Segir Dorrit undir greinilegum áhrifum hip-hop menningarinnar Kjartan Atli Kjartansson skrifar 17. október 2014 15:28 Hér má sjá handabandið, sem Sesar A segir vera skírskotun í bandaríska rappmenningu. Handaband Dorritar Moussaieff og Völu Matthíasdóttur í þættinum Heilsugengið sem var á dagskrá Stöðvar 2 í gær vakti nokkra athygli. Dorrit og Vala Matt tókust í hendur undir lok innslags sem fjallaði um að forsetafrúin og Solla Eiríksdóttir bjuggu til ljúffengar Maki rúllur. Handabandið má sjá í myndbandinu hér að neðan, en Dorrit tekur í hönd Völu Matt eftir nákvæmlega fjórar mínútur. Handabandið var óvenjulegt og ákvað blaðamaður Vísis að fá einn af frumkvöðlum íslenskrar rapptónlistar, Sesar A, til að greina handabandið út frá fræðum hip-hop menningarinnar. Hann segir handabandið greinilega skírskotun í bandaríska götumenningu: „Hér bregður fyrir handabandi sem hefur beina skírskotun til kveðju í götu menningu, sem á uppruna sinn í fátækrahverfi Suður Bronx, sem tilheyrir borginni Nýju Jórvík. Um er að ræða „einföldu" útgáfuna af því sem er þekkt sem "hip-hop handaband“. Útgáfurnar eru afbrigði af tilbrigðum við hversdagslegri kveðju vesturlandabúa, gefin með hægri hendi, og fara tilþrif við handabandið eftir hversu tengdir viðkomandi aðilar eru og hversu oft þeir heilsast,“ útskýrir Sesar. Sesar A er einn af frumkvöðlum íslenskrar hip-hop menningar.„Hér heima á Fróni birtist þetta fyrst í kveðju sem almennt er þekkt sem athöfnin að „gefa fimmu" (þekkt sem „give me five" hjá blökkumönnum og rómansk amerískum íbúum Bandaríkjanna). Leiða má líkur að því að þessi hefð hafi borist hingað til lands með körfuknattleik og bandarískum kvikmyndum, sem sýndu samskipti tengd íþróttinni.“ Sesar útskýrir svo fleiri afbrigði kveðja að hip-hop sið: „Nú síðast, fyrir rúmum hálfum áratug, fór að gæta hjá yngri kynslóðum svipuð kveðja svokölluð „klesst'ann fyrir vestan" þar sem félagar heilsast með því slá létt saman laus kreftum hnefum. Það má því leiða líkur að því að forsetafrúin sé hér í takt við þróun handabanda, undir greinilegum áhrifum hipp hopp menningar, sem telst mjög jákvæð þróun. Glöggt má sjá á glaðværum viðbrögðum Völu Matt að hún kann að meta þessa þróun og verður gaman að sjá hvernig þær stöllur þróa sitt „hip-hop handaband“.“ Sesar A gaf út plötuna Stormurinn á undan logninu árið 2001 og var hún fyrsta platan sem gefin var út á íslensku. Fyrirtækið Boris Audio gaf plötuna út. Þegar blaðamaður tók tal af rapparanum var hann á leið á Grundafjörð. Hann mun leika þar fyrir dansi í kvöld sem hluti af opnunarkvöldi kvikmyndahátíðarinnar Northern Wave. Sesar A stendur ennfremur fyrir keppninni Rappþulunni. Keppnin er fyrir þátttakendur 16 ára og eldri, og verður haldin í annað sinn í ungmennahúsinu Molanum í gamla miðbæ Kópvogs (staðsett á móti tónleikahöllinni Salnum). Keppnin er haldin þann 21. nóvember og er skráning hafin á heimasíðu Molans.Gott handshake hjá Dorrit og Völu Matt pic.twitter.com/uogiJVcz4z— Magnús B. Magnússon (@magnusberg) October 17, 2014 Tengdar fréttir Gaf forsetanum rappplötu Rapparinn Sesar A kom færandi hendi á Bessastaði og gaf Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, eintak af fyrstu rappplötunni sem gefin var út á íslensku, Stormurinn á eftir logninu. 12. nóvember 2013 09:03 Ekki of seint að byrja Hnefaleikafélag Kópavogs og VBC bjóða til hátíðar í nýju húsnæði um helgina. 21. desember 2013 08:00 Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira
Handaband Dorritar Moussaieff og Völu Matthíasdóttur í þættinum Heilsugengið sem var á dagskrá Stöðvar 2 í gær vakti nokkra athygli. Dorrit og Vala Matt tókust í hendur undir lok innslags sem fjallaði um að forsetafrúin og Solla Eiríksdóttir bjuggu til ljúffengar Maki rúllur. Handabandið má sjá í myndbandinu hér að neðan, en Dorrit tekur í hönd Völu Matt eftir nákvæmlega fjórar mínútur. Handabandið var óvenjulegt og ákvað blaðamaður Vísis að fá einn af frumkvöðlum íslenskrar rapptónlistar, Sesar A, til að greina handabandið út frá fræðum hip-hop menningarinnar. Hann segir handabandið greinilega skírskotun í bandaríska götumenningu: „Hér bregður fyrir handabandi sem hefur beina skírskotun til kveðju í götu menningu, sem á uppruna sinn í fátækrahverfi Suður Bronx, sem tilheyrir borginni Nýju Jórvík. Um er að ræða „einföldu" útgáfuna af því sem er þekkt sem "hip-hop handaband“. Útgáfurnar eru afbrigði af tilbrigðum við hversdagslegri kveðju vesturlandabúa, gefin með hægri hendi, og fara tilþrif við handabandið eftir hversu tengdir viðkomandi aðilar eru og hversu oft þeir heilsast,“ útskýrir Sesar. Sesar A er einn af frumkvöðlum íslenskrar hip-hop menningar.„Hér heima á Fróni birtist þetta fyrst í kveðju sem almennt er þekkt sem athöfnin að „gefa fimmu" (þekkt sem „give me five" hjá blökkumönnum og rómansk amerískum íbúum Bandaríkjanna). Leiða má líkur að því að þessi hefð hafi borist hingað til lands með körfuknattleik og bandarískum kvikmyndum, sem sýndu samskipti tengd íþróttinni.“ Sesar útskýrir svo fleiri afbrigði kveðja að hip-hop sið: „Nú síðast, fyrir rúmum hálfum áratug, fór að gæta hjá yngri kynslóðum svipuð kveðja svokölluð „klesst'ann fyrir vestan" þar sem félagar heilsast með því slá létt saman laus kreftum hnefum. Það má því leiða líkur að því að forsetafrúin sé hér í takt við þróun handabanda, undir greinilegum áhrifum hipp hopp menningar, sem telst mjög jákvæð þróun. Glöggt má sjá á glaðværum viðbrögðum Völu Matt að hún kann að meta þessa þróun og verður gaman að sjá hvernig þær stöllur þróa sitt „hip-hop handaband“.“ Sesar A gaf út plötuna Stormurinn á undan logninu árið 2001 og var hún fyrsta platan sem gefin var út á íslensku. Fyrirtækið Boris Audio gaf plötuna út. Þegar blaðamaður tók tal af rapparanum var hann á leið á Grundafjörð. Hann mun leika þar fyrir dansi í kvöld sem hluti af opnunarkvöldi kvikmyndahátíðarinnar Northern Wave. Sesar A stendur ennfremur fyrir keppninni Rappþulunni. Keppnin er fyrir þátttakendur 16 ára og eldri, og verður haldin í annað sinn í ungmennahúsinu Molanum í gamla miðbæ Kópvogs (staðsett á móti tónleikahöllinni Salnum). Keppnin er haldin þann 21. nóvember og er skráning hafin á heimasíðu Molans.Gott handshake hjá Dorrit og Völu Matt pic.twitter.com/uogiJVcz4z— Magnús B. Magnússon (@magnusberg) October 17, 2014
Tengdar fréttir Gaf forsetanum rappplötu Rapparinn Sesar A kom færandi hendi á Bessastaði og gaf Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, eintak af fyrstu rappplötunni sem gefin var út á íslensku, Stormurinn á eftir logninu. 12. nóvember 2013 09:03 Ekki of seint að byrja Hnefaleikafélag Kópavogs og VBC bjóða til hátíðar í nýju húsnæði um helgina. 21. desember 2013 08:00 Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira
Gaf forsetanum rappplötu Rapparinn Sesar A kom færandi hendi á Bessastaði og gaf Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, eintak af fyrstu rappplötunni sem gefin var út á íslensku, Stormurinn á eftir logninu. 12. nóvember 2013 09:03
Ekki of seint að byrja Hnefaleikafélag Kópavogs og VBC bjóða til hátíðar í nýju húsnæði um helgina. 21. desember 2013 08:00