Dæmdar fyrir líkamsárás 16. desember 2014 09:19 Frá aðalmeðferð málsins. Vísir/GVA Fjórar ungar konur hlutu í morgun skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir líkamsárás á hendur stúlku á sautjánda ári inni á og utan við skemmtistaðinn Úrillu Górilluna á Höfða í mars 2013. Þrjár þeirra voru dæmdar í þriggja mánaða fangelsi og ein í þrjátíu daga fangelsi. Allir dómarnir eru skilorðsbundndir til tveggja ára. Þar að auki er þeim gert að greiða fórnarlambinu 500 þúsund krónur í miskabætur, auk vaxta og rúmar fimm milljónir í málskostnað. Fallið var frá ákæru fimmtu konunnar við aðalmeðferð málsins. Þrjár þeirra eru 21 árs en sú fjórða er 19 ára. Árásin átti sér stað fyrir utan skemmtistaðinn Úrillu Górilluna í Austurstræti þann 28. mars í fyrra. Konurnar fimm, sem eru á aldrinum nítján ára til 21 árs, neituðu allar sök við þingfestingu í málinu í september en ein þeirra viðurkenndi að hafa rifið í hár stúlkunnar og sparkað í fótlegg hennar. Í ákærunni eru tvær kvennanna sakaðar um að hafa fyrst ráðist á fórnarlambið með því að rífa í hár hennar inni á kvennaklósetti skemmtistaðarins. Ein þeirra tveggja auk hinna þriggja hafi í kjölfarið rifið í hár hennar, sparkað og slegið í höfuð og líkama hennar fyrir utan skemmtistaðinn. Sjá einnig: Fullt af 95 módelum gerðu alvarlegri hluti. „Ég var inni á klósetti að pissa og það var verið að berja og sparka á hurðina. Ég fór fram og þar mætti mér stelpa sem sagði að ef ég væri með einhverja stæla yrði ég barin. Ég lenti í átökum við nokkrar stelpur inni á klósettinu. Þær réðust nokkrar á mig og rifu í hárið á mér og voru að sparka í mig,“ sagði stúlkan fyrir dómi lok nóvember. Hljóðhimna stúlkunnar sprakk í árásinni og bar hún fyrir dómi að hún hefði heyrt lítið í kjölfar árásarinnar. Þá var hún öll marin á líkamanum eftir árásina. Hún sagðist svo muna eftir því að hafa verið á götunni fyrir utan staðinn og þá hafi verið sparkað og kýlt í hana. Jafnframt bar hún fyrir dómi að hún myndi eftir öllum ákærðu þar úti og að þær hefðu allar ráðist á sig. Stúlkan mundi eftir andlitum þeirra frá því um kvöldið og lét lögregluna vita af því. Hún hafi síðan komist að því hvaða stelpur þetta væru, fundið þær á Facebook og þannig komist að því hvað þær hétu. Sjá einnig: Segir þær hafa áreitt sig eftir árásina. Stúlkan sagði fyrir dómi að hún væri nýbyrjuð hjá sálfræðingi. Hún segir að sér hafi liðið hræðilega eftir árásina en þær ákærðu í málinu þrýstu á hana að draga kæruna til baka. „Mér leið hræðilega eftir þessa árás og þetta var mikið sjokk. [...] Núna finnst mér ótrúlega óþægilegt að vera ein og hræðist það mikið. Þær hafa komið til mín í vinnuna og sagt mér að falla frá kærunni. Þær hafa áreitt mig töluvert eftir þetta og þetta hefur tekið virkilega á mig.“ Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Fjórar ungar konur hlutu í morgun skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir líkamsárás á hendur stúlku á sautjánda ári inni á og utan við skemmtistaðinn Úrillu Górilluna á Höfða í mars 2013. Þrjár þeirra voru dæmdar í þriggja mánaða fangelsi og ein í þrjátíu daga fangelsi. Allir dómarnir eru skilorðsbundndir til tveggja ára. Þar að auki er þeim gert að greiða fórnarlambinu 500 þúsund krónur í miskabætur, auk vaxta og rúmar fimm milljónir í málskostnað. Fallið var frá ákæru fimmtu konunnar við aðalmeðferð málsins. Þrjár þeirra eru 21 árs en sú fjórða er 19 ára. Árásin átti sér stað fyrir utan skemmtistaðinn Úrillu Górilluna í Austurstræti þann 28. mars í fyrra. Konurnar fimm, sem eru á aldrinum nítján ára til 21 árs, neituðu allar sök við þingfestingu í málinu í september en ein þeirra viðurkenndi að hafa rifið í hár stúlkunnar og sparkað í fótlegg hennar. Í ákærunni eru tvær kvennanna sakaðar um að hafa fyrst ráðist á fórnarlambið með því að rífa í hár hennar inni á kvennaklósetti skemmtistaðarins. Ein þeirra tveggja auk hinna þriggja hafi í kjölfarið rifið í hár hennar, sparkað og slegið í höfuð og líkama hennar fyrir utan skemmtistaðinn. Sjá einnig: Fullt af 95 módelum gerðu alvarlegri hluti. „Ég var inni á klósetti að pissa og það var verið að berja og sparka á hurðina. Ég fór fram og þar mætti mér stelpa sem sagði að ef ég væri með einhverja stæla yrði ég barin. Ég lenti í átökum við nokkrar stelpur inni á klósettinu. Þær réðust nokkrar á mig og rifu í hárið á mér og voru að sparka í mig,“ sagði stúlkan fyrir dómi lok nóvember. Hljóðhimna stúlkunnar sprakk í árásinni og bar hún fyrir dómi að hún hefði heyrt lítið í kjölfar árásarinnar. Þá var hún öll marin á líkamanum eftir árásina. Hún sagðist svo muna eftir því að hafa verið á götunni fyrir utan staðinn og þá hafi verið sparkað og kýlt í hana. Jafnframt bar hún fyrir dómi að hún myndi eftir öllum ákærðu þar úti og að þær hefðu allar ráðist á sig. Stúlkan mundi eftir andlitum þeirra frá því um kvöldið og lét lögregluna vita af því. Hún hafi síðan komist að því hvaða stelpur þetta væru, fundið þær á Facebook og þannig komist að því hvað þær hétu. Sjá einnig: Segir þær hafa áreitt sig eftir árásina. Stúlkan sagði fyrir dómi að hún væri nýbyrjuð hjá sálfræðingi. Hún segir að sér hafi liðið hræðilega eftir árásina en þær ákærðu í málinu þrýstu á hana að draga kæruna til baka. „Mér leið hræðilega eftir þessa árás og þetta var mikið sjokk. [...] Núna finnst mér ótrúlega óþægilegt að vera ein og hræðist það mikið. Þær hafa komið til mín í vinnuna og sagt mér að falla frá kærunni. Þær hafa áreitt mig töluvert eftir þetta og þetta hefur tekið virkilega á mig.“
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira