Mjótt á munum í Skotlandi Heimir Már Pétursson skrifar 16. september 2014 20:43 Nú þegar tæpir tveir sólarhringar eru þar til Skotar ganga að kjörborðinu í þessari sögulegu þjóðaratkvæðagreiðslu, er mjög mjótt á munum milli Já og Nei fylkinganna hvað varðar afstöðuna til sjálfstæðis Skotlands. Þegar nýjust kannanir eru vigtaðar saman ætla 42 prósent Skota að segja Nei við sjálfstæði, 40 prósent ætla að segja já og 17 prósent hafa ekki enn ákveðið sig. Skotland hefur lengi verið eitt helsta vígi breska Verkamannaflokksins og hér nýtur Íhaldsflokkurinn lítils fylgis, enda eru þeir Tony Blair og Gordon Brown fyrrverandi leiðtogar Verkamannaflokksins og forsætisráðherrar báðir frá Skotlandi. Brown messaði yfir löndum sínum í dag og vandaði leiðtoga Skoska þjóðarflokksins ekki kveðjurnar. „Ekki einu sinni síðustu tvo daga kosningabaráttunnar fáið þið svör. Og ég segi við Alex Salmond: Þú getur hunsað sumar viðvaranir sérfræðinga stundum, en þú getur ekki hunsað allar viðvaranir alltaf.“ Brown dró upp dökka mynd af framtíðinni samþykktu Skotar að stofna sjálfstætt ríki. „Ef þið veljið Já, verða öll tengsl, hver einsasti hlekkur sem til er, sambandið sem við höfum við vini okkar, nágranna og ættingja, öll pólitísk og stjórnskipuleg tengsl munu hverfa. Og lítið svo á aðrar afleiðingar. Við missum ávinninginn sem við höfum af breska gjaldmiðlinum og getuna til að taka ákvarðanir á sameiginlegum vettvangi Stóra-Bretlands, og verum hreinskilin um þetta, eina milljón starfa sem tengjast aðildinni að ríkjasambandinu.“ Búist er við met kjörsókn á fimmtudag, eða vel yfir 80 prósent en fyrstu tölur úr kjördæmunum 32 munu liggja fyrir um miðnætti og lokatölur ættu að verða ljósar um klukkan fjögur á föstudagsmorgun. Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sjá meira
Nú þegar tæpir tveir sólarhringar eru þar til Skotar ganga að kjörborðinu í þessari sögulegu þjóðaratkvæðagreiðslu, er mjög mjótt á munum milli Já og Nei fylkinganna hvað varðar afstöðuna til sjálfstæðis Skotlands. Þegar nýjust kannanir eru vigtaðar saman ætla 42 prósent Skota að segja Nei við sjálfstæði, 40 prósent ætla að segja já og 17 prósent hafa ekki enn ákveðið sig. Skotland hefur lengi verið eitt helsta vígi breska Verkamannaflokksins og hér nýtur Íhaldsflokkurinn lítils fylgis, enda eru þeir Tony Blair og Gordon Brown fyrrverandi leiðtogar Verkamannaflokksins og forsætisráðherrar báðir frá Skotlandi. Brown messaði yfir löndum sínum í dag og vandaði leiðtoga Skoska þjóðarflokksins ekki kveðjurnar. „Ekki einu sinni síðustu tvo daga kosningabaráttunnar fáið þið svör. Og ég segi við Alex Salmond: Þú getur hunsað sumar viðvaranir sérfræðinga stundum, en þú getur ekki hunsað allar viðvaranir alltaf.“ Brown dró upp dökka mynd af framtíðinni samþykktu Skotar að stofna sjálfstætt ríki. „Ef þið veljið Já, verða öll tengsl, hver einsasti hlekkur sem til er, sambandið sem við höfum við vini okkar, nágranna og ættingja, öll pólitísk og stjórnskipuleg tengsl munu hverfa. Og lítið svo á aðrar afleiðingar. Við missum ávinninginn sem við höfum af breska gjaldmiðlinum og getuna til að taka ákvarðanir á sameiginlegum vettvangi Stóra-Bretlands, og verum hreinskilin um þetta, eina milljón starfa sem tengjast aðildinni að ríkjasambandinu.“ Búist er við met kjörsókn á fimmtudag, eða vel yfir 80 prósent en fyrstu tölur úr kjördæmunum 32 munu liggja fyrir um miðnætti og lokatölur ættu að verða ljósar um klukkan fjögur á föstudagsmorgun.
Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sjá meira