Viðskipti innlent

Samherji selur sinn hlut

Samherji seldi í morgun helmingshlut sinn í Hraðfrystistöð Þórshafnar til heimamanna. Í fréttatilkynningu frá Samherja segir að fyrirtækið hafi í dag, samið um sölu á 49,66% hlut sínum í Hraðfrystistöð Þórshafnar. Kaupendur eru annarsvegar Fræ ehf., fyrirtæki í eigu Þórshafnarhrepps með 34% hlut og Svalbarðshreppur hins vegar með 15,46%.-Efni samninganna er að öðru leyti trúnaðarmál samningsaðila. Áætlaður hagnaður Samherja hf. af viðskiptunum nemur ríflega 300 millj. kr. að því fram kemur í tilkynningu félagsins.




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×