Samstaða um LÍN Björn Már Ólafsson skrifar 13. október 2014 11:00 Lánasjóður íslenskra námsmanna gegnir mikilvægu hlutverki í samfélaginu sem við búum í. Jafnvægisvogin sem oft er nefnd LÍN í daglegu tali, sér til þess að allir þeir sem vilja sækja sér menntun, hafi möguleika til þess. Aðgengi þjóðarinnar að menntun er því í beinu samhengi við styrk sjóðsins og samstöðu um hlutverk hans. Félagslegi þátturinn er grunnstoð LÍN. Mikilvægi hans kom bersýnilega í ljós í fyrra þegar skera átti niður til LÍN og herða átti námsframvindukröfurnar úr 18 einingum á önn í 22. Við sem sátum í Stúdentaráði þá sáum ekki annan kost í stöðunni en að stefna ríkinu. Þegar á hólminn var komið reyndist breytingin ólögmæt og því gátu stúdentar andað léttar út það árið. Breytingarnar gengu þó í gegn árið eftir, gegn mótmælum okkar í Stúdentaráði. Margir stúdentar komu til okkar áður en málaferlin hófust og sögðu reynslusögur sínar af því hvernig sjóðurinn hafði gefið þeim möguleika sem þeir ættu annars ekki. Sumir þurftu að vinna með skóla, aðrir jafnvel einstæðir foreldrar sem áttu ekki kost á að vera í fullu námi, og með breytingunum á námsframvindukröfunum var hluta þessa fólks settur stóllinn fyrir dyrnar. Það var því auðvelt að koma auga á félagslegt mikilvægi sjóðsins, í því verkefni að koma fólki til menntunar og auka menntunarstig þjóðarinnar. Sjálfur er ég á lánum frá LÍN sem gera mér kleift að einbeita mér betur að náminu, komast að heiman og bera meiri ábyrgð á sjálfum mér. Að ná endum saman á námslánum getur þó reynst erfitt, enda er er lágmarksframfærsla LÍN 30 þúsund krónum undir atvinnuleysisbótum. Frítekjumark LÍN er svo 930 þúsund á meðan frítekjumark öryrkja er rúmlega 1,3 milljónir króna. Áhrifa LÍN gætir víðar en á félagslega þáttinn. Háskóli Íslands er í hópi 300 bestu háskóla heims samkvæmt lista Times Higher Education og augljóslega góður kostur fyrir áhugasama nemendur. Ísland er þó líka í samkeppni við önnur lönd og verður að standast samanburð þegar kemur að aðgengi að námi. Í löndum allt í kringum okkur eru einhvers konar félagsleg kerfi sem hjálpa fólki til menntunar, hvort sem það er gert í formi niðurgreiddra lána að einhverju leyti eða styrkja. Fjármunirnir sem fara í LÍN, sem sér um að hjálpa íslenskum nemendum, eru um 0,5% af þjóðarframleiðslu Íslendinga. Til samanburðar er hið danska lánasjóðs- og styrkjakerfi heil 0,8% af þjóðarframleiðslu. Munar þar um 5,4 milljörðum króna, svo við náum sama hlutfalli og Danir eru með. Það hlýtur því að vera stöðugt markmið okkar að efla LÍN og sjá til þess að íslenskir háskólar standist samanburð við erlenda háskóla, bæði hvað varðar aðgengi og gæði. Á Íslandi er styrkjakerfið fólgið í niðurgreiðslu á vöxtum. Sá styrkur er þó ekki gagnsær og í raun fá þeir mestu styrkina sem taka hæstu lánin. Í öðrum löndum, til dæmis í Noregi, eru styrkirnir veittir í formi eftirgjafar hluta lánsins ef námi er lokið á tilskyldum tíma. Þar er um að ræða mun hollari hvata í kerfinu heldur en við búum við hér. Lánasjóðurinn þarf að vera í stöðugri þróun og mikilvægt er að lög og reglur er varða sjóðinn verði endurskoðaðar reglulega, bæði hvað varðar lánsfjárhæðir sem ætlað er að stúdentar geti framfleytt sér á, og hvað varðar hvata í kerfinu sem skipta styrknum jafnar á milli lántakenda. Þannig verður hann þessi öflugi, félagslegi jöfnunarsjóður sem hann á að vera og gerir nám á Íslandi samkeppnishæft námi í öðrum löndum. Það er því almenn skynsemi að við eflum lánasjóðinn svo hann geti sinnt öllum hlutverkum sínum.Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Áfram í fremstu röð? 7. október 2014 07:00 Vits er þörf 11. október 2014 11:30 Falin skólagjöld Háskóla Íslands 12. október 2014 07:00 Hverju hefur Stúdentaráð áorkað? 8. október 2014 07:00 Úr faðmi fjalla blárra í kaldan faðm LÍN 10. október 2014 07:00 Ráðherra talar tungum tveim 9. október 2014 07:00 Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Lánasjóður íslenskra námsmanna gegnir mikilvægu hlutverki í samfélaginu sem við búum í. Jafnvægisvogin sem oft er nefnd LÍN í daglegu tali, sér til þess að allir þeir sem vilja sækja sér menntun, hafi möguleika til þess. Aðgengi þjóðarinnar að menntun er því í beinu samhengi við styrk sjóðsins og samstöðu um hlutverk hans. Félagslegi þátturinn er grunnstoð LÍN. Mikilvægi hans kom bersýnilega í ljós í fyrra þegar skera átti niður til LÍN og herða átti námsframvindukröfurnar úr 18 einingum á önn í 22. Við sem sátum í Stúdentaráði þá sáum ekki annan kost í stöðunni en að stefna ríkinu. Þegar á hólminn var komið reyndist breytingin ólögmæt og því gátu stúdentar andað léttar út það árið. Breytingarnar gengu þó í gegn árið eftir, gegn mótmælum okkar í Stúdentaráði. Margir stúdentar komu til okkar áður en málaferlin hófust og sögðu reynslusögur sínar af því hvernig sjóðurinn hafði gefið þeim möguleika sem þeir ættu annars ekki. Sumir þurftu að vinna með skóla, aðrir jafnvel einstæðir foreldrar sem áttu ekki kost á að vera í fullu námi, og með breytingunum á námsframvindukröfunum var hluta þessa fólks settur stóllinn fyrir dyrnar. Það var því auðvelt að koma auga á félagslegt mikilvægi sjóðsins, í því verkefni að koma fólki til menntunar og auka menntunarstig þjóðarinnar. Sjálfur er ég á lánum frá LÍN sem gera mér kleift að einbeita mér betur að náminu, komast að heiman og bera meiri ábyrgð á sjálfum mér. Að ná endum saman á námslánum getur þó reynst erfitt, enda er er lágmarksframfærsla LÍN 30 þúsund krónum undir atvinnuleysisbótum. Frítekjumark LÍN er svo 930 þúsund á meðan frítekjumark öryrkja er rúmlega 1,3 milljónir króna. Áhrifa LÍN gætir víðar en á félagslega þáttinn. Háskóli Íslands er í hópi 300 bestu háskóla heims samkvæmt lista Times Higher Education og augljóslega góður kostur fyrir áhugasama nemendur. Ísland er þó líka í samkeppni við önnur lönd og verður að standast samanburð þegar kemur að aðgengi að námi. Í löndum allt í kringum okkur eru einhvers konar félagsleg kerfi sem hjálpa fólki til menntunar, hvort sem það er gert í formi niðurgreiddra lána að einhverju leyti eða styrkja. Fjármunirnir sem fara í LÍN, sem sér um að hjálpa íslenskum nemendum, eru um 0,5% af þjóðarframleiðslu Íslendinga. Til samanburðar er hið danska lánasjóðs- og styrkjakerfi heil 0,8% af þjóðarframleiðslu. Munar þar um 5,4 milljörðum króna, svo við náum sama hlutfalli og Danir eru með. Það hlýtur því að vera stöðugt markmið okkar að efla LÍN og sjá til þess að íslenskir háskólar standist samanburð við erlenda háskóla, bæði hvað varðar aðgengi og gæði. Á Íslandi er styrkjakerfið fólgið í niðurgreiðslu á vöxtum. Sá styrkur er þó ekki gagnsær og í raun fá þeir mestu styrkina sem taka hæstu lánin. Í öðrum löndum, til dæmis í Noregi, eru styrkirnir veittir í formi eftirgjafar hluta lánsins ef námi er lokið á tilskyldum tíma. Þar er um að ræða mun hollari hvata í kerfinu heldur en við búum við hér. Lánasjóðurinn þarf að vera í stöðugri þróun og mikilvægt er að lög og reglur er varða sjóðinn verði endurskoðaðar reglulega, bæði hvað varðar lánsfjárhæðir sem ætlað er að stúdentar geti framfleytt sér á, og hvað varðar hvata í kerfinu sem skipta styrknum jafnar á milli lántakenda. Þannig verður hann þessi öflugi, félagslegi jöfnunarsjóður sem hann á að vera og gerir nám á Íslandi samkeppnishæft námi í öðrum löndum. Það er því almenn skynsemi að við eflum lánasjóðinn svo hann geti sinnt öllum hlutverkum sínum.Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar