„Þessi gata verður farin til enda“ Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2014 14:22 Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður og Reynir Traustason, fyrrverandi ritstjóri DV. „Það liggur alveg fyrir að þessi gata verður farin til enda. Það er ekki hægt að una þessu,“ segir Reynir Traustason, fyrrverandi ritstjóri DV. Lögmaður hans hefur sent Sigurði G. Guðjónssyni, hæstaréttarlögmanni sem er í eigendahópi DV, bréf eftir að Sigurður birti kafla á Facebook-síðu sinni úr mánaðargömlum drögum að handriti sjálfsævisögu Reynis. Reynir segir Sigurð hafa komist yfir handritið með óeðlilegum hætti. Reynir segist hafa leitað til Persónuverndar vegna málsins. „Sigurður G. hefur fengið bréf frá mínum lögmanni sem ég reikna nú með að hann svari. Þetta er algerlega óviðunandi. Þetta er bók sem er í smíðum. Þetta eru drög sem ég sendi á samstarfsmenn til að „fact-checka“ og fleira. [...] Það er alveg ljóst að Sigurður G. er ekki í hópi minna ráðgjafa í þessu efni.“ Í einni færslu Sigurðar G. á Facebook segir hann að hann hafi verið að ljúka við lestur á handriti af sjálfsævisögu Reynis Traustasonar „þ.e.a.s. þeim eitthvað um tvö hundruð síðum sem mér bárust óvænt og óumbeðið.“ Reynir segist hafa fyrir um mánuði síðan sent handritið á samstarfsmenn sína, þau Jón Trausta Reynisson, fyrrverandi framkvæmdastjóra DV, og Heiðu B. Heiðarsdóttur, fyrrverandi markaðsstjóra DV. „Þetta er fólk sem er að fara yfir bókina fyrir mig. Þau eru hins vegar hætt á DV og því eiga þetta að vera lokuð póstföng.“ Hann segist hafa fengið viðvörun um að það væru póstar á sveimi frá Sigurði G. með handritinu og það mætti rekja til núverandi framkvæmdastjóra DV sem hafi sent þetta upphaflega. „Það er enginn vafi hvaðan þetta sé komið,“ segir Reynir. Reynir segir ljóst að einhver netföng starfsmanna DV sem nú séu hættir séu enn opin. „Ég hef það staðfest. Sigurður tekur svo þetta hugverk, sem er mín eign, og það er ekki einu sinni fullklárað þegar hann fer að birta úr þessu einhverja kafla og gortar sig af því að hafa þetta undir höndum.“ Að sögn Reynis er málið grafalvarlegt, bara þar sem Sigurður hafi haft þetta undir höndum, dreift þessu og birt á Facebook-síðu sinni. „Menn geta velt því fyrir sér hvort ég fái góða auglýsingu út á bókina vegna þessa - eflaust fæ ég það - en ég get ekki sætt mig við að svona sé farið með mín hugverk. Ég vil fá að stjórna því á hvaða stigi máls bókin fer fyrir augu lesenda.“ Hvorki náðist í Stein Kára Ragnarsson, framkvæmdastjóra DV, eða Sigurð G. Guðjónsson við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
„Það liggur alveg fyrir að þessi gata verður farin til enda. Það er ekki hægt að una þessu,“ segir Reynir Traustason, fyrrverandi ritstjóri DV. Lögmaður hans hefur sent Sigurði G. Guðjónssyni, hæstaréttarlögmanni sem er í eigendahópi DV, bréf eftir að Sigurður birti kafla á Facebook-síðu sinni úr mánaðargömlum drögum að handriti sjálfsævisögu Reynis. Reynir segir Sigurð hafa komist yfir handritið með óeðlilegum hætti. Reynir segist hafa leitað til Persónuverndar vegna málsins. „Sigurður G. hefur fengið bréf frá mínum lögmanni sem ég reikna nú með að hann svari. Þetta er algerlega óviðunandi. Þetta er bók sem er í smíðum. Þetta eru drög sem ég sendi á samstarfsmenn til að „fact-checka“ og fleira. [...] Það er alveg ljóst að Sigurður G. er ekki í hópi minna ráðgjafa í þessu efni.“ Í einni færslu Sigurðar G. á Facebook segir hann að hann hafi verið að ljúka við lestur á handriti af sjálfsævisögu Reynis Traustasonar „þ.e.a.s. þeim eitthvað um tvö hundruð síðum sem mér bárust óvænt og óumbeðið.“ Reynir segist hafa fyrir um mánuði síðan sent handritið á samstarfsmenn sína, þau Jón Trausta Reynisson, fyrrverandi framkvæmdastjóra DV, og Heiðu B. Heiðarsdóttur, fyrrverandi markaðsstjóra DV. „Þetta er fólk sem er að fara yfir bókina fyrir mig. Þau eru hins vegar hætt á DV og því eiga þetta að vera lokuð póstföng.“ Hann segist hafa fengið viðvörun um að það væru póstar á sveimi frá Sigurði G. með handritinu og það mætti rekja til núverandi framkvæmdastjóra DV sem hafi sent þetta upphaflega. „Það er enginn vafi hvaðan þetta sé komið,“ segir Reynir. Reynir segir ljóst að einhver netföng starfsmanna DV sem nú séu hættir séu enn opin. „Ég hef það staðfest. Sigurður tekur svo þetta hugverk, sem er mín eign, og það er ekki einu sinni fullklárað þegar hann fer að birta úr þessu einhverja kafla og gortar sig af því að hafa þetta undir höndum.“ Að sögn Reynis er málið grafalvarlegt, bara þar sem Sigurður hafi haft þetta undir höndum, dreift þessu og birt á Facebook-síðu sinni. „Menn geta velt því fyrir sér hvort ég fái góða auglýsingu út á bókina vegna þessa - eflaust fæ ég það - en ég get ekki sætt mig við að svona sé farið með mín hugverk. Ég vil fá að stjórna því á hvaða stigi máls bókin fer fyrir augu lesenda.“ Hvorki náðist í Stein Kára Ragnarsson, framkvæmdastjóra DV, eða Sigurð G. Guðjónsson við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira