Aðalskipulagi Reykjavíkur hafnað vegna Vatnsmýrar Kristján Már Unnarsson skrifar 28. janúar 2014 18:38 Skipulagsstofnun hafnaði í dag að staðfesta nýtt aðalskipulag Reykjavíkur nema settur yrði inn fyrirvari um Vatnsmýri. Fyrirvarinn kemur í veg fyrir íbúðabyggð á svæðinu fyrr en samkomulag hefur náðst við ríkið um framtíð flugvallarstarfsemi. Borgarstjórn samþykkti nýja aðalskipulagið fyrir tveimur mánuðum. Í dag sendi Skipulagsstofnun það til baka í Ráðhúsið. „Það er okkar niðurstaða í því máli að við getum ekki staðfest það, eins og það liggur fyrir núna,” segir Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, í samtali við Stöð 2. Skipulagsstofnun gerir athugasemdir við nokkra þætti, sá stærsti lýtur að Vatnsmýri og vill stofnunin að settur verði inn samsvarandi fyrirvari og var í fyrra skipulagi; að tímasetning uppbyggingar sé háð ákvörðun samgönguyfirvalda í landinu um flutning flugstarfsemi. „Þegar fyrirvari af þessu tagi er á þá þýðir það í raun að það eru þá á ákveðin stopp í gangi á að það sé hægt að halda áfram með málið yfir á næsta skipulagsstig; að það sé hægt að ganga frá deiliskipulagi og að hægt sé að fara í leyfisveitingar,” segir Ásdís Hlökk.Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar.Stöð 2/RaggiEn þýðir þetta í raun að borgin getur ekki ein lagt niður flugvöllinn heldur þarf að semja um það við ríkið? „Það hefur verið litið svo á, já. Það var litið svo á þegar aðalskipulagið kom til staðfestingar á sínum tíma árið 2002 og það er litið á það með sama hætti í dag frá okkar hálfu, já.” Eigendur einka- og kennsluflugvéla, sem borgin vill burt strax á næsta ári, geta andað léttar, miðað við túlkun Skipulagsstofnunar. „Tímasetning á færslu kennslu- og einkaflugsins hvílir í rauninni á því að samgönguyfirvöld á landsvísu, það er að segja innanríkisráðuneytið og ISAVIA, finni lausn á því máli annarsstaðar þannig að það sé hægt að koma þeirri starfsemi fyrir annarsstaðar.” Ásdís Hlökk segir að Skipulagsstofnun muni á næstu dögum eiga samtal við borgina um þetta mál og hvort stofnunin og borgin geti ekki litið á það sömu augum, enda sé það mjög æskilegt. „En ef borgin lítur svo á að þarna sé ekki tilefni til neinna fyrirvara þá tel ég að Skipulagsstofnun beri að vísa þessu máli áfram til umhverfis- og auðlindaráðherra. Það sé þá ráðherra sem ákveði hvernig á því verði tekið.” Tengdar fréttir Undirskriftir 69 þúsunda manna afhentar Samtökin Hjartað í Vatnsmýri afhentu í hádeginu í dag Jóni Gnarr borgarstjóra undirskriftalista þeirra sem mótmælt hafa áformum um að flytja innanlandsflug úr Vatnsmýrinni. 20. september 2013 12:58 Nýtt aðalskipulag Reykjavíkur samþykkt með tólf atkvæðum gegn þremur Borgarstjórn samþykkti nýtt aðalskipulag til ársins 2030 á fundi sínum í dag. 26. nóvember 2013 21:41 71,8% vilja flugvöllinn áfram í Vatnsmýri 71,8% íbúa Reykjavíkur vilja flugvöllinn áfram í Vatnsmýri kemur fram í könnun sem MMR gerði fyrir Hjartað í Vatnsmýri. 16. september 2013 16:43 Alþingi tilbúið að stöðva borgina í flugvallarmáli Alþingi mun taka fram fyrir hendurnar á borginni í flugvallarmálinu, ef þurfa þykir. Þetta segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, í viðtali í fréttum Stöðvar 2 23. desember 2013 19:33 Lokun Reykjavíkurflugvallar auglýst í dagblöðum í dag Nýtt deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar, sem gerir ráð fyrir lokun minnstu brautarinnar strax og endanlegri lokun flugvallarins eftir tíu ár, er auglýst í dagblöðum í dag, í samræmi við samþykkt borgarráðs frá því á fimmtudag. 23. desember 2013 08:39 Kennslu- og einkafluginu sagt að víkja á næsta ári Óvissa ríkir um framtíð kennslu- og einkaflugs á Reykjavíkurflugvelli eftir að borgarráð samþykkti stefnumörkun um að það skuli víkja á næsta ári. 14. janúar 2014 18:45 Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Sjá meira
Skipulagsstofnun hafnaði í dag að staðfesta nýtt aðalskipulag Reykjavíkur nema settur yrði inn fyrirvari um Vatnsmýri. Fyrirvarinn kemur í veg fyrir íbúðabyggð á svæðinu fyrr en samkomulag hefur náðst við ríkið um framtíð flugvallarstarfsemi. Borgarstjórn samþykkti nýja aðalskipulagið fyrir tveimur mánuðum. Í dag sendi Skipulagsstofnun það til baka í Ráðhúsið. „Það er okkar niðurstaða í því máli að við getum ekki staðfest það, eins og það liggur fyrir núna,” segir Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, í samtali við Stöð 2. Skipulagsstofnun gerir athugasemdir við nokkra þætti, sá stærsti lýtur að Vatnsmýri og vill stofnunin að settur verði inn samsvarandi fyrirvari og var í fyrra skipulagi; að tímasetning uppbyggingar sé háð ákvörðun samgönguyfirvalda í landinu um flutning flugstarfsemi. „Þegar fyrirvari af þessu tagi er á þá þýðir það í raun að það eru þá á ákveðin stopp í gangi á að það sé hægt að halda áfram með málið yfir á næsta skipulagsstig; að það sé hægt að ganga frá deiliskipulagi og að hægt sé að fara í leyfisveitingar,” segir Ásdís Hlökk.Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar.Stöð 2/RaggiEn þýðir þetta í raun að borgin getur ekki ein lagt niður flugvöllinn heldur þarf að semja um það við ríkið? „Það hefur verið litið svo á, já. Það var litið svo á þegar aðalskipulagið kom til staðfestingar á sínum tíma árið 2002 og það er litið á það með sama hætti í dag frá okkar hálfu, já.” Eigendur einka- og kennsluflugvéla, sem borgin vill burt strax á næsta ári, geta andað léttar, miðað við túlkun Skipulagsstofnunar. „Tímasetning á færslu kennslu- og einkaflugsins hvílir í rauninni á því að samgönguyfirvöld á landsvísu, það er að segja innanríkisráðuneytið og ISAVIA, finni lausn á því máli annarsstaðar þannig að það sé hægt að koma þeirri starfsemi fyrir annarsstaðar.” Ásdís Hlökk segir að Skipulagsstofnun muni á næstu dögum eiga samtal við borgina um þetta mál og hvort stofnunin og borgin geti ekki litið á það sömu augum, enda sé það mjög æskilegt. „En ef borgin lítur svo á að þarna sé ekki tilefni til neinna fyrirvara þá tel ég að Skipulagsstofnun beri að vísa þessu máli áfram til umhverfis- og auðlindaráðherra. Það sé þá ráðherra sem ákveði hvernig á því verði tekið.”
Tengdar fréttir Undirskriftir 69 þúsunda manna afhentar Samtökin Hjartað í Vatnsmýri afhentu í hádeginu í dag Jóni Gnarr borgarstjóra undirskriftalista þeirra sem mótmælt hafa áformum um að flytja innanlandsflug úr Vatnsmýrinni. 20. september 2013 12:58 Nýtt aðalskipulag Reykjavíkur samþykkt með tólf atkvæðum gegn þremur Borgarstjórn samþykkti nýtt aðalskipulag til ársins 2030 á fundi sínum í dag. 26. nóvember 2013 21:41 71,8% vilja flugvöllinn áfram í Vatnsmýri 71,8% íbúa Reykjavíkur vilja flugvöllinn áfram í Vatnsmýri kemur fram í könnun sem MMR gerði fyrir Hjartað í Vatnsmýri. 16. september 2013 16:43 Alþingi tilbúið að stöðva borgina í flugvallarmáli Alþingi mun taka fram fyrir hendurnar á borginni í flugvallarmálinu, ef þurfa þykir. Þetta segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, í viðtali í fréttum Stöðvar 2 23. desember 2013 19:33 Lokun Reykjavíkurflugvallar auglýst í dagblöðum í dag Nýtt deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar, sem gerir ráð fyrir lokun minnstu brautarinnar strax og endanlegri lokun flugvallarins eftir tíu ár, er auglýst í dagblöðum í dag, í samræmi við samþykkt borgarráðs frá því á fimmtudag. 23. desember 2013 08:39 Kennslu- og einkafluginu sagt að víkja á næsta ári Óvissa ríkir um framtíð kennslu- og einkaflugs á Reykjavíkurflugvelli eftir að borgarráð samþykkti stefnumörkun um að það skuli víkja á næsta ári. 14. janúar 2014 18:45 Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Sjá meira
Undirskriftir 69 þúsunda manna afhentar Samtökin Hjartað í Vatnsmýri afhentu í hádeginu í dag Jóni Gnarr borgarstjóra undirskriftalista þeirra sem mótmælt hafa áformum um að flytja innanlandsflug úr Vatnsmýrinni. 20. september 2013 12:58
Nýtt aðalskipulag Reykjavíkur samþykkt með tólf atkvæðum gegn þremur Borgarstjórn samþykkti nýtt aðalskipulag til ársins 2030 á fundi sínum í dag. 26. nóvember 2013 21:41
71,8% vilja flugvöllinn áfram í Vatnsmýri 71,8% íbúa Reykjavíkur vilja flugvöllinn áfram í Vatnsmýri kemur fram í könnun sem MMR gerði fyrir Hjartað í Vatnsmýri. 16. september 2013 16:43
Alþingi tilbúið að stöðva borgina í flugvallarmáli Alþingi mun taka fram fyrir hendurnar á borginni í flugvallarmálinu, ef þurfa þykir. Þetta segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, í viðtali í fréttum Stöðvar 2 23. desember 2013 19:33
Lokun Reykjavíkurflugvallar auglýst í dagblöðum í dag Nýtt deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar, sem gerir ráð fyrir lokun minnstu brautarinnar strax og endanlegri lokun flugvallarins eftir tíu ár, er auglýst í dagblöðum í dag, í samræmi við samþykkt borgarráðs frá því á fimmtudag. 23. desember 2013 08:39
Kennslu- og einkafluginu sagt að víkja á næsta ári Óvissa ríkir um framtíð kennslu- og einkaflugs á Reykjavíkurflugvelli eftir að borgarráð samþykkti stefnumörkun um að það skuli víkja á næsta ári. 14. janúar 2014 18:45