Ekki hægt að safna fyrir hverju sem er Viktoría Hermannsdóttir skrifar 18. september 2014 10:30 Ingi Rafn Sigurðsson einn af stofnendum Karolina Fund. Hópfjármögnun verður sífellt vinsælli meðal Íslendinga. Mikil aukning síðustu mánuði. „Það hafa verið margar umsóknir undanfarið. Við erum að fá inn 1-5 umsóknir á dag. Fólk er kannski að átta sig á því að líkurnar á að ná að klára fjármögnun séu meiri en annars staðar eða það er bara orðið meðvitað um þessa leið. Þetta er orðið þekkt og viðurkennt,“ segir Ingi Rafn Sigurðsson, einn af stofnendum hópfjármögnunarsíðunnar Karolina Fund. Þeim fer sífellt fjölgandi sem nýta sér síðuna til að fjármagna skapandi verkefni og segir Ingi Rafn mikla aukningu hafa verið undanfarnar vikur og mánuði. Vefsíðan verður tveggja ára í október og hafa 59 verkefni verið fjármögnuð að fullu í gegnum síðuna frá því hún var stofnuð. Verkefnin inni á síðunni eru öll íslensk eða með íslenska tengingu. Fjármagnið kemur þó víða að. „Það koma um 25 prósent fjármögnunarinnar frá öðrum löndum,“ segir Ingi. Hann segir erlenda aðila sérstaklega hafa mikinn áhuga á því að setja pening í íslenska tónlist. Karolina Fund er í samstarfi við önnur hópfjármögnunarfyrirtæki á Norðurlöndunum og segir Ingi að Íslendingar notfæri sér hópfjármögnun í mun meiri mæli en nágrannaþjóðir okkar. Öll verkefni sem fara í gegnum síðuna verða að vera skapandi á einhvern hátt. „Ástæðan er margþætt. Við erum ekki góðgerðarsamtök og erum ekki í beinum góðgerðarverkefnum. Það er ekki hægt að setja inn hvað sem er heldur verður verkefnið að höfða til fólks. Almenningur hefur ekkert sérstaklega mikinn áhuga á að taka þátt í að fjármagna það að einhver vilji kaupa sér ný dekk.“Stærsta verkefnið sem hefur hlotið fjármögnun í gegnum síðuna eru kaup á sirkustjaldi fyrir Sirkus Íslands en fyrir því söfnuðust sjö milljónir króna. Meðal annarra verkefna sem safnast hefur fyrir eru Grænmetis-Bulsur, Heilshugar millimál, Dyggðarpúðinn, plata Péturs Ben og margt fleira og því ljóst að mörg verkefni hafa komist á koppinn fyrir tilstilli síðunnar. Eftir að verkefnið hefur hlotið fjármögnun má svo fylgjast með gangi mála á vefnum. "Við erum að reyna með þessu að laga ákveðið vandamál í hópfjármögnunarheiminum þar sem það líður oft langur tími frá því að fjármögnun fæst þar til verkefnið er tilbúið. Á meðan vita fjárfestarnir ekki hver staðan er. Það er líka ákveðin hvatning fyrir þá sem standa að verkefninu." Fjölmörg verkefni eru í gangi inni á síðunni núna. Meðal annars safnar tónlistarmaðurinn Skúli mennski fyrir fimmtu breiðskífu sinni og býður í staðinn áskrift að tónlist sinni. Flestir sem safna fyrir verkefnum sínum bjóða þeim sem styrkja eitthvað í staðinn. „Sumir bjóða kærar þakkir, aðrir árituð verk eða að fá verkefnið í einhverri mynd,“ segir Ingi. Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Hópfjármögnun verður sífellt vinsælli meðal Íslendinga. Mikil aukning síðustu mánuði. „Það hafa verið margar umsóknir undanfarið. Við erum að fá inn 1-5 umsóknir á dag. Fólk er kannski að átta sig á því að líkurnar á að ná að klára fjármögnun séu meiri en annars staðar eða það er bara orðið meðvitað um þessa leið. Þetta er orðið þekkt og viðurkennt,“ segir Ingi Rafn Sigurðsson, einn af stofnendum hópfjármögnunarsíðunnar Karolina Fund. Þeim fer sífellt fjölgandi sem nýta sér síðuna til að fjármagna skapandi verkefni og segir Ingi Rafn mikla aukningu hafa verið undanfarnar vikur og mánuði. Vefsíðan verður tveggja ára í október og hafa 59 verkefni verið fjármögnuð að fullu í gegnum síðuna frá því hún var stofnuð. Verkefnin inni á síðunni eru öll íslensk eða með íslenska tengingu. Fjármagnið kemur þó víða að. „Það koma um 25 prósent fjármögnunarinnar frá öðrum löndum,“ segir Ingi. Hann segir erlenda aðila sérstaklega hafa mikinn áhuga á því að setja pening í íslenska tónlist. Karolina Fund er í samstarfi við önnur hópfjármögnunarfyrirtæki á Norðurlöndunum og segir Ingi að Íslendingar notfæri sér hópfjármögnun í mun meiri mæli en nágrannaþjóðir okkar. Öll verkefni sem fara í gegnum síðuna verða að vera skapandi á einhvern hátt. „Ástæðan er margþætt. Við erum ekki góðgerðarsamtök og erum ekki í beinum góðgerðarverkefnum. Það er ekki hægt að setja inn hvað sem er heldur verður verkefnið að höfða til fólks. Almenningur hefur ekkert sérstaklega mikinn áhuga á að taka þátt í að fjármagna það að einhver vilji kaupa sér ný dekk.“Stærsta verkefnið sem hefur hlotið fjármögnun í gegnum síðuna eru kaup á sirkustjaldi fyrir Sirkus Íslands en fyrir því söfnuðust sjö milljónir króna. Meðal annarra verkefna sem safnast hefur fyrir eru Grænmetis-Bulsur, Heilshugar millimál, Dyggðarpúðinn, plata Péturs Ben og margt fleira og því ljóst að mörg verkefni hafa komist á koppinn fyrir tilstilli síðunnar. Eftir að verkefnið hefur hlotið fjármögnun má svo fylgjast með gangi mála á vefnum. "Við erum að reyna með þessu að laga ákveðið vandamál í hópfjármögnunarheiminum þar sem það líður oft langur tími frá því að fjármögnun fæst þar til verkefnið er tilbúið. Á meðan vita fjárfestarnir ekki hver staðan er. Það er líka ákveðin hvatning fyrir þá sem standa að verkefninu." Fjölmörg verkefni eru í gangi inni á síðunni núna. Meðal annars safnar tónlistarmaðurinn Skúli mennski fyrir fimmtu breiðskífu sinni og býður í staðinn áskrift að tónlist sinni. Flestir sem safna fyrir verkefnum sínum bjóða þeim sem styrkja eitthvað í staðinn. „Sumir bjóða kærar þakkir, aðrir árituð verk eða að fá verkefnið í einhverri mynd,“ segir Ingi.
Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein