Enski boltinn

Ferguson: Rétt hjá Van Gaal að stokka upp spilin strax

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sir Alex Ferguson og Louis van Gaal áttust nokkrum sinnum við áður en Ferguson lét af störfum hjá Man. United.
Sir Alex Ferguson og Louis van Gaal áttust nokkrum sinnum við áður en Ferguson lét af störfum hjá Man. United. vísir/getty
Sir Alex Ferguson, sigursælasti knattspyrnustjóri Manchester United og Bretlands frá upphafi, segir núverandi stjóra liðsins, Louis van Gaal, hafa gert rétt með að endurbyggja liðið strax og gera það að sínu.

Hollendingurinn var með veskið á lofti í sumar og eyddi 150 milljónum punda í sex leikmenn í , þar af borgaði United hæsta verð í sögu enska boltans þegar það fékk Ángel di María til sín fyrir 59,7 milljónir punda frá Real Madrid.

Uppaldir strákar á borð við DannyWelbeck og TomCleverley voru sendir sendir burt og þá fóru þrír aðrir leikmenn úr einni bestu varnarlínu sem sést hefur í ensku úrvalsdeildinni; NemanjaVidic, Rio Ferdinand og PatriceEvra.

David Moyes var ekki jafnöflugur á leikmannamarkaðnum í fyrra, en hann fékk aðeins til sín Belgann MarouaneFellaini og í byrjun árs borgaði United fúlgur fjár fyrir Spánverjann Juan Mata sem kom frá Chelsea. Eins og allir vita gengu hlutirnir ekki upp hjá Moyes.

MUTV frumsýnir á mánudagskvöldið heimildamyndina „Sir Alex: Life after management“, en brot úr henni hafa birst á vefsíðu Daily Telegraph. Þar ræðir Ferguson meðal annars um stefnu Van Gaal og hversu ánægður hann sé með hana.

„Louis van Gaal gerði margar breytingar og þegar ég hugsa um þetta þá gerði hann rétt með að stokka upp spilin og byggja sitt eigið lið. Hann hefur reynsluna og hæfileikana til að gera þetta. Mér finnst algjör snilld hvernig hann hefur nálgast verkefnið,“ segir Sir Alex Ferguson.


Tengdar fréttir

Þjálfari Argentínu: Di María var kjarakaup

Gerardo Martino þjálfari argentínska landsliðsins í fótbolta segir enska úrvalsdeildarliðið Manchester United hafa gert kostakaup þegar liðið keypti Ángel di María frá Real Madrid fyrir tæplega 60 milljónir punda.

Di Maria nýtur hörkunnar í enska boltanum

Argentínski sóknartengiliðurinn Angel di Maria hjá enska úrvalsdeildarliðinu Manchester United segist njóta hörkunnar og hraðans í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×