Viðskipti innlent

Snjó­laug ráðin til Svarma

Atli Ísleifsson skrifar
Snjólaug Ólafsdóttir er fyrrverandi sjálfbærnileiðtogi EY á Íslandi.
Snjólaug Ólafsdóttir er fyrrverandi sjálfbærnileiðtogi EY á Íslandi. Aðsend

Dr. Snjólaug Ólafsdóttir hefur verið ráðin til Svarma sem leiðtogi vöruþróunar og viðskiptavinatengsla (Chief Product Officer & Client Relations Lead).

Í tilkynningu kemur fram að Snjólaug sé með doktorsgráðu í umhverfisverkfræði, frumkvöðull og fyrrverandi sjálfbærnileiðtogi EY á Íslandi. 

„Hún býr yfir fjölbreyttri þekkingu á sviði sjálfbærni og umhverfisvísinda. Þar á meðal gerð loftslags- og sjálfbærnistefna og aðgerðaráætlana, markmiðasetningu, innleiðingu og eftirfylgni þvert á svið sjálfbærni þ.m.t. vegna loftslagsbreytinga, mannréttinda, sjálfbærra innkaupa, hringrásarhagkerfis og síðast en ekki síst, náttúru og líffræðilegs fjölbreytileika. 

Snjólaug mun vinna náið með viðskiptavinum Svarma, sem flestir starfa á sviði orkuframleiðslu, orkuflutnings og -dreifingu, framleiðslu drykkja og matvæla sem og rekstraraðila annarra stórra innviða sem oft á tíðum eiga náið og flókið samband við náttúrulegt umhverfi. Hlutverk Snjólaugar hjá Svarma verður að gera fyrirtækjum kleift að aðlaga sig að breyttum kröfum um sjálfbærniupplýsingagjöf, m.a. vegna nýs regluverks Evrópusambandsins um upplýsingagjöf í sjálfbærni, Corporate Sustainability Reporting Directive (CSRD). Þar er kveðið á um að áhrif á líffræðilega fjölbreytni og vistkerfi verði meðal lykilatriða í árlegu fjárhags- og sjálbærniuppgjöri fyrirtækja,“ segir í tilkynningunni. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×