Lífið

Sýnir fordóma gegn feitu fólki í myndum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
„Mér hefur alltaf fundist erfitt að stjórna þyngd minni,“ segir ljósmyndarinn Haley Morris-Cafiero í samtali við tímaritið Cosmopolitan. Hún safnar nú fyrir bókinni The Watchers á hópfjármögnunarsíðunni Kickstarter en í henni verða myndir og athugasemdir sem sýna þá fordóma sem Haley hefur orðið fyrir fyrir það eitt að vera of þung.

„Mín óstjórnlega ytra byrði hefur ákveðið minn stað í samfélaginu og mér hefur oft fundist ég vera útundan og asnaleg,“ bætir Haley við.

Haley byrjaði að taka myndir af sjálfri sér í mars árið 2010 til að sýna hvernig fólk dæmir hana í ýmsum aðstæðum - á veitingastöðum, í fríi og í sundlaugum svo dæmi séu tekin.

Þá segir hún einnig að margir hafi kallað að sér athugasemdir um þyngd sína. Hún hefur fengið neikvæðar athugasemdir frá fólki sem hefur sagt við hana að líf hennar yrði betra ef hún gæti létt sig. En viðbrögðin eru ekki aðeins neikvæð eins og Haley segir frá á Kickstarter-síðunni.

„Ég hef fengið hundruði tölvupósta frá fólki sem styður mig sem hefur fengið innblástur úr myndunum mínum.“

Í verslunarleiðangri.
Á ströndinni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.