Það má búast við hverju sem er Kristján Már Unnarsson skrifar 31. ágúst 2014 20:08 Hraungos sem hófst norðan Vatnajökjuls í nótt stendur enn yfir, en það er talið allt að 50 sinnum stærra en gosið sem var þar í fyrradag. Vísindamenn segja ómögulegt að spá fyrir um framhaldið en segja atburðarás síðustu daga minna á upphaf Kröfluelda. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá hvernig eldgosið blasti við snemma í morgun á vefmyndavél Mílu en það kom upp á sama stað og gosið aðfararnótt föstudags. Áætlað var að kvikustrókurinn næði 20-30 metra hæð. Gossprungan náði þó lengra til norðurs og var áætluð um einn og hálfur kílómetra á lengd. Fljótlega varð ljóst að þetta gos var mun öflugra, og hraun rennslið jafnvel 10-20 sinnum meira en í fyrsta gosinu, að mati Ármanns Höskuldssonar jarðeðlisfræðings, sem var með þeim fyrstu á vettvang. Ármann tók margar þeirra mynda sem sjá má í meðfylgjandi myndbandi, ásamt þeim Benedikt Ófeigssyni, jarðeðlisfræðingi á Veðurstofu Íslands, og Þorsteini Jónssyni, tæknimanni á Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Þeir voru í nótt í skálanum í Drekagili, ásamt fleiri vísindamönnum, en skálinn er i 25 kílómetra fjarlægð frá gosstöðvunum. Þeir Benedikt og Þorsteinn komu akandi til byggða upp úr hádegi og fréttamaður Stöðvar 2 náði tali af þeim við Skútustaði í Mývatnssveit. “Við fengum hringingu um klukkan 6 í morgun og okkur sagt að það liti út fyrir að það væri aftur gos í gangi við Holuhraunið. Við fórum á vettvang og það stóð heima,” sagði Benedikt.Virtist ykkur vera sæmilegur kraftur í þessu?“Ég myndi ekki segja að það væri mikill kraftur í þessu, en við sáum eldtungur koma upp úr sprungunum.Hraunið var þunnfljótandi og rann tiltölulega hratt.” Benedikt segir atburðarás undanfarinna daga minna um margt á upphafið af Kröflueldum en hann segir ómögulegt að spá fyrir um framhaldið. “Ég vil ekki giska á það. Það getur haldið áfram að gjósa og svo getur þetta líka hætt snögglega. Menn verða líka aða hafa í huga að það er heilmikið að gera í Bárðarbunguöskjunni. Menn verða bara að halda áfram að fylgjast með og búast við hverju sem er.” Óveðurslægðin hefur aldeilis sett strik í reikninginn og hamlað flugi yfir gosstöðvarnar. Ókyrrðin þar var sögð það mikil í dag hún væri beinlínis hættuleg flugvélum og það var ekki reynandi og komast þangað akandi, eins og tæknimaður Raunvisindastofnunar lýsti: “Það var alveg snælduvitlaust, við sáum ekki framfyrir rúðuna á bílnum,” segir Þorsteinn og segir bæði mönnum og tækjum hafa verið hætta búin á staðnum. Hann segir það magnað að hafa upplifað gosið með þessum hætti. “Þetta er magnaður atburður,” segir Þorsteinn og bætir við að örlítil hræðsla hafi gripið um sig í nálægð við gosið. “Maður verður svo lítill gagnvart þessu.” Gosstöðvar eru í um það bil 75 kílómetra fjarlægð frá Skútustöðum í Mývatnssveit, nánast í hásuður, og fréttamaður og myndatökumaður Stöðvar 2 hafa af og til verið að skima til fjalla ef ske kynni að sæist í gosmökk. Þeir höfðu séð heilmið mistur suður af, en ómögulegt sé að fullyrða um hvort um sandfok eða ösku sé að ræða. Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Sjá meira
Hraungos sem hófst norðan Vatnajökjuls í nótt stendur enn yfir, en það er talið allt að 50 sinnum stærra en gosið sem var þar í fyrradag. Vísindamenn segja ómögulegt að spá fyrir um framhaldið en segja atburðarás síðustu daga minna á upphaf Kröfluelda. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá hvernig eldgosið blasti við snemma í morgun á vefmyndavél Mílu en það kom upp á sama stað og gosið aðfararnótt föstudags. Áætlað var að kvikustrókurinn næði 20-30 metra hæð. Gossprungan náði þó lengra til norðurs og var áætluð um einn og hálfur kílómetra á lengd. Fljótlega varð ljóst að þetta gos var mun öflugra, og hraun rennslið jafnvel 10-20 sinnum meira en í fyrsta gosinu, að mati Ármanns Höskuldssonar jarðeðlisfræðings, sem var með þeim fyrstu á vettvang. Ármann tók margar þeirra mynda sem sjá má í meðfylgjandi myndbandi, ásamt þeim Benedikt Ófeigssyni, jarðeðlisfræðingi á Veðurstofu Íslands, og Þorsteini Jónssyni, tæknimanni á Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Þeir voru í nótt í skálanum í Drekagili, ásamt fleiri vísindamönnum, en skálinn er i 25 kílómetra fjarlægð frá gosstöðvunum. Þeir Benedikt og Þorsteinn komu akandi til byggða upp úr hádegi og fréttamaður Stöðvar 2 náði tali af þeim við Skútustaði í Mývatnssveit. “Við fengum hringingu um klukkan 6 í morgun og okkur sagt að það liti út fyrir að það væri aftur gos í gangi við Holuhraunið. Við fórum á vettvang og það stóð heima,” sagði Benedikt.Virtist ykkur vera sæmilegur kraftur í þessu?“Ég myndi ekki segja að það væri mikill kraftur í þessu, en við sáum eldtungur koma upp úr sprungunum.Hraunið var þunnfljótandi og rann tiltölulega hratt.” Benedikt segir atburðarás undanfarinna daga minna um margt á upphafið af Kröflueldum en hann segir ómögulegt að spá fyrir um framhaldið. “Ég vil ekki giska á það. Það getur haldið áfram að gjósa og svo getur þetta líka hætt snögglega. Menn verða líka aða hafa í huga að það er heilmikið að gera í Bárðarbunguöskjunni. Menn verða bara að halda áfram að fylgjast með og búast við hverju sem er.” Óveðurslægðin hefur aldeilis sett strik í reikninginn og hamlað flugi yfir gosstöðvarnar. Ókyrrðin þar var sögð það mikil í dag hún væri beinlínis hættuleg flugvélum og það var ekki reynandi og komast þangað akandi, eins og tæknimaður Raunvisindastofnunar lýsti: “Það var alveg snælduvitlaust, við sáum ekki framfyrir rúðuna á bílnum,” segir Þorsteinn og segir bæði mönnum og tækjum hafa verið hætta búin á staðnum. Hann segir það magnað að hafa upplifað gosið með þessum hætti. “Þetta er magnaður atburður,” segir Þorsteinn og bætir við að örlítil hræðsla hafi gripið um sig í nálægð við gosið. “Maður verður svo lítill gagnvart þessu.” Gosstöðvar eru í um það bil 75 kílómetra fjarlægð frá Skútustöðum í Mývatnssveit, nánast í hásuður, og fréttamaður og myndatökumaður Stöðvar 2 hafa af og til verið að skima til fjalla ef ske kynni að sæist í gosmökk. Þeir höfðu séð heilmið mistur suður af, en ómögulegt sé að fullyrða um hvort um sandfok eða ösku sé að ræða.
Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Sjá meira