Vits er þörf Jón Birgir Eiríksson skrifar 11. október 2014 11:30 „...Þeim er víða ratar,“ hugsa eflaust flestir nemendur Háskóla Íslands þegar þeir lesa titilinn hér að ofan. Setning þessi trónir tignarlega yfir Háskólatorgi, aðal samkomustað Háskólans. Seint myndi undirritaður þó saka háskólanema um að góna of oft upp í loft þótt þeir hljóti að gjóa augunum þangað reglulega og velta orðunum fyrir sér. Enginn veit fyrir víst hver merking orðanna að ofan er, en þeim hefur þó verið ljáð eftirfarandi merking: Þeim sem ferðast víða hlotnast djúp þekking. Síðan er því bætt við að auðvelt sé að sitja heima í hugsunarleysi en þá sé maður þekkingunni fátækari. Vitaskuld, kynnu margir að hugsa. En speki þessi rímar þó ekki að öllu leyti við þá reynslu sem þekkist hér á landi. Hingað til hafa Íslendingar ekki þurft að ferðast lengra en niður í Vatnsmýri til að sækja sér menntun sambærilega þeirri sem víðar þekkist. Og um það hefur þjóðin sammælst, að öllum skuli tryggður aðgangur að menntun - kjósi þeir að mennta sig. Sú er líka raunin, fólk sækir í Háskóla Íslands og síðastliðna öld hefur þar skapast blómlegt menntasamfélag. Þeim sem gera sér grein fyrir mikilvægi menntunar, ætti að vera ljós sú ógn sem nú stafar að háskólasamfélaginu. Ítrekað hefur verið bent á afleiðingar þess fjársveltis sem viðgengist hefur síðustu ár. Þrátt fyrir háværar raddir innan og utan háskólans virðast stjórnvöld takmarkaðan áhuga hafa á áframhaldandi uppbyggingu menntakerfisins, þó uppbyggingin yrði samfélaginu öllu til heilla. Gott fólk er grunnur góðs samfélags. Því er ekki að undra að í hnattvæðingu 21. aldarinnar er samkeppnin um mannauð orðin meginatriði í hugum manna. Metnaðarfullt fólk leitar þangað sem það getur best aukið við og ræktað þekkingu sína. Ef fram fer sem horfir, hvað gæði náms í Háskóla Íslands varðar, er landflótti námsmanna óumflýjanlegur. Þessu hafa nágrannaþjóðir okkar á norðurlöndum áttað sig á, auk fjölmargra annarra þjóða, en í mörg ár hefur Ísland rekið lestina hvað fjárveitingu til hvers nemanda varðar. Ef háskólinn á að halda stöðu sinni og fá tækifæri til eflingar og árangurs er ljóst að stjórnvöld þurfa að taka menntamál föstum tökum. Brýn þörf er á bótum. Sú staðreynd er óásættanleg að árið 2014 spyrji stjórnvöld sig hvort vits sé þörf hér á landi. Hvort Ísland þurfi að státa af háskóla í fremstu röð. Í stefnu sinni hefur ríkisstjórnin lofað að grípa til aðgerða til bjargar þeirri hnignandi stofnun sem Háskóli Íslands er. Lítið bólar á björg þeirri og útlitið er slæmt. Undirrituðum þykir ólíklegt að efnisfólki detti í hug að hanga hugsunarlaust heima hjá sér. Vits er þörf, þeim er víða ratar. Þeir sem leita, finna. Mikilvægt er fyrir íslenskt samfélag að Háskóli Íslands hafi burði til að svala þorsta þeirra sem þekkingar leita. Ef halda á uppi samkeppnishæfum háskóla hér á landi er það stjórnvalda að standa við orð sín. Það er stjórnvalda að sjá til þess að komandi kynslóðum standi Háskóli Íslands til boða. Þær rati ekki of langt.Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Áfram í fremstu röð? 7. október 2014 07:00 Hverju hefur Stúdentaráð áorkað? 8. október 2014 07:00 Úr faðmi fjalla blárra í kaldan faðm LÍN 10. október 2014 07:00 Ráðherra talar tungum tveim 9. október 2014 07:00 Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
