Handbolti

HSÍ kærir til dómstóls IHF

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Hassan Moustafa, forseti IHF mun hitta forráðamenn HSÍ í dómsalnum.
Hassan Moustafa, forseti IHF mun hitta forráðamenn HSÍ í dómsalnum. Vísir/Getty
Handknattleikssamband Íslands sendi frá sér í dag tilkynningu þar sem fram kom að HSÍ hefur höfðað mál fyrir dómstól Alþjóða handknattleikssambandsins til ógildingar á ákvörðun IHF um að úthluta Þýskalandi sæti á Heimsmeistaramótinu í Katar.

Evrópska handknattleikssambandið, EHF, hafði lofað HSÍ að Ísland yrði fyrsta varaþjóð inn á mótið kæmi til þess að einhver þjóð myndi draga sig úr leik. Svo fór að IHF dróg til baka keppnisrétt Ástralíu og úthlutaði Þýskalandi sætinu.

Var það gert eftir nýjum reglugerðum sem settar voru stuttu eftir að ákvörðunin var gerð opinberð í leynimakki sem HSÍ gagnrýndi harðlega. Samkvæmt reglunum skal taka tillit til styrkleika liða og áhrifa fjölmiðlunar og markaðssetningar.

HSÍ krefst þess að reglunni verði vikið til hliðar þar sem hún sé of huglæg og taki mið af öðru en styrkleika liðanna. Auk þess geti reglan ekki tekið gildi fyrr en við næstu keppni árið 2017.

Yfirlýsing HSÍ má lesa hér fyrir neðan.

Að undanförnu hefur Handknattleikssamband Íslands leitað leiða til að ná samkomulagi við Alþjóðahandknattleikssambandið vegna ákvörðunar stjórnar IHF frá 8. júlí sl. um breytingu á reglum við val á liði til þátttöku í HM í þeim tilfellum sem lið hætta við þátttöku eða uppfylla ekki þátttökurétt.

Tillögu um fjölgun liða í næstu keppni sem fram fer í Katar var hafnað á þeirri forsendu að of stutt væri í að mótið hæfist.

Stjórn HSÍ hefur því ákveðið að höfða mál fyrir dómstól Alþjóða Handknattleikssambandsins til ógildingar á ákvörðun stjórnar IHF um hvernig velja eigi lið til þátttöku í Heimsmeistarakeppni en í hinni nýju reglu kemur fram að taka eigi tillit til styrkleika liða svo og áhrifa fjölmiðlunar og markaðssetningar.

Kröfur HSÍ byggja á því að reglunni verið vikið til hliðar þar sem hún sé of huglæg og taki mið af öðru en styrkleika liða auk þess sem reglan geti ekki tekið gildi fyrr við næstu keppni sem er 2017.


Tengdar fréttir

Íþróttaljós: Reglugerðin sem enginn vissi af

Alþjóðahandknattleikssambandið breytti reglunum um hvaða þjóð kæmi til vara ef einhver skyldi ekki fá keppnisleyfi, en lét engan vita. Framkvæmdastjóri evrópska sambandsins lætur ritarann svara spurningum fyrir sig.

Laug EHF að handboltaforystu Íslands?

Framkvæmdastjórn Alþjóðahandknattleikssambandsins leggur til breytingar í þröngum fimm manna hring sem nánast undantekningalaust eru samþykktar. Aum svör Evrópska handknattleikssambandsins til HSÍ.

Ísland á að fara dómstólaleiðina

Ritstjóri þýska vikuritsins Handball Woche telur að handboltaforystan á Íslandi eigi að fara með ákvörðun IHF að hleypa Þýskalandi á HM í Katar fyrir dómstóla.

HSÍ krefst þess að Ísland fái sæti á HM 2015

Handknattleikssamband Íslands hefur krafist þess að Alþjóðahandknattleikssambandið dragi til baka ákvörðun sína að úthluta Þýskalandi lausu sæti á HM í Katar 2015 og úthluti íslenska liðinu sætið líkt og evrópska handknattleikssambandið hafði lofað.

HSÍ ætlar ekki að gefa eftir

Von er á opinberri yfirlýsingu frá Handknattleikssambandi Íslands á morgun vegna ákvörðunar IHF að úthluta Þýskalandi sæti á Heimsmeistaramótinu í handbolta sem fer fram í Katar í upphafi næsta árs. IHF ákvað að draga Ástralíu úr leik og úthluta Þýskalandi sætinu þrátt fyrir að EHF hefði tilkynnt HSÍ að Ísland væri fyrsta varaþjóð frá Evrópu inn á mótið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×