Gáfu þjóninum tólf þúsund krónur þó þjónustan væri glötuð Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 1. október 2014 17:00 Hjónin Makenzie og Steven Schultz fögnuðu sex ára brúðkaupsafmæli sínu á sushi-staðnum Kazoku í Ceda Rapids í Iowa í Bandaríkjunum fyrir stuttu. Þau gáfu þjóninum sínum hundrað dollara í þjórfé, rétt rúmlega tólf þúsund krónur, þó þjónustan væri glötuð. Þau útskýra af hverju þau gerðu þetta í Facebook-færslu sem hefur farið á flug á samfélagsmiðlinum. „Svona standa málin. Þjónustan í kvöld var glötuð,“ skrifar Makenzie við mynd af kvittuninni af veitingastaðnum. „Við biðum í tuttugu mínútur eftir vatni, fjörutíu mínútur eftir forréttum og í rúmlega klukkustund eftir aðaléttunum. Fólk allt í kringum okkur gerði grín að veitingastaðnum og að því hve slæm þjónustan væri. Já, hún var frekar hræðileg,“ skrifar hún og bætir við að það hafi ekki verið þjóninum að kenna.Kvittunin góða.„Það var augljóst að vandamálið var að það var ekki nóg af starfsfólki að vinna. Þjónninn hljóp eins og óður maður um staðinn en var aldrei pirraður. Á einum tímapunkti taldi ég að hann þjónaði tólf borðum og barnum. Meira en ein manneskja getur gert! Er ég sat þarna og horfði á hann hlaupa fram og til baka og biðjast afsökunar á biðinni sagði ég við Steven: „Vá, við vorum einu sinni svona.“ Að þjóna til borðs. Ég sakna þess ekki og ég elskaði aldrei starfið. Ég vann það vegna þjórfésins.“ Þau hjónin ákváðu að gera vel við greyið þjóninn. „Steven og ég vorum sammála um að það væri gaman að bjarga kvöldi náungans því hann myndi fá lítið sem ekkert þjórfé vegna slæmrar þjónustu,“ skrifar Makenzie en þau hjónin gáfu honum, eins og fyrr segir, rúmlega tólf þúsund krónur í þjórfé. Rúmlega ein og hálf milljón manna hefur líkað við myndina af kvittuninni og rúmlega tvö hundruð þúsund manns hafa deilt henni á Facebook. Post by Makenzie Schultz. Mest lesið Hulk Hogan er látinn Lífið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið Hin fullkomna vatnsdeigsbolla - Uppskrift Matur Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp Tíska og hönnun Rene Kirby er látinn Lífið Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Lífið Fleiri fréttir Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Sjá meira
Hjónin Makenzie og Steven Schultz fögnuðu sex ára brúðkaupsafmæli sínu á sushi-staðnum Kazoku í Ceda Rapids í Iowa í Bandaríkjunum fyrir stuttu. Þau gáfu þjóninum sínum hundrað dollara í þjórfé, rétt rúmlega tólf þúsund krónur, þó þjónustan væri glötuð. Þau útskýra af hverju þau gerðu þetta í Facebook-færslu sem hefur farið á flug á samfélagsmiðlinum. „Svona standa málin. Þjónustan í kvöld var glötuð,“ skrifar Makenzie við mynd af kvittuninni af veitingastaðnum. „Við biðum í tuttugu mínútur eftir vatni, fjörutíu mínútur eftir forréttum og í rúmlega klukkustund eftir aðaléttunum. Fólk allt í kringum okkur gerði grín að veitingastaðnum og að því hve slæm þjónustan væri. Já, hún var frekar hræðileg,“ skrifar hún og bætir við að það hafi ekki verið þjóninum að kenna.Kvittunin góða.„Það var augljóst að vandamálið var að það var ekki nóg af starfsfólki að vinna. Þjónninn hljóp eins og óður maður um staðinn en var aldrei pirraður. Á einum tímapunkti taldi ég að hann þjónaði tólf borðum og barnum. Meira en ein manneskja getur gert! Er ég sat þarna og horfði á hann hlaupa fram og til baka og biðjast afsökunar á biðinni sagði ég við Steven: „Vá, við vorum einu sinni svona.“ Að þjóna til borðs. Ég sakna þess ekki og ég elskaði aldrei starfið. Ég vann það vegna þjórfésins.“ Þau hjónin ákváðu að gera vel við greyið þjóninn. „Steven og ég vorum sammála um að það væri gaman að bjarga kvöldi náungans því hann myndi fá lítið sem ekkert þjórfé vegna slæmrar þjónustu,“ skrifar Makenzie en þau hjónin gáfu honum, eins og fyrr segir, rúmlega tólf þúsund krónur í þjórfé. Rúmlega ein og hálf milljón manna hefur líkað við myndina af kvittuninni og rúmlega tvö hundruð þúsund manns hafa deilt henni á Facebook. Post by Makenzie Schultz.
Mest lesið Hulk Hogan er látinn Lífið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið Hin fullkomna vatnsdeigsbolla - Uppskrift Matur Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp Tíska og hönnun Rene Kirby er látinn Lífið Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Lífið Fleiri fréttir Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“