Enn pattstaða eftir 42 fundi á 5 mánuðum Svavar Hávarðsson skrifar 21. nóvember 2014 07:00 vísir Eftir að kjaradeilum Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands var vísað til ríkissáttasemjara í sumar hafa samninganefndirnar sest niður í 42 skipti og rætt málin í nokkur hundruð klukkutíma. Árangurinn er enginn að því er best verður séð. Næsta fundarseta samninganefndanna í báðum deilunum er í dag.Sest niður í sumar Pattstaða. Ekki verður séð að stöðunni í kjaradeilu lækna og ríkisins verði betur lýst nú þegar annarri lotu verkfallsaðgerða er að ljúka. Það hafa verið haldnir alls 22 fundir í kjaradeilu Læknafélagsins og ríkisins, sá fyrsti 25. júní, síðan hafa verið haldnir nítján fundir. Sama er að segja um Skurðlæknafélagið, en þar hafa verið haldnir alls tuttugu fundir án áþreifanlegs árangurs. Orðaskipti þeirra sem halda um taumana í báðum fylkingum, og þá í gegnum fjölmiðla, segja sömu sögu. Krafa lækna um laun stendur óbreytt; svör heilbrigðisráðherra, og það sem meira er um vert, eru þau sömu nú og þau voru í upphafi deilunnar.Þungar áhyggjur Í samtölum Fréttablaðsins berast innan úr Landspítalanum verulegar áhyggjur af þróun deilunnar hingað til. Frestuðum aðgerðum fjölgar og það skapar vanda núna en ekki síður ef litið er fram í tímann þegar tæma skal biðlistana aftur. Kostnaðurinn einn, svo ekki sé talað um óþægindin og hættu fyrir veikt fólk, verður væntanlega talinn í hundruðum milljóna þegar upp verður staðið. Hagfræðiprófessor metur þjóðhagslegt tap deilunnar 100 milljónir á dag. Bæði á LSH og Sjúkrahúsinu á Akureyri verða raddir þeirra lækna háværari sem geta ekki hugsað sér lengur að bíða og vona. Uppsagnir koma því sterklega til greina hjá sífellt fleirum. Unglæknar tala kannski hæst, enda uppsagnarfrestur þeirra aðeins mánuður og einfalt að söðla um. Áhyggjur lækna lúta þó ekki síst að því að læknar snúi ekki til baka úr námi á næstunni og því muni áhrif verkfalls teygja sig langt fram í tímann.Lög? Fréttablaðið heyrir einnig orðróm um að lög verði sett á verkfallið. Þetta fæst ekki staðfest. Hins vegar er það mat sumra sem gerst þekkja til að ekki verði höggið á hnútinn öðruvísi. Aðrir benda á að kannski hafi menn þokað málinu áfram í sölum ríkissáttasemjara þótt læknum og þjóðinni hafi ekki borist það til eyrna.Viðmiðið kom frá ríkinu Annað er að læknar eiga bágt með að meðtaka skilaboð ráðamanna um að kröfur þeirra séu óásættanlegar. Ekki sé langt síðan samið var við sérfræðilækna og þar er viðmiðið lágmarkslaun upp á 850 þúsund krónur á mánuði eða um þar bil. Af hverju á það ekki við núna, er spurt. Eins er samningur sérfræðilækna vísitölutryggður, sem er einsdæmi á Íslandi. Það sé tómt mál að tala um að væntingar lækna séu uppskrúfaðar þegar viðmiðið er samningur frá hendi sömu manna og núna eru ekki til viðtals um kjarabætur sem læknar geta sætt sig við. Vissulega hafi sá samningur verið gerður af heilbrigðisráðherra í gegnum Sjúkratryggingar Íslands en hann fór til umsagnar í fjármálaráðuneytinu og enginn annar borgar svo á endanum. Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Eftir að kjaradeilum Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands var vísað til ríkissáttasemjara í sumar hafa samninganefndirnar sest niður í 42 skipti og rætt málin í nokkur hundruð klukkutíma. Árangurinn er enginn að því er best verður séð. Næsta fundarseta samninganefndanna í báðum deilunum er í dag.Sest niður í sumar Pattstaða. Ekki verður séð að stöðunni í kjaradeilu lækna og ríkisins verði betur lýst nú þegar annarri lotu verkfallsaðgerða er að ljúka. Það hafa verið haldnir alls 22 fundir í kjaradeilu Læknafélagsins og ríkisins, sá fyrsti 25. júní, síðan hafa verið haldnir nítján fundir. Sama er að segja um Skurðlæknafélagið, en þar hafa verið haldnir alls tuttugu fundir án áþreifanlegs árangurs. Orðaskipti þeirra sem halda um taumana í báðum fylkingum, og þá í gegnum fjölmiðla, segja sömu sögu. Krafa lækna um laun stendur óbreytt; svör heilbrigðisráðherra, og það sem meira er um vert, eru þau sömu nú og þau voru í upphafi deilunnar.Þungar áhyggjur Í samtölum Fréttablaðsins berast innan úr Landspítalanum verulegar áhyggjur af þróun deilunnar hingað til. Frestuðum aðgerðum fjölgar og það skapar vanda núna en ekki síður ef litið er fram í tímann þegar tæma skal biðlistana aftur. Kostnaðurinn einn, svo ekki sé talað um óþægindin og hættu fyrir veikt fólk, verður væntanlega talinn í hundruðum milljóna þegar upp verður staðið. Hagfræðiprófessor metur þjóðhagslegt tap deilunnar 100 milljónir á dag. Bæði á LSH og Sjúkrahúsinu á Akureyri verða raddir þeirra lækna háværari sem geta ekki hugsað sér lengur að bíða og vona. Uppsagnir koma því sterklega til greina hjá sífellt fleirum. Unglæknar tala kannski hæst, enda uppsagnarfrestur þeirra aðeins mánuður og einfalt að söðla um. Áhyggjur lækna lúta þó ekki síst að því að læknar snúi ekki til baka úr námi á næstunni og því muni áhrif verkfalls teygja sig langt fram í tímann.Lög? Fréttablaðið heyrir einnig orðróm um að lög verði sett á verkfallið. Þetta fæst ekki staðfest. Hins vegar er það mat sumra sem gerst þekkja til að ekki verði höggið á hnútinn öðruvísi. Aðrir benda á að kannski hafi menn þokað málinu áfram í sölum ríkissáttasemjara þótt læknum og þjóðinni hafi ekki borist það til eyrna.Viðmiðið kom frá ríkinu Annað er að læknar eiga bágt með að meðtaka skilaboð ráðamanna um að kröfur þeirra séu óásættanlegar. Ekki sé langt síðan samið var við sérfræðilækna og þar er viðmiðið lágmarkslaun upp á 850 þúsund krónur á mánuði eða um þar bil. Af hverju á það ekki við núna, er spurt. Eins er samningur sérfræðilækna vísitölutryggður, sem er einsdæmi á Íslandi. Það sé tómt mál að tala um að væntingar lækna séu uppskrúfaðar þegar viðmiðið er samningur frá hendi sömu manna og núna eru ekki til viðtals um kjarabætur sem læknar geta sætt sig við. Vissulega hafi sá samningur verið gerður af heilbrigðisráðherra í gegnum Sjúkratryggingar Íslands en hann fór til umsagnar í fjármálaráðuneytinu og enginn annar borgar svo á endanum.
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira