13 milljarða umboðssvik: Ítreka sakleysi sitt Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. september 2014 11:33 Úr héraðsdómi í morgun. Vísir/GVA Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara á hendur Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni og Sigríði Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi stjórnenda Landsbanka Íslands, hófst í Héraðdómi Reykavíkur í morgun. Þau eru ákærð fyrir umboðssvik upp á samtals 13,6 milljarða króna. Sigurjón og Elín hafa bæði lýst yfir sakleysi sínu í málinu og ítrekuðu það í skýrslutökum í dag. Verjendur þeirra sögðu að um misskilning væri að ræða af hálfu ákæruvaldsins og sögðu sönnunargögnum og rannsókn ábótavant. Ekki er langt síðan Sigurjón og Sigríður voru sýknuð af ákæru vegna meintrar markaðsmisnotkunar í Imon-málinu svokallaða. Sigurjóni og Elínu er gefið að sök að hafa samþykkt og undirritað sjálfskuldarábyrgðir fyrir hönd Landsbankans fyrir lánum Kaupþings til tveggja félaga í skráðra á Panama árin 2006 og 2007 og þar með stefnt fé bankans í verulega hættu. Á þeim tíma var Sigurjón bankastjóri og Elín framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og bæði áttu þau sæti í lánanefnd Landsbankans. Einu eignir Panama félaganna voru hlutabréf í Landsbankanum og fólst starfsemi þeirra í því að félögin keyptu hlutabréf í Landsbankanum og skuldbundu sig til að selja bankanum þau aftur á ákveðnu tímabili á fyrirfram ákveðnu gengi. Samkvæmt stofngögnum átti hlutafé félaganna að vera tíu þúsund Bandaríkadalir en báru bankareikningar félaganna það ekki með sér að hafa skilað sér til félaganna.Umboðssvik upp á 13,6 milljarða Fyrra brotið á að hafa átt sér stað hinn 4.júlí 2006 þegar þau heimiluðu fyrir hönd Landsbankans sjálfskuldarábyrðir bankans á lánssamninga Kaupþings vegna tveggja félaga í eigu Panama, Empennage Inc og Zimham Corp, upp á samtals 6,8 milljarða króna. Í ákærunni segir að ákvörðunarblöð um veitingu lánanna hafi verið staðfest eftir veitingu þeirra og að ábyrgðirnar hafi verið veittar án utanaðkomandi trygginga. Seinna brotið á að hafa átt sér stað um það bil ári síðar eða 29.júní 2007. Þá samþykktu þau og undirrituðu fyrir hönd Landbankans að bankinn gengi aftur í ábyrgð fyrir Empennage Inc, fyrir 6,8 milljarða króna láni. Í ákærunni kemur fram að Sigurjón og Elín hafi bundið Landsbankann við sjálfskuldarábyrgðina án þess að veiting hennar væri lögð fyrir lánanefnd Landsbankans og án þess að fyllt væri út og staðfest ákvörðunarblað um veitingu ábyrgðarinnar. Veiting sjálfskuldarábyrgðanna eru sagðar brjóta í bága við lánareglur Landsbankans og hafa verið veittar í algjörri andstæði við ákvæði laga og innri regla bankans. Fjártjónshættan við veitingu ábyrgðanna hafi verið mun meiri en almennt þykir ásættanlegt í rekstri fjármálafyrirtækis. Tengdar fréttir Réttað yfir Elínu og Sigurjóni í dag Aðalmeðferð í máli tveggja fyrrverandi stjórnenda Landsbankans, sem ákærðir eru fyrir umboðssvik, hefst við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. 22. september 2014 07:15 Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Sjá meira
Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara á hendur Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni og Sigríði Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi stjórnenda Landsbanka Íslands, hófst í Héraðdómi Reykavíkur í morgun. Þau eru ákærð fyrir umboðssvik upp á samtals 13,6 milljarða króna. Sigurjón og Elín hafa bæði lýst yfir sakleysi sínu í málinu og ítrekuðu það í skýrslutökum í dag. Verjendur þeirra sögðu að um misskilning væri að ræða af hálfu ákæruvaldsins og sögðu sönnunargögnum og rannsókn ábótavant. Ekki er langt síðan Sigurjón og Sigríður voru sýknuð af ákæru vegna meintrar markaðsmisnotkunar í Imon-málinu svokallaða. Sigurjóni og Elínu er gefið að sök að hafa samþykkt og undirritað sjálfskuldarábyrgðir fyrir hönd Landsbankans fyrir lánum Kaupþings til tveggja félaga í skráðra á Panama árin 2006 og 2007 og þar með stefnt fé bankans í verulega hættu. Á þeim tíma var Sigurjón bankastjóri og Elín framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og bæði áttu þau sæti í lánanefnd Landsbankans. Einu eignir Panama félaganna voru hlutabréf í Landsbankanum og fólst starfsemi þeirra í því að félögin keyptu hlutabréf í Landsbankanum og skuldbundu sig til að selja bankanum þau aftur á ákveðnu tímabili á fyrirfram ákveðnu gengi. Samkvæmt stofngögnum átti hlutafé félaganna að vera tíu þúsund Bandaríkadalir en báru bankareikningar félaganna það ekki með sér að hafa skilað sér til félaganna.Umboðssvik upp á 13,6 milljarða Fyrra brotið á að hafa átt sér stað hinn 4.júlí 2006 þegar þau heimiluðu fyrir hönd Landsbankans sjálfskuldarábyrðir bankans á lánssamninga Kaupþings vegna tveggja félaga í eigu Panama, Empennage Inc og Zimham Corp, upp á samtals 6,8 milljarða króna. Í ákærunni segir að ákvörðunarblöð um veitingu lánanna hafi verið staðfest eftir veitingu þeirra og að ábyrgðirnar hafi verið veittar án utanaðkomandi trygginga. Seinna brotið á að hafa átt sér stað um það bil ári síðar eða 29.júní 2007. Þá samþykktu þau og undirrituðu fyrir hönd Landbankans að bankinn gengi aftur í ábyrgð fyrir Empennage Inc, fyrir 6,8 milljarða króna láni. Í ákærunni kemur fram að Sigurjón og Elín hafi bundið Landsbankann við sjálfskuldarábyrgðina án þess að veiting hennar væri lögð fyrir lánanefnd Landsbankans og án þess að fyllt væri út og staðfest ákvörðunarblað um veitingu ábyrgðarinnar. Veiting sjálfskuldarábyrgðanna eru sagðar brjóta í bága við lánareglur Landsbankans og hafa verið veittar í algjörri andstæði við ákvæði laga og innri regla bankans. Fjártjónshættan við veitingu ábyrgðanna hafi verið mun meiri en almennt þykir ásættanlegt í rekstri fjármálafyrirtækis.
Tengdar fréttir Réttað yfir Elínu og Sigurjóni í dag Aðalmeðferð í máli tveggja fyrrverandi stjórnenda Landsbankans, sem ákærðir eru fyrir umboðssvik, hefst við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. 22. september 2014 07:15 Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Sjá meira
Réttað yfir Elínu og Sigurjóni í dag Aðalmeðferð í máli tveggja fyrrverandi stjórnenda Landsbankans, sem ákærðir eru fyrir umboðssvik, hefst við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. 22. september 2014 07:15