Þyrfti höll undir ljósakrónuna Ugla Egilsdóttir skrifar 28. janúar 2014 11:00 Sigríður Sigurðardóttir er að læra húsgagnasmíði í Tækniskólanum í Reykjavík. Sigríður Sigurðardóttir tréskurðarkona sýnir útskorna ljósakrónu úr sapílívið og fleiri verk á Þjóðminjasafninu á fimmtudaginn. „Ég var að taka ljósakrónuna upp úr kassanum þar sem hún hefur fengið að dúsa í tvö ár. Það var ánægjulegt að sjá að hún hefur ekki myglað,“ segir Sigríður. Hún lauk þriggja ára diplómanámi frá City & Guilds of London Art School í sögulegum og húsgagnatengdum tréútskurði og gyllingu árið 2011. Ljósakrónan var útskriftarverkefni hennar. „Ég vildi gera eitthvað stórt og mikið í útskriftarverkefninu. Það er kannski hluti af því að vera Íslendingur að taka aðeins of stórt upp í sig,“ segir Sigríður. „Ég tók mér níu mánuði í að skera út ljósakrónuna. Það voru langir dagar og ég gerði ekki mikið annað. En ég náði að klára hana og fékk verðlaun við útskrift fyrir hana,“ segir Sigríður.Fyrirmynd ljósakrónunnar er gyllt ljósakróna frá árinu 1740 sem hangir í V&A-safninu í london. Mynd/Atsushi Meguro.Mikil fyrirferð er á ljósakrónunni, og Sigríður býr að eigin sögn ekki í heppilegu húsnæði til að ljósakrónan fái notið sín. „Ég djókaði með að ætla að kaupa mér höll til að hafa hana í. Það hefur ekki gerst enn þá,“ segir Sigríður. Sigríður smitaðist af tréskurðarbakteríunni eftir að hún fór á námskeið í tréskurði. „Þá vissi ég um leið að ég vildi læra þetta og verða tréskurðarkona. Mig langaði alltaf að vinna með höndunum, frekar en að vinna fyrir framan tölvu.“ Sýningin ber nafnið Viður við og við: útskurður Sigríðar Sigurðardóttur og verður opnuð á Torginu í Þjóðminjasafninu klukkan 15.30 fimmtudaginn 30. janúar. Sýningin er hluti af Vetrarhátíð í Reykjavík. Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Sigríður Sigurðardóttir tréskurðarkona sýnir útskorna ljósakrónu úr sapílívið og fleiri verk á Þjóðminjasafninu á fimmtudaginn. „Ég var að taka ljósakrónuna upp úr kassanum þar sem hún hefur fengið að dúsa í tvö ár. Það var ánægjulegt að sjá að hún hefur ekki myglað,“ segir Sigríður. Hún lauk þriggja ára diplómanámi frá City & Guilds of London Art School í sögulegum og húsgagnatengdum tréútskurði og gyllingu árið 2011. Ljósakrónan var útskriftarverkefni hennar. „Ég vildi gera eitthvað stórt og mikið í útskriftarverkefninu. Það er kannski hluti af því að vera Íslendingur að taka aðeins of stórt upp í sig,“ segir Sigríður. „Ég tók mér níu mánuði í að skera út ljósakrónuna. Það voru langir dagar og ég gerði ekki mikið annað. En ég náði að klára hana og fékk verðlaun við útskrift fyrir hana,“ segir Sigríður.Fyrirmynd ljósakrónunnar er gyllt ljósakróna frá árinu 1740 sem hangir í V&A-safninu í london. Mynd/Atsushi Meguro.Mikil fyrirferð er á ljósakrónunni, og Sigríður býr að eigin sögn ekki í heppilegu húsnæði til að ljósakrónan fái notið sín. „Ég djókaði með að ætla að kaupa mér höll til að hafa hana í. Það hefur ekki gerst enn þá,“ segir Sigríður. Sigríður smitaðist af tréskurðarbakteríunni eftir að hún fór á námskeið í tréskurði. „Þá vissi ég um leið að ég vildi læra þetta og verða tréskurðarkona. Mig langaði alltaf að vinna með höndunum, frekar en að vinna fyrir framan tölvu.“ Sýningin ber nafnið Viður við og við: útskurður Sigríðar Sigurðardóttur og verður opnuð á Torginu í Þjóðminjasafninu klukkan 15.30 fimmtudaginn 30. janúar. Sýningin er hluti af Vetrarhátíð í Reykjavík.
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira