Handbolti

Fara Erlingur og Binni læknir ekki með á HM?

Erlingur með landsliðinu á EM í janúar.
Erlingur með landsliðinu á EM í janúar. vísir/daníel
Erlingur Richardsson, nýráðinn næsti þjálfari Füchse Berlin, er ekki á lista yfir þjálfarateymi Íslands sem fer á HM í Katar.

Erlingur hefur verið Aroni landsliðsþjálfara og Gunnari Magnússyni aðstoðarþjálfara innan handar í síðustu verkefnum og á EM í janúar.

Það er nóg að gera hjá Erlingi hjá liði sínu Westwien í Austurríki og má leiða líkum að því að það sé ástæðan fyrir því að hann er ekki á listanum. Hans verður væntanlega sárt saknað enda mikið álag á þjálfurum á svona löngu móti og hafa verið þrír þjálfarar á síðustu mótum.

Ekki var bætt við öðrum þjálfurum á listann sem var sendur til IHF í dag.

Einnig vekur athygli að læknirinn geðkunni, Brynjólfur Jónsson, er ekki heldur á listanum en hann hefur verið landsliðinu innan handar eins lengi og elstu menn muna.

Ingibjörg Ragnarsdóttir, sjúkranuddari og kona sem reddar öllu, hafði þegar kvatt hópinn og í hennar stað er kominn Guðni Jónsson.


Tengdar fréttir

Þessir berjast um farseðlana til Katar

Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, tilkynnti í dag hvaða 28 leikmenn koma til greina í hópinn fyrir HM í Katar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×