Óvíst hvort Ágústa Eva verði Lína næstu helgi - fleiri sýningum af leikritinu ekki aflýst Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 15. október 2014 10:45 Óvíst er hvort leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir geti leikið sterkustu stelpu í heimi, sjálfa Línu Langsokk, í Borgarleikhúsinu næstu helgi. Aflýsa þurfti sýningum síðustu helgi vegna þess að Ágústa Eva fékk vírus í raddböndin og missti röddina. Að sögn Alexíu Bjargar Jóhannesdóttur, kynningarfulltrúa Borgarleikhússins, verður fleiri sýningum ekki aflýst en næstu helgi er Lína sýnd fjórum sinnum. „Það er strax byrjað að æfa nýja leikkonu sem er til taks ef ske kynni að Ágústa Eva yrði ekki nógu góð næstu helgi,“ segir Alexía en það er leikkonan Þórunn Arna Kristjánsdóttir sem æfir nú hlutverk Línu. Þórunn Arna útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2010 og hefur meðal annars leikið í Ballinu á Bessastöðum, Dýrunum í Hálsaskógi, Macbeth og Vesalingunum. Þeir sem áttu miða á sýningarnar sem var aflýst síðustu helgi fá miða á Línu í byrjun nóvember og verður gert vel við þá sem þurftu frá að hverfa. „Það er kannski ágætt fyrir börn og foreldra að sjá að meira að segja sterkasta stelpa í heimi getur orðið veik,“ segir Alexía á léttum nótum og bætir við að heilt teymi, sem inniheldur til dæmis lækni, raddþjálfa og raddbandasérfræðing, aðstoði nú Ágústu Evu í þeirri von að hún nái sér fyrir næstu helgi. „Við viljum vera viðbúin öllu en við ætlum að leyfa vikunni að líða og sjá hvernig röddin fer með hana. Ef læknir segir að röddin hennar sé ekki tilbúin í lok vikunnar þá falla allavega ekki niður sýningar,“ segir Alexía. Mest lesið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira
Óvíst er hvort leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir geti leikið sterkustu stelpu í heimi, sjálfa Línu Langsokk, í Borgarleikhúsinu næstu helgi. Aflýsa þurfti sýningum síðustu helgi vegna þess að Ágústa Eva fékk vírus í raddböndin og missti röddina. Að sögn Alexíu Bjargar Jóhannesdóttur, kynningarfulltrúa Borgarleikhússins, verður fleiri sýningum ekki aflýst en næstu helgi er Lína sýnd fjórum sinnum. „Það er strax byrjað að æfa nýja leikkonu sem er til taks ef ske kynni að Ágústa Eva yrði ekki nógu góð næstu helgi,“ segir Alexía en það er leikkonan Þórunn Arna Kristjánsdóttir sem æfir nú hlutverk Línu. Þórunn Arna útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2010 og hefur meðal annars leikið í Ballinu á Bessastöðum, Dýrunum í Hálsaskógi, Macbeth og Vesalingunum. Þeir sem áttu miða á sýningarnar sem var aflýst síðustu helgi fá miða á Línu í byrjun nóvember og verður gert vel við þá sem þurftu frá að hverfa. „Það er kannski ágætt fyrir börn og foreldra að sjá að meira að segja sterkasta stelpa í heimi getur orðið veik,“ segir Alexía á léttum nótum og bætir við að heilt teymi, sem inniheldur til dæmis lækni, raddþjálfa og raddbandasérfræðing, aðstoði nú Ágústu Evu í þeirri von að hún nái sér fyrir næstu helgi. „Við viljum vera viðbúin öllu en við ætlum að leyfa vikunni að líða og sjá hvernig röddin fer með hana. Ef læknir segir að röddin hennar sé ekki tilbúin í lok vikunnar þá falla allavega ekki niður sýningar,“ segir Alexía.
Mest lesið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira