Innlent

Oddviti Framsóknar sakar Láru Hönnu um einelti

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
vísir/valli
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, tók bloggarann Láru Hönnu Einarsdóttur út af vinalista sínum á Facebook og sakaði hana um einelti. Frá þessu greinir Lára Hanna á Facebook-síðu sinni í kvöld.

„Ég sendi Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, nýjum oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík, vinabeiðni 1. maí sem hún samþykkti og sendi nokkur vinaleg orð í Fb-pósti.“

Lára Hanna segist hafa varað Sveinbjörgu við með eftirfarandi orðsendingu:

„Ég sendi þér vinabeiðni í þeim tilgangi að þú sæir gagnrýni mína á flokkinn þinn. Ég hef, eins og þú kannski veist, mjög mikið við þann flokk að athuga. Þótt ég þekki þig ekki segi ég um þig eins og Guðfinnu: Þar fer góður biti í hundskjaft. Láttu þér ekki bregða þótt ég verði óvægin og meini hvert orð.“

Í kjölfarið tók Sveinbjörg Láru Hönnu út af vinalista sínum og segist Lára Hanna hafa fengið svar:

„Þrátt fyrir mikinn áhuga þinn á framsókn þá eru póstar þínir á vegginn hjá mér ekkert annað en einelti og jaðrar við ofbeldi og algerlega ómálefnalegir. Ég hef því ákveðið að taka þig út af vinalistanum. Vona að lífið verði þér ánægjulegt án þess að hafa mig á vinalistanum þínum.“

Að lokum segir Lára Hanna að það sé „eitthvað með framsóknarfólk, málefnalega umræðu og gagnrýni... Betra að vera öruggur og tala bara um húðhreinsun en pólitík“.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.