„Þessi gata verður farin til enda“ Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2014 14:22 Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður og Reynir Traustason, fyrrverandi ritstjóri DV. „Það liggur alveg fyrir að þessi gata verður farin til enda. Það er ekki hægt að una þessu,“ segir Reynir Traustason, fyrrverandi ritstjóri DV. Lögmaður hans hefur sent Sigurði G. Guðjónssyni, hæstaréttarlögmanni sem er í eigendahópi DV, bréf eftir að Sigurður birti kafla á Facebook-síðu sinni úr mánaðargömlum drögum að handriti sjálfsævisögu Reynis. Reynir segir Sigurð hafa komist yfir handritið með óeðlilegum hætti. Reynir segist hafa leitað til Persónuverndar vegna málsins. „Sigurður G. hefur fengið bréf frá mínum lögmanni sem ég reikna nú með að hann svari. Þetta er algerlega óviðunandi. Þetta er bók sem er í smíðum. Þetta eru drög sem ég sendi á samstarfsmenn til að „fact-checka“ og fleira. [...] Það er alveg ljóst að Sigurður G. er ekki í hópi minna ráðgjafa í þessu efni.“ Í einni færslu Sigurðar G. á Facebook segir hann að hann hafi verið að ljúka við lestur á handriti af sjálfsævisögu Reynis Traustasonar „þ.e.a.s. þeim eitthvað um tvö hundruð síðum sem mér bárust óvænt og óumbeðið.“ Reynir segist hafa fyrir um mánuði síðan sent handritið á samstarfsmenn sína, þau Jón Trausta Reynisson, fyrrverandi framkvæmdastjóra DV, og Heiðu B. Heiðarsdóttur, fyrrverandi markaðsstjóra DV. „Þetta er fólk sem er að fara yfir bókina fyrir mig. Þau eru hins vegar hætt á DV og því eiga þetta að vera lokuð póstföng.“ Hann segist hafa fengið viðvörun um að það væru póstar á sveimi frá Sigurði G. með handritinu og það mætti rekja til núverandi framkvæmdastjóra DV sem hafi sent þetta upphaflega. „Það er enginn vafi hvaðan þetta sé komið,“ segir Reynir. Reynir segir ljóst að einhver netföng starfsmanna DV sem nú séu hættir séu enn opin. „Ég hef það staðfest. Sigurður tekur svo þetta hugverk, sem er mín eign, og það er ekki einu sinni fullklárað þegar hann fer að birta úr þessu einhverja kafla og gortar sig af því að hafa þetta undir höndum.“ Að sögn Reynis er málið grafalvarlegt, bara þar sem Sigurður hafi haft þetta undir höndum, dreift þessu og birt á Facebook-síðu sinni. „Menn geta velt því fyrir sér hvort ég fái góða auglýsingu út á bókina vegna þessa - eflaust fæ ég það - en ég get ekki sætt mig við að svona sé farið með mín hugverk. Ég vil fá að stjórna því á hvaða stigi máls bókin fer fyrir augu lesenda.“ Hvorki náðist í Stein Kára Ragnarsson, framkvæmdastjóra DV, eða Sigurð G. Guðjónsson við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
„Það liggur alveg fyrir að þessi gata verður farin til enda. Það er ekki hægt að una þessu,“ segir Reynir Traustason, fyrrverandi ritstjóri DV. Lögmaður hans hefur sent Sigurði G. Guðjónssyni, hæstaréttarlögmanni sem er í eigendahópi DV, bréf eftir að Sigurður birti kafla á Facebook-síðu sinni úr mánaðargömlum drögum að handriti sjálfsævisögu Reynis. Reynir segir Sigurð hafa komist yfir handritið með óeðlilegum hætti. Reynir segist hafa leitað til Persónuverndar vegna málsins. „Sigurður G. hefur fengið bréf frá mínum lögmanni sem ég reikna nú með að hann svari. Þetta er algerlega óviðunandi. Þetta er bók sem er í smíðum. Þetta eru drög sem ég sendi á samstarfsmenn til að „fact-checka“ og fleira. [...] Það er alveg ljóst að Sigurður G. er ekki í hópi minna ráðgjafa í þessu efni.“ Í einni færslu Sigurðar G. á Facebook segir hann að hann hafi verið að ljúka við lestur á handriti af sjálfsævisögu Reynis Traustasonar „þ.e.a.s. þeim eitthvað um tvö hundruð síðum sem mér bárust óvænt og óumbeðið.“ Reynir segist hafa fyrir um mánuði síðan sent handritið á samstarfsmenn sína, þau Jón Trausta Reynisson, fyrrverandi framkvæmdastjóra DV, og Heiðu B. Heiðarsdóttur, fyrrverandi markaðsstjóra DV. „Þetta er fólk sem er að fara yfir bókina fyrir mig. Þau eru hins vegar hætt á DV og því eiga þetta að vera lokuð póstföng.“ Hann segist hafa fengið viðvörun um að það væru póstar á sveimi frá Sigurði G. með handritinu og það mætti rekja til núverandi framkvæmdastjóra DV sem hafi sent þetta upphaflega. „Það er enginn vafi hvaðan þetta sé komið,“ segir Reynir. Reynir segir ljóst að einhver netföng starfsmanna DV sem nú séu hættir séu enn opin. „Ég hef það staðfest. Sigurður tekur svo þetta hugverk, sem er mín eign, og það er ekki einu sinni fullklárað þegar hann fer að birta úr þessu einhverja kafla og gortar sig af því að hafa þetta undir höndum.“ Að sögn Reynis er málið grafalvarlegt, bara þar sem Sigurður hafi haft þetta undir höndum, dreift þessu og birt á Facebook-síðu sinni. „Menn geta velt því fyrir sér hvort ég fái góða auglýsingu út á bókina vegna þessa - eflaust fæ ég það - en ég get ekki sætt mig við að svona sé farið með mín hugverk. Ég vil fá að stjórna því á hvaða stigi máls bókin fer fyrir augu lesenda.“ Hvorki náðist í Stein Kára Ragnarsson, framkvæmdastjóra DV, eða Sigurð G. Guðjónsson við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira