Spiluðu sama lagið í sex klukkutíma Þórður Ingi Jónsson skrifar 12. september 2014 10:56 Ragnar Kjartansson frumsýndi vídeóverkið sitt A Lot of Sorrow í Luhrine Augustine Bushwick-galleríinu í New York í gær. Verkið er upptaka af gjörningi Ragnars sem gerður var í samstarfi við hljómsveitina The National á MoMA-safninu í New York. Þá spilaði hljómsveitin lagið sitt Sorrow í sex klukkustundir samfleytt. "Ég var ógeðslega ánægður með þetta, hvað annað getur maður sagt?" segir Ragnar í samtali við Vísi. "Þetta er sex klukkutíma löng rokkbíómynd. Verkið var eiginlega gert með það að markmiði að búa til þessa mynd, því það var svo mikill áhugi á því að búa til rokkmynd sem hverfist um eitt lag. Eitt lag verður að einhverjum massa, verkið gengur út á að gera skúlptúr eða málverk úr tónlist." Ragnar segir að myndin hafi haft alla estetík dæmigerðrar rokktónleikamyndar, "nema það er alltaf sama lagið og alltaf sömu aðstæðurnar". Ragnar segir að köppunum í The National hafi alls ekki leiðst það að spila sama lagið í sex tíma. "Þeir héldu alltaf áfram að spila og það fór aldrei í neitt rugl, þeir verða reyndar svolítið "kreisí". Þetta var rosa mikið í öldum, stundum verða þeir rosalega tilfinningasamir, stundum missa þeir hálfpartinn einbeitinguna en þeir spila þetta alltaf eins og á popptónleikum." Ragnar segir að kveikjan að hugmyndinni hafi verið tónleikar Mínuss með Curver Thoroddsen í Hafnarhúsinu árið 2003 þar sem var líka spilað í afar langan tíma. "Það var dálítið kveikjan að hugmyndinni en síðan þá hefur þetta verið í maganum lengi. Munurinn er að það var spuni á meðan þetta var í rauninni mjög formfast." Gítarleikari The National, Aaron Dessner, sagði í viðtali við Guardian að gjörningurinn hefði verið mögnuð upplifun fyrir hljómsveitina. "Ég held að öllum hafi fundist þetta vera einn besti dagur í lífi hljómsveitarinnar, þegar kemur að því að gera eitthvað merkingarfullt og undarlega stórbrotið," sagði hann. Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Opnar sig eftir handtökuna Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Sjá meira
Ragnar Kjartansson frumsýndi vídeóverkið sitt A Lot of Sorrow í Luhrine Augustine Bushwick-galleríinu í New York í gær. Verkið er upptaka af gjörningi Ragnars sem gerður var í samstarfi við hljómsveitina The National á MoMA-safninu í New York. Þá spilaði hljómsveitin lagið sitt Sorrow í sex klukkustundir samfleytt. "Ég var ógeðslega ánægður með þetta, hvað annað getur maður sagt?" segir Ragnar í samtali við Vísi. "Þetta er sex klukkutíma löng rokkbíómynd. Verkið var eiginlega gert með það að markmiði að búa til þessa mynd, því það var svo mikill áhugi á því að búa til rokkmynd sem hverfist um eitt lag. Eitt lag verður að einhverjum massa, verkið gengur út á að gera skúlptúr eða málverk úr tónlist." Ragnar segir að myndin hafi haft alla estetík dæmigerðrar rokktónleikamyndar, "nema það er alltaf sama lagið og alltaf sömu aðstæðurnar". Ragnar segir að köppunum í The National hafi alls ekki leiðst það að spila sama lagið í sex tíma. "Þeir héldu alltaf áfram að spila og það fór aldrei í neitt rugl, þeir verða reyndar svolítið "kreisí". Þetta var rosa mikið í öldum, stundum verða þeir rosalega tilfinningasamir, stundum missa þeir hálfpartinn einbeitinguna en þeir spila þetta alltaf eins og á popptónleikum." Ragnar segir að kveikjan að hugmyndinni hafi verið tónleikar Mínuss með Curver Thoroddsen í Hafnarhúsinu árið 2003 þar sem var líka spilað í afar langan tíma. "Það var dálítið kveikjan að hugmyndinni en síðan þá hefur þetta verið í maganum lengi. Munurinn er að það var spuni á meðan þetta var í rauninni mjög formfast." Gítarleikari The National, Aaron Dessner, sagði í viðtali við Guardian að gjörningurinn hefði verið mögnuð upplifun fyrir hljómsveitina. "Ég held að öllum hafi fundist þetta vera einn besti dagur í lífi hljómsveitarinnar, þegar kemur að því að gera eitthvað merkingarfullt og undarlega stórbrotið," sagði hann.
Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Opnar sig eftir handtökuna Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Sjá meira