrir fróðleiksfúsar stelpur til að umgangast jákvæðar fyrirmyndir. Ég veit ekki með sjálfa mig, en mér finnst hinar stelpurnar í hópnum að minnsta kosti sýna fram á að það er gaman að vera fróðleiksfús.“ Átakið stílar fyrst og fremst inn á árganga sem eru gjaldgengir í keppnina á meðan til stendur að hafa kynjakvóta. „Æfingabúðirnar eiga hins vegar ekki að einskorðast við þær stelpur sem ætla að keppa eða munu keppa. Þær eru fyrir allar sem vettlingi geta valdið. Við viljum að sem flestar taki þátt,“ segir María Helga. María Helga vonast til þess að koma nokkrum sterkum árgöngum af stelpum í keppnina. „Vonandi gleymir fólk þá fljótt að þessi keppni hafi eitt sinn verið strákaveldi. Við viljum að kynjakvótarnir skili því að þetta ójafnvægi heyri sögunni til, og að allir sækist eftir þessu óháð kyni.“ Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
„Markmiðið er að kynjakvótarnir verði óþarfi eftir nokkur ár,“ segir María Helga Guðmundsdóttir. Hún er ein þeirra sem standa fyrir Gettu betur-búðum fyrir stelpur. Síðasta haust var ákveðið að taka tímabundið upp kynjakvóta í Gettu betur. Kvótarnir taka gildi vorið 2015 og halda áfram vorið 2016. Á meðan þessir kynjakvótar eru í keppninni verður að vera að minnsta kosti einn keppandi af hvoru kyni í hverju liði. „Gettu betur-búðirnar eru hugsaðar til að styrkja þessa kynjakvóta svo þeir skili strax árangri,“ segir María Helga. Hópurinn að baki æfingabúðunum samanstendur af stelpum sem hafa keppt í Gettu betur. María Helga keppti í Gettu betur fyrir hönd Menntaskólans við Hamrahlíð árin 2004 og 2005. „Við höfum verið að hittast óformlega, stelpur sem hafa keppt í Gettu betur,“ segir María Helga. „Hópurinn er stærri en margan grunar, en samt nógu lítill til að við getum hist í heimahúsi. Þegar ákveðið var að taka upp kynjakvóta vildum við nýta tækifærið og búa til umhverfi fyrir stelpur til að kynnast þessu. Allt í kringum þetta er mjög karllægt í mörgum skólum. Hugmyndin er að gefa stelpum tækifæri til að koma sterkar inn í keppnina á eigin forsendum.“ Menningarsjóður Hlaðvarpans styrkti verkefnið um fjögur hundruð þúsund krónur. Ráðist verður í kynningarherferð í vor fyrir stelpur í efstu bekkjum grunnskóla og á framhaldsskólaaldri. „Kynningarherferðin er undanfari æfingabúða sem við höldum í haust, þar sem við semjum spurningar og búum til leiki og æfingar í kringum þetta,“ segir María Helga. „Þetta er líka tækifæri fyrir fróðleiksfúsar stelpur til að umgangast jákvæðar fyrirmyndir. Ég veit ekki með sjálfa mig, en mér finnst hinar stelpurnar í hópnum að minnsta kosti sýna fram á að það er gaman að vera fróðleiksfús.“ Átakið stílar fyrst og fremst inn á árganga sem eru gjaldgengir í keppnina á meðan til stendur að hafa kynjakvóta. „Æfingabúðirnar eiga hins vegar ekki að einskorðast við þær stelpur sem ætla að keppa eða munu keppa. Þær eru fyrir allar sem vettlingi geta valdið. Við viljum að sem flestar taki þátt,“ segir María Helga. María Helga vonast til þess að koma nokkrum sterkum árgöngum af stelpum í keppnina. „Vonandi gleymir fólk þá fljótt að þessi keppni hafi eitt sinn verið strákaveldi. Við viljum að kynjakvótarnir skili því að þetta ójafnvægi heyri sögunni til, og að allir sækist eftir þessu óháð kyni.“
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira