Óvíst hvort Ágústa Eva verði Lína næstu helgi - fleiri sýningum af leikritinu ekki aflýst Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 15. október 2014 10:45 Óvíst er hvort leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir geti leikið sterkustu stelpu í heimi, sjálfa Línu Langsokk, í Borgarleikhúsinu næstu helgi. Aflýsa þurfti sýningum síðustu helgi vegna þess að Ágústa Eva fékk vírus í raddböndin og missti röddina. Að sögn Alexíu Bjargar Jóhannesdóttur, kynningarfulltrúa Borgarleikhússins, verður fleiri sýningum ekki aflýst en næstu helgi er Lína sýnd fjórum sinnum. „Það er strax byrjað að æfa nýja leikkonu sem er til taks ef ske kynni að Ágústa Eva yrði ekki nógu góð næstu helgi,“ segir Alexía en það er leikkonan Þórunn Arna Kristjánsdóttir sem æfir nú hlutverk Línu. Þórunn Arna útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2010 og hefur meðal annars leikið í Ballinu á Bessastöðum, Dýrunum í Hálsaskógi, Macbeth og Vesalingunum. Þeir sem áttu miða á sýningarnar sem var aflýst síðustu helgi fá miða á Línu í byrjun nóvember og verður gert vel við þá sem þurftu frá að hverfa. „Það er kannski ágætt fyrir börn og foreldra að sjá að meira að segja sterkasta stelpa í heimi getur orðið veik,“ segir Alexía á léttum nótum og bætir við að heilt teymi, sem inniheldur til dæmis lækni, raddþjálfa og raddbandasérfræðing, aðstoði nú Ágústu Evu í þeirri von að hún nái sér fyrir næstu helgi. „Við viljum vera viðbúin öllu en við ætlum að leyfa vikunni að líða og sjá hvernig röddin fer með hana. Ef læknir segir að röddin hennar sé ekki tilbúin í lok vikunnar þá falla allavega ekki niður sýningar,“ segir Alexía. Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Sjá meira
Óvíst er hvort leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir geti leikið sterkustu stelpu í heimi, sjálfa Línu Langsokk, í Borgarleikhúsinu næstu helgi. Aflýsa þurfti sýningum síðustu helgi vegna þess að Ágústa Eva fékk vírus í raddböndin og missti röddina. Að sögn Alexíu Bjargar Jóhannesdóttur, kynningarfulltrúa Borgarleikhússins, verður fleiri sýningum ekki aflýst en næstu helgi er Lína sýnd fjórum sinnum. „Það er strax byrjað að æfa nýja leikkonu sem er til taks ef ske kynni að Ágústa Eva yrði ekki nógu góð næstu helgi,“ segir Alexía en það er leikkonan Þórunn Arna Kristjánsdóttir sem æfir nú hlutverk Línu. Þórunn Arna útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2010 og hefur meðal annars leikið í Ballinu á Bessastöðum, Dýrunum í Hálsaskógi, Macbeth og Vesalingunum. Þeir sem áttu miða á sýningarnar sem var aflýst síðustu helgi fá miða á Línu í byrjun nóvember og verður gert vel við þá sem þurftu frá að hverfa. „Það er kannski ágætt fyrir börn og foreldra að sjá að meira að segja sterkasta stelpa í heimi getur orðið veik,“ segir Alexía á léttum nótum og bætir við að heilt teymi, sem inniheldur til dæmis lækni, raddþjálfa og raddbandasérfræðing, aðstoði nú Ágústu Evu í þeirri von að hún nái sér fyrir næstu helgi. „Við viljum vera viðbúin öllu en við ætlum að leyfa vikunni að líða og sjá hvernig röddin fer með hana. Ef læknir segir að röddin hennar sé ekki tilbúin í lok vikunnar þá falla allavega ekki niður sýningar,“ segir Alexía.
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Sjá meira