Ekki hægt að safna fyrir hverju sem er Viktoría Hermannsdóttir skrifar 18. september 2014 10:30 Ingi Rafn Sigurðsson einn af stofnendum Karolina Fund. Hópfjármögnun verður sífellt vinsælli meðal Íslendinga. Mikil aukning síðustu mánuði. „Það hafa verið margar umsóknir undanfarið. Við erum að fá inn 1-5 umsóknir á dag. Fólk er kannski að átta sig á því að líkurnar á að ná að klára fjármögnun séu meiri en annars staðar eða það er bara orðið meðvitað um þessa leið. Þetta er orðið þekkt og viðurkennt,“ segir Ingi Rafn Sigurðsson, einn af stofnendum hópfjármögnunarsíðunnar Karolina Fund. Þeim fer sífellt fjölgandi sem nýta sér síðuna til að fjármagna skapandi verkefni og segir Ingi Rafn mikla aukningu hafa verið undanfarnar vikur og mánuði. Vefsíðan verður tveggja ára í október og hafa 59 verkefni verið fjármögnuð að fullu í gegnum síðuna frá því hún var stofnuð. Verkefnin inni á síðunni eru öll íslensk eða með íslenska tengingu. Fjármagnið kemur þó víða að. „Það koma um 25 prósent fjármögnunarinnar frá öðrum löndum,“ segir Ingi. Hann segir erlenda aðila sérstaklega hafa mikinn áhuga á því að setja pening í íslenska tónlist. Karolina Fund er í samstarfi við önnur hópfjármögnunarfyrirtæki á Norðurlöndunum og segir Ingi að Íslendingar notfæri sér hópfjármögnun í mun meiri mæli en nágrannaþjóðir okkar. Öll verkefni sem fara í gegnum síðuna verða að vera skapandi á einhvern hátt. „Ástæðan er margþætt. Við erum ekki góðgerðarsamtök og erum ekki í beinum góðgerðarverkefnum. Það er ekki hægt að setja inn hvað sem er heldur verður verkefnið að höfða til fólks. Almenningur hefur ekkert sérstaklega mikinn áhuga á að taka þátt í að fjármagna það að einhver vilji kaupa sér ný dekk.“Stærsta verkefnið sem hefur hlotið fjármögnun í gegnum síðuna eru kaup á sirkustjaldi fyrir Sirkus Íslands en fyrir því söfnuðust sjö milljónir króna. Meðal annarra verkefna sem safnast hefur fyrir eru Grænmetis-Bulsur, Heilshugar millimál, Dyggðarpúðinn, plata Péturs Ben og margt fleira og því ljóst að mörg verkefni hafa komist á koppinn fyrir tilstilli síðunnar. Eftir að verkefnið hefur hlotið fjármögnun má svo fylgjast með gangi mála á vefnum. "Við erum að reyna með þessu að laga ákveðið vandamál í hópfjármögnunarheiminum þar sem það líður oft langur tími frá því að fjármögnun fæst þar til verkefnið er tilbúið. Á meðan vita fjárfestarnir ekki hver staðan er. Það er líka ákveðin hvatning fyrir þá sem standa að verkefninu." Fjölmörg verkefni eru í gangi inni á síðunni núna. Meðal annars safnar tónlistarmaðurinn Skúli mennski fyrir fimmtu breiðskífu sinni og býður í staðinn áskrift að tónlist sinni. Flestir sem safna fyrir verkefnum sínum bjóða þeim sem styrkja eitthvað í staðinn. „Sumir bjóða kærar þakkir, aðrir árituð verk eða að fá verkefnið í einhverri mynd,“ segir Ingi. Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
Hópfjármögnun verður sífellt vinsælli meðal Íslendinga. Mikil aukning síðustu mánuði. „Það hafa verið margar umsóknir undanfarið. Við erum að fá inn 1-5 umsóknir á dag. Fólk er kannski að átta sig á því að líkurnar á að ná að klára fjármögnun séu meiri en annars staðar eða það er bara orðið meðvitað um þessa leið. Þetta er orðið þekkt og viðurkennt,“ segir Ingi Rafn Sigurðsson, einn af stofnendum hópfjármögnunarsíðunnar Karolina Fund. Þeim fer sífellt fjölgandi sem nýta sér síðuna til að fjármagna skapandi verkefni og segir Ingi Rafn mikla aukningu hafa verið undanfarnar vikur og mánuði. Vefsíðan verður tveggja ára í október og hafa 59 verkefni verið fjármögnuð að fullu í gegnum síðuna frá því hún var stofnuð. Verkefnin inni á síðunni eru öll íslensk eða með íslenska tengingu. Fjármagnið kemur þó víða að. „Það koma um 25 prósent fjármögnunarinnar frá öðrum löndum,“ segir Ingi. Hann segir erlenda aðila sérstaklega hafa mikinn áhuga á því að setja pening í íslenska tónlist. Karolina Fund er í samstarfi við önnur hópfjármögnunarfyrirtæki á Norðurlöndunum og segir Ingi að Íslendingar notfæri sér hópfjármögnun í mun meiri mæli en nágrannaþjóðir okkar. Öll verkefni sem fara í gegnum síðuna verða að vera skapandi á einhvern hátt. „Ástæðan er margþætt. Við erum ekki góðgerðarsamtök og erum ekki í beinum góðgerðarverkefnum. Það er ekki hægt að setja inn hvað sem er heldur verður verkefnið að höfða til fólks. Almenningur hefur ekkert sérstaklega mikinn áhuga á að taka þátt í að fjármagna það að einhver vilji kaupa sér ný dekk.“Stærsta verkefnið sem hefur hlotið fjármögnun í gegnum síðuna eru kaup á sirkustjaldi fyrir Sirkus Íslands en fyrir því söfnuðust sjö milljónir króna. Meðal annarra verkefna sem safnast hefur fyrir eru Grænmetis-Bulsur, Heilshugar millimál, Dyggðarpúðinn, plata Péturs Ben og margt fleira og því ljóst að mörg verkefni hafa komist á koppinn fyrir tilstilli síðunnar. Eftir að verkefnið hefur hlotið fjármögnun má svo fylgjast með gangi mála á vefnum. "Við erum að reyna með þessu að laga ákveðið vandamál í hópfjármögnunarheiminum þar sem það líður oft langur tími frá því að fjármögnun fæst þar til verkefnið er tilbúið. Á meðan vita fjárfestarnir ekki hver staðan er. Það er líka ákveðin hvatning fyrir þá sem standa að verkefninu." Fjölmörg verkefni eru í gangi inni á síðunni núna. Meðal annars safnar tónlistarmaðurinn Skúli mennski fyrir fimmtu breiðskífu sinni og býður í staðinn áskrift að tónlist sinni. Flestir sem safna fyrir verkefnum sínum bjóða þeim sem styrkja eitthvað í staðinn. „Sumir bjóða kærar þakkir, aðrir árituð verk eða að fá verkefnið í einhverri mynd,“ segir Ingi.
Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira