"Hann kom grátandi heim og reif plakat með mynd af mér í búta“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 1. október 2014 14:30 Einar og Hjalti. mynd/úr einkasafni „Ég var með sýningu í gær á Húsavík og það var alveg troðfullt. Flotti strákurinn á myndinni heitir Hjalti og hann langaði að koma á sýninguna en það var uppselt. Hann kom grátandi heim og reif plakat með mynd af mér í búta. Mamma hans sendi mér skilaboð á Facebook og lét mig vita af þessu,“ segir töframaðurinn Einar Mikael. „Mér leið rosalega illa þegar ég las skilaboðin og tíu mínútum eftir að ég las þau var ég mættur heim til hans. Ég lét mömmu hans ekki vita heldur kom honum á óvart og leyfði honum að halda á fuglunum Snúllu og Sóley. Síðan gaf ég honum áritað galdrasett og bók,“ bætir töframaðurinn við. Hjalti fær líka miða á sýningu Einars í Háskólabíói í október. „Hann fær miða á frumsýningu Sýningar aldarinnar í Háskólabíói á fremsta bekk. Hann fær einnig flugmiða fyrir sig og mömmu sína suður. Það er gulltryggt.“ Einar Mikael segist stundum fá skilaboð í svipuðum dúr. „Það kemur alltaf eitt og eitt en þessi skilaboð voru sérstök. Þetta var rosalega falleg stund sem við áttum saman og mamma hans sagði mér að ég væri kominn í guðatölu hjá Hjalta,“ segir töframaðurinn. Sjónvarpsþáttur Einars Mikaels, Töfrahetjurnar, var frumsýndur síðasta föstudag á Stöð 2 og er töframaðurinn hæstánægður með viðtökurnar. „Það rignir yfir mig hamingjuóskum og allir skemmtu sér konunglega. Það var hörkumikið ævintýri í sumar að taka upp þættina og ég er mjög stoltur af þeim. Ég held að þeir eigi eftir að lifa lengi enda er þetta eitthvað fallegt sem allir geta haft gaman að.“ Einar Mikael skemmtir á Dalvík í kvöld og er með stóra töfrasýningu í Sjallanum á Akureyri. Rúsínan í pylsuendanum er síðan Sýning aldarinnar, gríðarstór töfrasýning í Háskólabíói þann 23. og 26. október. En hvenær fær töframaðurinn næst frí? „Eftir sjö ár,“ segir hann og hlær. „Ég er samt ekki að grínast með það. Eftir sjö ár verð ég búinn að ná markmiðum mínum.“ Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Dansinn dunaði á Menningarnótt Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fleiri fréttir Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Sjá meira
„Ég var með sýningu í gær á Húsavík og það var alveg troðfullt. Flotti strákurinn á myndinni heitir Hjalti og hann langaði að koma á sýninguna en það var uppselt. Hann kom grátandi heim og reif plakat með mynd af mér í búta. Mamma hans sendi mér skilaboð á Facebook og lét mig vita af þessu,“ segir töframaðurinn Einar Mikael. „Mér leið rosalega illa þegar ég las skilaboðin og tíu mínútum eftir að ég las þau var ég mættur heim til hans. Ég lét mömmu hans ekki vita heldur kom honum á óvart og leyfði honum að halda á fuglunum Snúllu og Sóley. Síðan gaf ég honum áritað galdrasett og bók,“ bætir töframaðurinn við. Hjalti fær líka miða á sýningu Einars í Háskólabíói í október. „Hann fær miða á frumsýningu Sýningar aldarinnar í Háskólabíói á fremsta bekk. Hann fær einnig flugmiða fyrir sig og mömmu sína suður. Það er gulltryggt.“ Einar Mikael segist stundum fá skilaboð í svipuðum dúr. „Það kemur alltaf eitt og eitt en þessi skilaboð voru sérstök. Þetta var rosalega falleg stund sem við áttum saman og mamma hans sagði mér að ég væri kominn í guðatölu hjá Hjalta,“ segir töframaðurinn. Sjónvarpsþáttur Einars Mikaels, Töfrahetjurnar, var frumsýndur síðasta föstudag á Stöð 2 og er töframaðurinn hæstánægður með viðtökurnar. „Það rignir yfir mig hamingjuóskum og allir skemmtu sér konunglega. Það var hörkumikið ævintýri í sumar að taka upp þættina og ég er mjög stoltur af þeim. Ég held að þeir eigi eftir að lifa lengi enda er þetta eitthvað fallegt sem allir geta haft gaman að.“ Einar Mikael skemmtir á Dalvík í kvöld og er með stóra töfrasýningu í Sjallanum á Akureyri. Rúsínan í pylsuendanum er síðan Sýning aldarinnar, gríðarstór töfrasýning í Háskólabíói þann 23. og 26. október. En hvenær fær töframaðurinn næst frí? „Eftir sjö ár,“ segir hann og hlær. „Ég er samt ekki að grínast með það. Eftir sjö ár verð ég búinn að ná markmiðum mínum.“
Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Dansinn dunaði á Menningarnótt Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fleiri fréttir Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Sjá meira