Körfubolti

Sögulegir þristar Páls Axels | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Páll Axel Vilbergsson, leikmaður Skallagríms, varð í kvöld fyrsti leikmaður í sögu úrvalsdeildar karla í körfubolta sem nær að skora þúsund þriggja stiga körfur.

Páll Axel, sem var með 998 þrista fyrir leikinn, smellti niður þúsundustu þriggja stiga körfunni í öðrum leikhluta. Hann endaði með fjóra slíkar í leiknum úr níu skotum en Skallagrímur varð að sætta sig við fimm stiga tap á móti Snæfelli, 88-83, í lokaleik þriðju umferðar Dominos-deildar karla.

Páll Axel skoraði fyrstu þriggja stiga körfu sína fyrir Grindavík 29. október 1995 eða fyrir rétt tæpum 19 árum. Hann hefur skorað þessar 1002 körfur í 388 leikjum, 863 þrista í 341 leik með Grindavík og 135 (+ í kvöld) þrista í 47 leikjum með Skallagrímsliðinu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.