13 milljarða umboðssvik: Ítreka sakleysi sitt Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. september 2014 11:33 Úr héraðsdómi í morgun. Vísir/GVA Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara á hendur Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni og Sigríði Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi stjórnenda Landsbanka Íslands, hófst í Héraðdómi Reykavíkur í morgun. Þau eru ákærð fyrir umboðssvik upp á samtals 13,6 milljarða króna. Sigurjón og Elín hafa bæði lýst yfir sakleysi sínu í málinu og ítrekuðu það í skýrslutökum í dag. Verjendur þeirra sögðu að um misskilning væri að ræða af hálfu ákæruvaldsins og sögðu sönnunargögnum og rannsókn ábótavant. Ekki er langt síðan Sigurjón og Sigríður voru sýknuð af ákæru vegna meintrar markaðsmisnotkunar í Imon-málinu svokallaða. Sigurjóni og Elínu er gefið að sök að hafa samþykkt og undirritað sjálfskuldarábyrgðir fyrir hönd Landsbankans fyrir lánum Kaupþings til tveggja félaga í skráðra á Panama árin 2006 og 2007 og þar með stefnt fé bankans í verulega hættu. Á þeim tíma var Sigurjón bankastjóri og Elín framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og bæði áttu þau sæti í lánanefnd Landsbankans. Einu eignir Panama félaganna voru hlutabréf í Landsbankanum og fólst starfsemi þeirra í því að félögin keyptu hlutabréf í Landsbankanum og skuldbundu sig til að selja bankanum þau aftur á ákveðnu tímabili á fyrirfram ákveðnu gengi. Samkvæmt stofngögnum átti hlutafé félaganna að vera tíu þúsund Bandaríkadalir en báru bankareikningar félaganna það ekki með sér að hafa skilað sér til félaganna.Umboðssvik upp á 13,6 milljarða Fyrra brotið á að hafa átt sér stað hinn 4.júlí 2006 þegar þau heimiluðu fyrir hönd Landsbankans sjálfskuldarábyrðir bankans á lánssamninga Kaupþings vegna tveggja félaga í eigu Panama, Empennage Inc og Zimham Corp, upp á samtals 6,8 milljarða króna. Í ákærunni segir að ákvörðunarblöð um veitingu lánanna hafi verið staðfest eftir veitingu þeirra og að ábyrgðirnar hafi verið veittar án utanaðkomandi trygginga. Seinna brotið á að hafa átt sér stað um það bil ári síðar eða 29.júní 2007. Þá samþykktu þau og undirrituðu fyrir hönd Landbankans að bankinn gengi aftur í ábyrgð fyrir Empennage Inc, fyrir 6,8 milljarða króna láni. Í ákærunni kemur fram að Sigurjón og Elín hafi bundið Landsbankann við sjálfskuldarábyrgðina án þess að veiting hennar væri lögð fyrir lánanefnd Landsbankans og án þess að fyllt væri út og staðfest ákvörðunarblað um veitingu ábyrgðarinnar. Veiting sjálfskuldarábyrgðanna eru sagðar brjóta í bága við lánareglur Landsbankans og hafa verið veittar í algjörri andstæði við ákvæði laga og innri regla bankans. Fjártjónshættan við veitingu ábyrgðanna hafi verið mun meiri en almennt þykir ásættanlegt í rekstri fjármálafyrirtækis. Tengdar fréttir Réttað yfir Elínu og Sigurjóni í dag Aðalmeðferð í máli tveggja fyrrverandi stjórnenda Landsbankans, sem ákærðir eru fyrir umboðssvik, hefst við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. 22. september 2014 07:15 Mest lesið Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara á hendur Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni og Sigríði Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi stjórnenda Landsbanka Íslands, hófst í Héraðdómi Reykavíkur í morgun. Þau eru ákærð fyrir umboðssvik upp á samtals 13,6 milljarða króna. Sigurjón og Elín hafa bæði lýst yfir sakleysi sínu í málinu og ítrekuðu það í skýrslutökum í dag. Verjendur þeirra sögðu að um misskilning væri að ræða af hálfu ákæruvaldsins og sögðu sönnunargögnum og rannsókn ábótavant. Ekki er langt síðan Sigurjón og Sigríður voru sýknuð af ákæru vegna meintrar markaðsmisnotkunar í Imon-málinu svokallaða. Sigurjóni og Elínu er gefið að sök að hafa samþykkt og undirritað sjálfskuldarábyrgðir fyrir hönd Landsbankans fyrir lánum Kaupþings til tveggja félaga í skráðra á Panama árin 2006 og 2007 og þar með stefnt fé bankans í verulega hættu. Á þeim tíma var Sigurjón bankastjóri og Elín framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og bæði áttu þau sæti í lánanefnd Landsbankans. Einu eignir Panama félaganna voru hlutabréf í Landsbankanum og fólst starfsemi þeirra í því að félögin keyptu hlutabréf í Landsbankanum og skuldbundu sig til að selja bankanum þau aftur á ákveðnu tímabili á fyrirfram ákveðnu gengi. Samkvæmt stofngögnum átti hlutafé félaganna að vera tíu þúsund Bandaríkadalir en báru bankareikningar félaganna það ekki með sér að hafa skilað sér til félaganna.Umboðssvik upp á 13,6 milljarða Fyrra brotið á að hafa átt sér stað hinn 4.júlí 2006 þegar þau heimiluðu fyrir hönd Landsbankans sjálfskuldarábyrðir bankans á lánssamninga Kaupþings vegna tveggja félaga í eigu Panama, Empennage Inc og Zimham Corp, upp á samtals 6,8 milljarða króna. Í ákærunni segir að ákvörðunarblöð um veitingu lánanna hafi verið staðfest eftir veitingu þeirra og að ábyrgðirnar hafi verið veittar án utanaðkomandi trygginga. Seinna brotið á að hafa átt sér stað um það bil ári síðar eða 29.júní 2007. Þá samþykktu þau og undirrituðu fyrir hönd Landbankans að bankinn gengi aftur í ábyrgð fyrir Empennage Inc, fyrir 6,8 milljarða króna láni. Í ákærunni kemur fram að Sigurjón og Elín hafi bundið Landsbankann við sjálfskuldarábyrgðina án þess að veiting hennar væri lögð fyrir lánanefnd Landsbankans og án þess að fyllt væri út og staðfest ákvörðunarblað um veitingu ábyrgðarinnar. Veiting sjálfskuldarábyrgðanna eru sagðar brjóta í bága við lánareglur Landsbankans og hafa verið veittar í algjörri andstæði við ákvæði laga og innri regla bankans. Fjártjónshættan við veitingu ábyrgðanna hafi verið mun meiri en almennt þykir ásættanlegt í rekstri fjármálafyrirtækis.
Tengdar fréttir Réttað yfir Elínu og Sigurjóni í dag Aðalmeðferð í máli tveggja fyrrverandi stjórnenda Landsbankans, sem ákærðir eru fyrir umboðssvik, hefst við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. 22. september 2014 07:15 Mest lesið Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Réttað yfir Elínu og Sigurjóni í dag Aðalmeðferð í máli tveggja fyrrverandi stjórnenda Landsbankans, sem ákærðir eru fyrir umboðssvik, hefst við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. 22. september 2014 07:15