Enski boltinn

Di María stóðst læknisskoðun hjá Man. Utd

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ángel di María verður orðinn leikmaður United innan nokkurra klukkustunda.
Ángel di María verður orðinn leikmaður United innan nokkurra klukkustunda. vísir/getty
Sky Sports og vefútgáfa enska blaðsins DailyExpress greindu bæði frá því nú fyrir stundu að Argentínumaðurinn Ángel di María hefði staðist læknisskoðun hjá Manchester United.

Di María kom til Manchester fyrr í dag og fór rakleiðis á Carrington áður en hann hélt í læknisskoðunina.

Hann mun væntanlega síðar í kvöld skrifa undir samning við United sem borgar Real Madrid 59,7 milljónir punda fyrir leikmanninn. Það er breskt félagsmet.

Di María er 26 ára gamall og hefur spilað með Real Madrid undanfarin fjögur ár. Hann á að baki 124 leiki í spænsku 1. deildinni og skorað í þeim 22 mörk. Þá var hann stoðsendingahæsti leikmaður Evrópu á síðustu leiktíð.


Tengdar fréttir

Di Maria vill losna frá Real Madrid

Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Real Madrid, staðfesti í dag að Angel Di Maria hafi óskað eftir því að verða seldur frá félaginu. Di Maria hefur verið orðaður við Manchester United og PSG í sumar.

Manchester United borgar 59,7 milljónir punda fyrir Di Maria

Manchester United gekk í kvöld á kaupunum á argentínska kantmanninum Angel Di Maria en United setur nýtt breskt met með því að borga 59,7 milljónir punda fyrir hann. Þetta kemur fram á enskum fréttamiðlum í kvöld.

Marca: Manchester United undirbýr tilboð í Di María

Spænska blaðið Marca greinir frá því í dag að United muni gera 56 milljóna punda boð í argentínska kantmanninn Angel Di María á næstu dögum en hann hefur óskað eftir sölu frá Real Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×