„...Þeim er víða ratar,“ hugsa eflaust flestir nemendur Háskóla Íslands þegar þeir lesa titilinn hér að ofan. Setning þessi trónir tignarlega yfir Háskólatorgi, aðal samkomustað Háskólans. Seint myndi undirritaður þó saka háskólanema um að góna of oft upp í loft þótt þeir hljóti að gjóa augunum þangað reglulega og velta orðunum fyrir sér. Enginn veit fyrir víst hver merking orðanna að ofan er, en þeim hefur þó verið ljáð eftirfarandi merking: Þeim sem ferðast víða hlotnast djúp þekking. Síðan er því bætt við að auðvelt sé að sitja heima í hugsunarleysi en þá sé maður þekkingunni fátækari. Vitaskuld, kynnu margir að hugsa. En speki þessi rímar þó ekki að öllu leyti við þá reynslu sem þekkist hér á landi. Hingað til hafa Íslendingar ekki þurft að ferðast lengra en niður í Vatnsmýri til að sækja sér menntun sambærilega þeirri sem víðar þekkist. Og um það hefur þjóðin sammælst, að öllum skuli tryggður aðgangur að menntun - kjósi þeir að mennta sig. Sú er líka raunin, fólk sækir í Háskóla Íslands og síðastliðna öld hefur þar skapast blómlegt menntasamfélag. Þeim sem gera sér grein fyrir mikilvægi menntunar, ætti að vera ljós sú ógn sem nú stafar að háskólasamfélaginu. Ítrekað hefur verið bent á afleiðingar þess fjársveltis sem viðgengist hefur síðustu ár. Þrátt fyrir háværar raddir innan og utan háskólans virðast stjórnvöld takmarkaðan áhuga hafa á áframhaldandi uppbyggingu menntakerfisins, þó uppbyggingin yrði samfélaginu öllu til heilla. Gott fólk er grunnur góðs samfélags. Því er ekki að undra að í hnattvæðingu 21. aldarinnar er samkeppnin um mannauð orðin meginatriði í hugum manna. Metnaðarfullt fólk leitar þangað sem það getur best aukið við og ræktað þekkingu sína. Ef fram fer sem horfir, hvað gæði náms í Háskóla Íslands varðar, er landflótti námsmanna óumflýjanlegur. Þessu hafa nágrannaþjóðir okkar á norðurlöndum áttað sig á, auk fjölmargra annarra þjóða, en í mörg ár hefur Ísland rekið lestina hvað fjárveitingu til hvers nemanda varðar. Ef háskólinn á að halda stöðu sinni og fá tækifæri til eflingar og árangurs er ljóst að stjórnvöld þurfa að taka menntamál föstum tökum. Brýn þörf er á bótum. Sú staðreynd er óásættanleg að árið 2014 spyrji stjórnvöld sig hvort vits sé þörf hér á landi. Hvort Ísland þurfi að státa af háskóla í fremstu röð. Í stefnu sinni hefur ríkisstjórnin lofað að grípa til aðgerða til bjargar þeirri hnignandi stofnun sem Háskóli Íslands er. Lítið bólar á björg þeirri og útlitið er slæmt. Undirrituðum þykir ólíklegt að efnisfólki detti í hug að hanga hugsunarlaust heima hjá sér. Vits er þörf, þeim er víða ratar. Þeir sem leita, finna. Mikilvægt er fyrir íslenskt samfélag að Háskóli Íslands hafi burði til að svala þorsta þeirra sem þekkingar leita. Ef halda á uppi samkeppnishæfum háskóla hér á landi er það stjórnvalda að standa við orð sín. Það er stjórnvalda að sjá til þess að komandi kynslóðum standi Háskóli Íslands til boða. Þær rati ekki of langt.Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun