Opið bréf til menntamálaráðherra Stjórnir Skólafélagsins og Framtíðarinnar og nemendafélaga Menntaskólans í Reykjavík. skrifa 4. nóvember 2014 16:55 Eitt helsta baráttumál Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, er að stytta námstíma í framhaldsskólum úr fjórum árum í þrjú. Við undirrituð mótmælum þessum hugmyndum og bendum á nokkra ókosti þess að breyta íslensku menntakerfi með þessum hætti. Markmið ráðherrans er að árið 2018 verði hlutfall þeirra sem útskrifast á tilsettum tíma, fjórum árum, 60% samanborið við 44% nú. Þetta kemur fram í Hvítbók um umbætur í menntamálum. Í sömu bók kemur hins vegar einnig fram að rétt tæp 77% þeirra sem innrituðust á stúdentsbrautir árið 2007 höfðu útskrifast sex árum seinna. Meðalnámstími þessa hóps var 4,1 ár. Þess má geta að tæp 60% þeirra sem skráðu sig í framhaldsskóla árið 2007 skráðu sig á stúdentsbrautir. Það er því ljóst að sé horft til stúdentsbrauta næst markmið ráðherra um að 60% nemenda útskrifist á tilsettum tíma og rúmlega það. Ekki verður séð hvernig styttingaráform ráðherra eigi fram að ganga án þess að auka álag og skerða undirbúning framhaldsskólanema fyrir háskólanám. Ef kenna á fjögurra ára námsefni á þremur árum hefur það í för með sér stóraukið álag á nemendur en það er nú þegar umtalsvert. Álag í námi hefur t.d. verið nefnt sem ein aðalástæða brotthvarfs úr framhaldsskólum. Það er mikil þversögn hjá ráðherra að ætla sér að auka álag á nemendur og minnka brotthvarf, sem vissulega er stórt vandamál, á sama tíma. Aukið námsálag leiðir til þess að nemendur hafa minni tíma til að sinna öðrum þáttum s.s. tónlistarnámi, íþróttum og félagslífi, en þessir þættir eru mjög mikilvægir í lífi framhaldsskólanema. Samkvæmt áðurnefndri Hvítbók var atvinnuþátttaka ungs fólks á aldrinum 18-24 ára rétt rúm 70% á fyrsta ársfjórðungi ársins 2013. Því er ljóst að hátt hlutfall nemenda vinnur með námi en aukið álag kemur sér sérstaklega illa fyrir þá einstaklinga. Sé ætlunin ekki að dreifa náminu yfir þrjú ár í stað fjögurra heldur stytta nám nemenda sem nemur einu ári er ljóst að nemendur munu koma verr undirbúnir í háskóla en áður. Það getur varla verið markmið ráðherra, eða hvað? Háskólar á Íslandi eru þegar farnir að bregðast við þessum nýju aðstæðum með því að leggja fyrir inntökupróf, t.d. í hagfræði og lögfræði. Stytting heildarnámstíma til stúdentsprófs er í sjálfu sér ekki slæm hugmynd. Staðreyndin er sú að skv. núverandi kerfi eru íslensk ungmenni að jafnaði um 14 ár að útskrifast með stúdentspróf en í flestum þeim löndum, sem við viljum bera okkur saman, við er þessi tími 13 ár. Stytting framhaldsskólans er hins vegar ekki rétta leiðin til að ná samanburðarlöndum okkar hvað námstíma varðar. Nánast ekkert hefur verið rætt um styttingu grunnskólans. Eins og staðan er nú eru allir skyldaðir til að vera tíu ár í grunnskóla. Þeir sem standa sig vel í námi eru þar látnir bíða eftir þeim sem ekki eiga eins auðvelt með að læra. Við teljum að auðvelt sé að auka sveigjanleika í grunnskólakerfinu og búa svo um hnútana að hægt verði að útskrifast á níu eða jafnvel átta árum í stað tíu. Er ekki eðlilegra að meta nemendur út frá námsgetu og þroska í stað aldurs? Tíu ára grunnskólanám á að standa þeim til boða sem það þurfa, en jafnframt á að koma til móts við þá sem geta lokið því fyrr. Þannig yrði dregið úr líkunum á uppsöfnuðum námsleiða og spornað við brotthvarfi. Með því að stytta alla framhaldsskóla er valfrelsi nemenda verulega skert. Í núverandi kerfi hafa nemendur val og geta útskrifast á þremur, þremur og hálfu eða fjórum árum. Nemendur eiga að hafa þetta val. Sé það vilji ungmennis að fara hraðar í gegnum framhaldsskólann ætti viðkomandi að geta valið að fara í skóla þar sem boðið er upp á nám til stúdentsprófs á þremur árum. Á sama hátt ætti viðkomandi að geta valið um skóla þar sem boðið er upp á nám til stúdentsprófs á fjórum árum. Í ljósi þessa skorum við á ráðherrann að endurskoða, í fullri alvöru, ákvörðun sína um að stytta nám í öllum framhaldsskólum landsins. Við teljum að hagsmunir nemenda ráði ekki för í þessu máli og að aðrar og betri leiðir séu færar til að ná þeim markmiðum