„Ég er með milljón dollara andlit“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. október 2014 11:12 Lúðvík Jónasson starfar í auglýsingageiranum. „Það er auðvitað Fiskikóngurinn sjálfur sem stendur á bak við þetta. Svo hefur konan tekið einhvern þátt í þessu. Einhvers staðar fékk kóngurinn myndina,“ segir afmælisbarnið Lúðvík Jónasson sem fagnar fjörutíu ára afmæli sínu í dag. Þegar kappinn fletti Fréttablaðinu í morgun blasti við honum stærðarinnar mynd af honum sjálfum. Um auglýsingu er að ræða þar sem Lúðvík, oftast kallaður Lúlli, liggur ber að ofan undir fyrirsögninni „Million Dollar Face“. Við hlið myndarinnar eru svo lesendur Fréttablaðsins beðnir um að dæma hver fyrir sig. Fyrirsögnin á auglýsingu er vísun í það þegar Lúlli var einn viðmælanda Sindra Sindrasonar á förnum vegi í þættinum Íslandi í dag. Umfjöllunarefnið var ný stefnumótasíða sem komin var í loftið. Var fólk spurt að því hvort það gæti hugsað sér að nýta sér slíka þjónustu. Stóð ekki á svörum hjá Lúlla: „Kóngur Íslands þarf ekki svoleiðis. Million-dollara andlit.“ Atriðið má sjá eftir tæpar þrjár mínútur í spilaranum hér að neðan. „Ég vissi að eitthvað myndi gerast í dag en kannski ekki nákvæmlega þetta. Ég átti frekar von á einhverjum hrekk í kvöld,“ segir Lúlli sem spilaði knattspyrnu á árum áður með Breiðabliki, Víði, Val, Þrótti, ÍBV og Stjörnunni úr Garðabæ. Aðspurður hvernig best sé að titla hann segir Lúðvík: „Konungurinn af Mónakó“. Í auglýsingu sem birtist á Vísi í dag er Lúlli óskað til hamingju með afmælið. „Óskum Milljóndollara andlitinu í Monaco til hamingju með daginn.“ Aðspurður hver tengingin við Mónakó sé segir Lúlli að Mónakó sé einfaldlega annað nafn á Garðabæinn sem hann elskar af lífi og sál enda uppalinn þar. Auglýsingin sem birtist á Vísi í dag. Maður er eins og gott rauðvín Eins og áður segir telur Lúlli Fiskikónginn við Sogaveg standa á bak við hrekkinn í teymi við konu sína. Hins vegar segir hann marka hafa velt því fyrir sér hvort hann hafi ekki hreinlega gert þetta sjálfur. „Flest allir halda það. Telja mig mjög athyglissjúkan einstakling,“ segir Lúlli. Aðspurður hvort eitthvað sé til í orðum fólksins segir hann: „Það er því miður ekki þannig.“ Lúlli ætlar að halda veislu í kvöld í tilefni dagsins þangað sem konungbornu fólki verður boðið. Hann hefur ekki áhyggjur af því að aldurinn sé að færast yfir. „Maður er eins og gott rauðvín. Maður verður bara fallegri og betri með hverju árinu sem líður. Bestu fjörutíu árin eru eftir,“ segir hann. „Ég er með milljón dollara andlit,“ segir Lúlli og segist vera „gott sign“ fyrir kvenþjóðina. „Það er verst fyrir stelpurnar að ég er giftur.“ Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira
„Það er auðvitað Fiskikóngurinn sjálfur sem stendur á bak við þetta. Svo hefur konan tekið einhvern þátt í þessu. Einhvers staðar fékk kóngurinn myndina,“ segir afmælisbarnið Lúðvík Jónasson sem fagnar fjörutíu ára afmæli sínu í dag. Þegar kappinn fletti Fréttablaðinu í morgun blasti við honum stærðarinnar mynd af honum sjálfum. Um auglýsingu er að ræða þar sem Lúðvík, oftast kallaður Lúlli, liggur ber að ofan undir fyrirsögninni „Million Dollar Face“. Við hlið myndarinnar eru svo lesendur Fréttablaðsins beðnir um að dæma hver fyrir sig. Fyrirsögnin á auglýsingu er vísun í það þegar Lúlli var einn viðmælanda Sindra Sindrasonar á förnum vegi í þættinum Íslandi í dag. Umfjöllunarefnið var ný stefnumótasíða sem komin var í loftið. Var fólk spurt að því hvort það gæti hugsað sér að nýta sér slíka þjónustu. Stóð ekki á svörum hjá Lúlla: „Kóngur Íslands þarf ekki svoleiðis. Million-dollara andlit.“ Atriðið má sjá eftir tæpar þrjár mínútur í spilaranum hér að neðan. „Ég vissi að eitthvað myndi gerast í dag en kannski ekki nákvæmlega þetta. Ég átti frekar von á einhverjum hrekk í kvöld,“ segir Lúlli sem spilaði knattspyrnu á árum áður með Breiðabliki, Víði, Val, Þrótti, ÍBV og Stjörnunni úr Garðabæ. Aðspurður hvernig best sé að titla hann segir Lúðvík: „Konungurinn af Mónakó“. Í auglýsingu sem birtist á Vísi í dag er Lúlli óskað til hamingju með afmælið. „Óskum Milljóndollara andlitinu í Monaco til hamingju með daginn.“ Aðspurður hver tengingin við Mónakó sé segir Lúlli að Mónakó sé einfaldlega annað nafn á Garðabæinn sem hann elskar af lífi og sál enda uppalinn þar. Auglýsingin sem birtist á Vísi í dag. Maður er eins og gott rauðvín Eins og áður segir telur Lúlli Fiskikónginn við Sogaveg standa á bak við hrekkinn í teymi við konu sína. Hins vegar segir hann marka hafa velt því fyrir sér hvort hann hafi ekki hreinlega gert þetta sjálfur. „Flest allir halda það. Telja mig mjög athyglissjúkan einstakling,“ segir Lúlli. Aðspurður hvort eitthvað sé til í orðum fólksins segir hann: „Það er því miður ekki þannig.“ Lúlli ætlar að halda veislu í kvöld í tilefni dagsins þangað sem konungbornu fólki verður boðið. Hann hefur ekki áhyggjur af því að aldurinn sé að færast yfir. „Maður er eins og gott rauðvín. Maður verður bara fallegri og betri með hverju árinu sem líður. Bestu fjörutíu árin eru eftir,“ segir hann. „Ég er með milljón dollara andlit,“ segir Lúlli og segist vera „gott sign“ fyrir kvenþjóðina. „Það er verst fyrir stelpurnar að ég er giftur.“
Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira