Handbolti

Ég veit hvað þarf til að komast á toppinn

Dagur Sigurðsson.
Dagur Sigurðsson. vísir/getty
Dagur Sigurðsson er mikið í fjölmiðlum í Þýskalandi þessa dagana enda orðinn landsliðsþjálfari Þýskalands í handbolta.

Þjálfarinn hefur boðað breytta tíma hjá landsliðinu og er þegar farinn að yngja liðið upp.

„Ég trúi á það sem ég geri. Án þess að vilja hljóma hrokafullur þá tel ég mig geta breytt miklu hjá landsliðinu. Ég veit hvað þarf til að komast á toppinn," sagði Dagur í viðtali við þýska miðla.

Dagur er enn í leit að aðstoðarþjálfara en hann veit hvernig mann hann vill fá með sér.

„Ég vænti þess að ráða þýskan aðstoðarmann. Ég vil fá ungan og efnilega mann sem er opinn fyrir nýjum hugmyndum."


Tengdar fréttir

Dagur búinn að velja sinn fyrsta hóp

Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, tilkynnti í dag sinn fyrsta landsliðshóp en Þjóðverjar spila tvo leiki við Sviss seinni hluta mánaðarins.

Fäth ekki með gegn Sviss

Handboltamaðurinn Steffen Fäth, leikmaður HSG Wetzlar, hefur þurft að draga úr þýska landsliðshópnum vegna ökklameiðsla.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×