sem sett hafa verið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Eitt helsta baráttumál Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, er að stytta námstíma í framhaldsskólum úr fjórum árum í þrjú. Við undirrituð mótmælum þessum hugmyndum og bendum á nokkra ókosti þess að breyta íslensku menntakerfi með þessum hætti. Markmið ráðherrans er að árið 2018 verði hlutfall þeirra sem útskrifast á tilsettum tíma, fjórum árum, 60% samanborið við 44% nú. Þetta kemur fram í Hvítbók um umbætur í menntamálum. Í sömu bók kemur hins vegar einnig fram að rétt tæp 77% þeirra sem innrituðust á stúdentsbrautir árið 2007 höfðu útskrifast sex árum seinna. Meðalnámstími þessa hóps var 4,1 ár. Þess má geta að tæp 60% þeirra sem skráðu sig í framhaldsskóla árið 2007 skráðu sig á stúdentsbrautir. Það er því ljóst að sé horft til stúdentsbrauta næst markmið ráðherra um að 60% nemenda útskrifist á tilsettum tíma og rúmlega það. Ekki verður séð hvernig styttingaráform ráðherra eigi fram að ganga án þess að auka álag og skerða undirbúning framhaldsskólanema fyrir háskólanám. Ef kenna á fjögurra ára námsefni á þremur árum hefur það í för með sér stóraukið álag á nemendur en það er nú þegar umtalsvert. Álag í námi hefur t.d. verið nefnt sem ein aðalástæða brotthvarfs úr framhaldsskólum. Það er mikil þversögn hjá ráðherra að ætla sér að auka álag á nemendur og minnka brotthvarf, sem vissulega er stórt vandamál, á sama tíma. Aukið námsálag leiðir til þess að nemendur hafa minni tíma til að sinna öðrum þáttum s.s. tónlistarnámi, íþróttum og félagslífi, en þessir þættir eru mjög mikilvægir í lífi framhaldsskólanema. Samkvæmt áðurnefndri Hvítbók var atvinnuþátttaka ungs fólks á aldrinum 18-24 ára rétt rúm 70% á fyrsta ársfjórðungi ársins 2013. Því er ljóst að hátt hlutfall nemenda vinnur með námi en aukið álag kemur sér sérstaklega illa fyrir þá einstaklinga. Sé ætlunin ekki að dreifa náminu yfir þrjú ár í stað fjögurra heldur stytta nám nemenda sem nemur einu ári er ljóst að nemendur munu koma verr undirbúnir í háskóla en áður. Það getur varla verið markmið ráðherra, eða hvað? Háskólar á Íslandi eru þegar farnir að bregðast við þessum nýju aðstæðum með því að leggja fyrir inntökupróf, t.d. í hagfræði og lögfræði. Stytting heildarnámstíma til stúdentsprófs er í sjálfu sér ekki slæm hugmynd. Staðreyndin er sú að skv. núverandi kerfi eru íslensk ungmenni að jafnaði um 14 ár að útskrifast með stúdentspróf en í flestum þeim löndum, sem við viljum bera okkur saman, við er þessi tími 13 ár. Stytting framhaldsskólans er hins vegar ekki rétta leiðin til að ná samanburðarlöndum okkar hvað námstíma varðar. Nánast ekkert hefur verið rætt um styttingu grunnskólans. Eins og staðan er nú eru allir skyldaðir til að vera tíu ár í grunnskóla. Þeir sem standa sig vel í námi eru þar látnir bíða eftir þeim sem ekki eiga eins auðvelt með að læra. Við teljum að auðvelt sé að auka sveigjanleika í grunnskólakerfinu og búa svo um hnútana að hægt verði að útskrifast á níu eða jafnvel átta árum í stað tíu. Er ekki eðlilegra að meta nemendur út frá námsgetu og þroska í stað aldurs? Tíu ára grunnskólanám á að standa þeim til boða sem það þurfa, en jafnframt á að koma til móts við þá sem geta lokið því fyrr. Þannig yrði dregið úr líkunum á uppsöfnuðum námsleiða og spornað við brotthvarfi. Með því að stytta alla framhaldsskóla er valfrelsi nemenda verulega skert. Í núverandi kerfi hafa nemendur val og geta útskrifast á þremur, þremur og hálfu eða fjórum árum. Nemendur eiga að hafa þetta val. Sé það vilji ungmennis að fara hraðar í gegnum framhaldsskólann ætti viðkomandi að geta valið að fara í skóla þar sem boðið er upp á nám til stúdentsprófs á þremur árum. Á sama hátt ætti viðkomandi að geta valið um skóla þar sem boðið er upp á nám til stúdentsprófs á fjórum árum. Í ljósi þessa skorum við á ráðherrann að endurskoða, í fullri alvöru, ákvörðun sína um að stytta nám í öllum framhaldsskólum landsins. Við teljum að hagsmunir nemenda ráði ekki för í þessu máli og að aðrar og betri leiðir séu færar til að ná þeim markmiðum sem sett hafa verið.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun