Í fyrsta þættinum er tekið hús á leikkonunni og söngkonunni Eddu Magnason í Stokkhólmi sem var kjörin besta leikkona Svía fyrir stjörnuleik sinni í kvikmyndinni Monika Z sem farið hefur sigurför um heiminn.
Edda er hálf íslensk og vann í fiski fyrir austan þegar hún átti heima á Íslandi.
Í þættinum er Eddu fylgt eftir þar ytra og farið á tónleika, sem hún hélt í miðborg Stokkhólms þar sem voru mættir þúsundir áhorfenda og mikill fjöldi Íslendinga á staðnum.
Frábær þáttur um frábæra konu sem er að slá í gegn úti í hinum stóra heimi.







