Lífið

Hafa áhyggjur af partístandi Katy

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Riff og Katy í góðu yfirlæti á VMA verðlaunahátíðinni.
Riff og Katy í góðu yfirlæti á VMA verðlaunahátíðinni.
Vinir bandarísku söngkonunnar Katy Perry eru sagðir hafa miklar áhyggjur af henni vegna partístands. Perry vakti athygli í seinasta mánuði þegar hún mætti á VMA verðlaunahátíð sjónvarpsstöðvarinnar MTV ásamt nýjum félaga sínum, póstmóderníska rappgrallaranum Riff Raff.

Samkvæmt tímaritinu OK! Magazine fór parið á steikhús til að halda teitinu gangandi eftir verðlaunahátíðina og voru þau þegar orðin ansi hífuð. „Hún átti erfitt með að halda augunum opnum,“ sagði heimildarmaður við tímaritið.

Vinir Perry hafa áhyggjur af því að drykkjulætin stafi af því að hún sé að jafna sig á ástarsorg eftir að hafa hætt með tónlistarmanninum John Mayer í mars.

„Katy er að reyna að fela einmanaleikann sinn með því að djamma. Hún er skíthrædd við að verða 30 ára og að eiga engan sérstakan að,“ segir heimildin en Perry fagnar 30 ára afmæli í ár.

Hér fyrir neðan má sjá þessa skrautlegu félaga spóka sig á VMA hátíðinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.