Ekki hægt að safna fyrir hverju sem er Viktoría Hermannsdóttir skrifar 18. september 2014 10:30 Ingi Rafn Sigurðsson einn af stofnendum Karolina Fund. Hópfjármögnun verður sífellt vinsælli meðal Íslendinga. Mikil aukning síðustu mánuði. „Það hafa verið margar umsóknir undanfarið. Við erum að fá inn 1-5 umsóknir á dag. Fólk er kannski að átta sig á því að líkurnar á að ná að klára fjármögnun séu meiri en annars staðar eða það er bara orðið meðvitað um þessa leið. Þetta er orðið þekkt og viðurkennt,“ segir Ingi Rafn Sigurðsson, einn af stofnendum hópfjármögnunarsíðunnar Karolina Fund. Þeim fer sífellt fjölgandi sem nýta sér síðuna til að fjármagna skapandi verkefni og segir Ingi Rafn mikla aukningu hafa verið undanfarnar vikur og mánuði. Vefsíðan verður tveggja ára í október og hafa 59 verkefni verið fjármögnuð að fullu í gegnum síðuna frá því hún var stofnuð. Verkefnin inni á síðunni eru öll íslensk eða með íslenska tengingu. Fjármagnið kemur þó víða að. „Það koma um 25 prósent fjármögnunarinnar frá öðrum löndum,“ segir Ingi. Hann segir erlenda aðila sérstaklega hafa mikinn áhuga á því að setja pening í íslenska tónlist. Karolina Fund er í samstarfi við önnur hópfjármögnunarfyrirtæki á Norðurlöndunum og segir Ingi að Íslendingar notfæri sér hópfjármögnun í mun meiri mæli en nágrannaþjóðir okkar. Öll verkefni sem fara í gegnum síðuna verða að vera skapandi á einhvern hátt. „Ástæðan er margþætt. Við erum ekki góðgerðarsamtök og erum ekki í beinum góðgerðarverkefnum. Það er ekki hægt að setja inn hvað sem er heldur verður verkefnið að höfða til fólks. Almenningur hefur ekkert sérstaklega mikinn áhuga á að taka þátt í að fjármagna það að einhver vilji kaupa sér ný dekk.“Stærsta verkefnið sem hefur hlotið fjármögnun í gegnum síðuna eru kaup á sirkustjaldi fyrir Sirkus Íslands en fyrir því söfnuðust sjö milljónir króna. Meðal annarra verkefna sem safnast hefur fyrir eru Grænmetis-Bulsur, Heilshugar millimál, Dyggðarpúðinn, plata Péturs Ben og margt fleira og því ljóst að mörg verkefni hafa komist á koppinn fyrir tilstilli síðunnar. Eftir að verkefnið hefur hlotið fjármögnun má svo fylgjast með gangi mála á vefnum. "Við erum að reyna með þessu að laga ákveðið vandamál í hópfjármögnunarheiminum þar sem það líður oft langur tími frá því að fjármögnun fæst þar til verkefnið er tilbúið. Á meðan vita fjárfestarnir ekki hver staðan er. Það er líka ákveðin hvatning fyrir þá sem standa að verkefninu." Fjölmörg verkefni eru í gangi inni á síðunni núna. Meðal annars safnar tónlistarmaðurinn Skúli mennski fyrir fimmtu breiðskífu sinni og býður í staðinn áskrift að tónlist sinni. Flestir sem safna fyrir verkefnum sínum bjóða þeim sem styrkja eitthvað í staðinn. „Sumir bjóða kærar þakkir, aðrir árituð verk eða að fá verkefnið í einhverri mynd,“ segir Ingi. Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fleiri fréttir Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Sjá meira
Hópfjármögnun verður sífellt vinsælli meðal Íslendinga. Mikil aukning síðustu mánuði. „Það hafa verið margar umsóknir undanfarið. Við erum að fá inn 1-5 umsóknir á dag. Fólk er kannski að átta sig á því að líkurnar á að ná að klára fjármögnun séu meiri en annars staðar eða það er bara orðið meðvitað um þessa leið. Þetta er orðið þekkt og viðurkennt,“ segir Ingi Rafn Sigurðsson, einn af stofnendum hópfjármögnunarsíðunnar Karolina Fund. Þeim fer sífellt fjölgandi sem nýta sér síðuna til að fjármagna skapandi verkefni og segir Ingi Rafn mikla aukningu hafa verið undanfarnar vikur og mánuði. Vefsíðan verður tveggja ára í október og hafa 59 verkefni verið fjármögnuð að fullu í gegnum síðuna frá því hún var stofnuð. Verkefnin inni á síðunni eru öll íslensk eða með íslenska tengingu. Fjármagnið kemur þó víða að. „Það koma um 25 prósent fjármögnunarinnar frá öðrum löndum,“ segir Ingi. Hann segir erlenda aðila sérstaklega hafa mikinn áhuga á því að setja pening í íslenska tónlist. Karolina Fund er í samstarfi við önnur hópfjármögnunarfyrirtæki á Norðurlöndunum og segir Ingi að Íslendingar notfæri sér hópfjármögnun í mun meiri mæli en nágrannaþjóðir okkar. Öll verkefni sem fara í gegnum síðuna verða að vera skapandi á einhvern hátt. „Ástæðan er margþætt. Við erum ekki góðgerðarsamtök og erum ekki í beinum góðgerðarverkefnum. Það er ekki hægt að setja inn hvað sem er heldur verður verkefnið að höfða til fólks. Almenningur hefur ekkert sérstaklega mikinn áhuga á að taka þátt í að fjármagna það að einhver vilji kaupa sér ný dekk.“Stærsta verkefnið sem hefur hlotið fjármögnun í gegnum síðuna eru kaup á sirkustjaldi fyrir Sirkus Íslands en fyrir því söfnuðust sjö milljónir króna. Meðal annarra verkefna sem safnast hefur fyrir eru Grænmetis-Bulsur, Heilshugar millimál, Dyggðarpúðinn, plata Péturs Ben og margt fleira og því ljóst að mörg verkefni hafa komist á koppinn fyrir tilstilli síðunnar. Eftir að verkefnið hefur hlotið fjármögnun má svo fylgjast með gangi mála á vefnum. "Við erum að reyna með þessu að laga ákveðið vandamál í hópfjármögnunarheiminum þar sem það líður oft langur tími frá því að fjármögnun fæst þar til verkefnið er tilbúið. Á meðan vita fjárfestarnir ekki hver staðan er. Það er líka ákveðin hvatning fyrir þá sem standa að verkefninu." Fjölmörg verkefni eru í gangi inni á síðunni núna. Meðal annars safnar tónlistarmaðurinn Skúli mennski fyrir fimmtu breiðskífu sinni og býður í staðinn áskrift að tónlist sinni. Flestir sem safna fyrir verkefnum sínum bjóða þeim sem styrkja eitthvað í staðinn. „Sumir bjóða kærar þakkir, aðrir árituð verk eða að fá verkefnið í einhverri mynd,“ segir Ingi.
Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fleiri fréttir Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Sjá meira