Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. apríl 2025 07:35 Giannis Antetokounmpo var með þrefalda tvennu gegn Indiana Pacers en það dugði ekki til. getty/Justin Casterline Indiana Pacers tryggði sér sæti í undanúrslitum Austurdeildar NBA með eins stigs sigri, 119-118, á Milwaukee Bucks í framlengdum fimmta leik liðanna í nótt. Pabbi skærustu stjörnu Indiana hagaði sér eins og kjáni eftir leikinn. Tyrese Haliburton skoraði sigurkörfu Indiana undir blálokin. Giannis Antetokounmpo, aðalstjarna Milwaukee, sat eftir með sárt ennið en hann skoraði þrjátíu stig, tók tuttugu fráköst og gaf þrettán stoðsendingar í leiknum. HALIBURTON LAYUP FOR THE GAME AND THE SERIES!!!PACERS MOVING ON. pic.twitter.com/K5KkvAFaot— NBA (@NBA) April 30, 2025 Eftir að Haliburton skoraði sigurkörfuna ákvað pabbi hans, John, að gera sér ferð inn á völlinn. Hann veifaði handklæði framan í Giannis og lét einhver orð falla. Grikkinn var eðlilega ekki sáttur og skilja þurfti þá að. „Ég trúi á að vera hógvær á sigurstundu. En margir eru þannig, nei, þegar þú vinnur leik ertu með kjaft og gefur þér grænt ljós til að sýna öðrum vanvirðingu. Ég er ekki sammála því,“ sagði Giannis. „Þegar þú tapar eru miklar tilfinningar í spilinu. Ég hélt fyrst að þetta væri stuðningsmaður en fattaði svo að þetta væri pabbi Tyreses. Ég kann vel við Tyrese. Mér finnst hann vera frábær keppnismaður. Að pabbi hans komi út á gólfið, sýni mér handklæði með mynd af syni hans og segi að svona gerum við þetta finnst mér vera mikil vanvirðing.“ The last thing we see from Giannis in a Bucks jersey might just be him going after Mr. Haliburton pic.twitter.com/V3RaIYl0PC— Barstool Sports (@barstoolsports) April 30, 2025 Giannis sagðist þó hafa rætt við pabba Haliburtons eftir atvikið og þeir hafi ekki skilið í illu. Pabbinn baðst seinna afsökunar á samfélagsmiðlum og sonur hans sagði að hann hefði átt að hafa sig hægan. Tyrese Haliburton's dad apologizes following his confrontation with Giannis 👀 pic.twitter.com/Z294MiSuhV— Yahoo Sports (@YahooSports) April 30, 2025 „Ég er ekki sammála því sem gerðist. Körfubolti er körfubolti og höldum þessu inni á vellinum. Ég held að hann hafi orðið spenntur, sá son sinn skora sigurkörfu og fór út á gólfið en við ræddum saman,“ sagði Haliburton. „Hann verður að leyfa mér að spila körfubolta og halda sig þarna og ég kem og fagna með honum. Ég talaði við hann og Giannis. Pabbi minn hljóp á sig þarna.“ Haliburton skoraði 26 stig og gaf níu stoðsendingar í leiknum. Myles Turner var með 21 stig og níu fráköst. Þetta er annað árið í röð sem Indiana slær Milwaukee úr leik í 1. umferð úrslitakeppninnar. Liðið mætir Cleveland Cavaliers í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Detroit Pistons minnkaði muninn í einvíginu gegn New York Knicks með 103-106 sigri í Madison Square Garden. Knicks leiðir einvígið, 3-2. Cade Cunningham skoraði 24 stig fyrir Detroit og Ausar Thompson 22. Sex leikmenn Knicks skoruðu að minnsta kosti þrettán stig en enginn meira en nítján. DETROIT STAYS ALIVE WITH THE ROAD W 😤Cade: 24 pts, 8 reb, 8 astAusar: 22 pts (8-10 fgm), 7 reb, 2 blkTobias: 17 pts, 8 reb, 4 blkGame 6: Thursday, 7:30pm/et, TNT (NYK leads 3-2) pic.twitter.com/yFyVOPrRMo— NBA (@NBA) April 30, 2025 Denver Nuggets vantar aðeins einn sigur í viðbót til að slá Los Angeles Clippers út í Vesturdeildinni eftir 131-115 sigur í fimmta leik liðanna. Denver er 3-2 yfir í einvíginu. Jamal Murray var í miklu stuði hjá Denver og skoraði 43 stig. Aaron Gordon var með 23 stig og Russell Westbrook 21. Nikola Jokic var nokkuð rólegur í stigaskorun en skilaði samt þrefaldri tvennu; þrettán stigum, tíu fráköstum og tólf stoðsendingum. JAMAL MURRAY PUT ON SHOW IN A PIVOTAL GAME 5!🔥 43 PTS🔥 8 3PM🔥 7 AST🔥 3 STL🔥 17-26 FGM (65.4%)His 6th-career 40+ point postseason game leaves the @nuggets 1 win away from advancing! pic.twitter.com/NSDYhnyku4— NBA (@NBA) April 30, 2025 Þá tryggðu meistarar Boston Celtics sér sæti í undanúrslitum Austurdeildarinnar með sigri á Orlando Magic, 120-89. Boston vann einvígið, 4-1, og mætir annað hvort Knicks eða Detroit í næstu umferð. Jayson Tatum skoraði 35 stig fyrir Boston og Jaylen Brown 23. Franz Wagner skoraði 25 stig fyrir Orlando. TATUM COMES UP BIG TO CLINCH THE SERIES 🙌☘️ 35 PTS☘️ 10 AST☘️ 8 REB☘️ 4-5 3PM@celtics will face winner of Pistons/Knicks. pic.twitter.com/DiJtwBvyZT— NBA (@NBA) April 30, 2025 NBA Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Fleiri fréttir „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Sjá meira
Tyrese Haliburton skoraði sigurkörfu Indiana undir blálokin. Giannis Antetokounmpo, aðalstjarna Milwaukee, sat eftir með sárt ennið en hann skoraði þrjátíu stig, tók tuttugu fráköst og gaf þrettán stoðsendingar í leiknum. HALIBURTON LAYUP FOR THE GAME AND THE SERIES!!!PACERS MOVING ON. pic.twitter.com/K5KkvAFaot— NBA (@NBA) April 30, 2025 Eftir að Haliburton skoraði sigurkörfuna ákvað pabbi hans, John, að gera sér ferð inn á völlinn. Hann veifaði handklæði framan í Giannis og lét einhver orð falla. Grikkinn var eðlilega ekki sáttur og skilja þurfti þá að. „Ég trúi á að vera hógvær á sigurstundu. En margir eru þannig, nei, þegar þú vinnur leik ertu með kjaft og gefur þér grænt ljós til að sýna öðrum vanvirðingu. Ég er ekki sammála því,“ sagði Giannis. „Þegar þú tapar eru miklar tilfinningar í spilinu. Ég hélt fyrst að þetta væri stuðningsmaður en fattaði svo að þetta væri pabbi Tyreses. Ég kann vel við Tyrese. Mér finnst hann vera frábær keppnismaður. Að pabbi hans komi út á gólfið, sýni mér handklæði með mynd af syni hans og segi að svona gerum við þetta finnst mér vera mikil vanvirðing.“ The last thing we see from Giannis in a Bucks jersey might just be him going after Mr. Haliburton pic.twitter.com/V3RaIYl0PC— Barstool Sports (@barstoolsports) April 30, 2025 Giannis sagðist þó hafa rætt við pabba Haliburtons eftir atvikið og þeir hafi ekki skilið í illu. Pabbinn baðst seinna afsökunar á samfélagsmiðlum og sonur hans sagði að hann hefði átt að hafa sig hægan. Tyrese Haliburton's dad apologizes following his confrontation with Giannis 👀 pic.twitter.com/Z294MiSuhV— Yahoo Sports (@YahooSports) April 30, 2025 „Ég er ekki sammála því sem gerðist. Körfubolti er körfubolti og höldum þessu inni á vellinum. Ég held að hann hafi orðið spenntur, sá son sinn skora sigurkörfu og fór út á gólfið en við ræddum saman,“ sagði Haliburton. „Hann verður að leyfa mér að spila körfubolta og halda sig þarna og ég kem og fagna með honum. Ég talaði við hann og Giannis. Pabbi minn hljóp á sig þarna.“ Haliburton skoraði 26 stig og gaf níu stoðsendingar í leiknum. Myles Turner var með 21 stig og níu fráköst. Þetta er annað árið í röð sem Indiana slær Milwaukee úr leik í 1. umferð úrslitakeppninnar. Liðið mætir Cleveland Cavaliers í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Detroit Pistons minnkaði muninn í einvíginu gegn New York Knicks með 103-106 sigri í Madison Square Garden. Knicks leiðir einvígið, 3-2. Cade Cunningham skoraði 24 stig fyrir Detroit og Ausar Thompson 22. Sex leikmenn Knicks skoruðu að minnsta kosti þrettán stig en enginn meira en nítján. DETROIT STAYS ALIVE WITH THE ROAD W 😤Cade: 24 pts, 8 reb, 8 astAusar: 22 pts (8-10 fgm), 7 reb, 2 blkTobias: 17 pts, 8 reb, 4 blkGame 6: Thursday, 7:30pm/et, TNT (NYK leads 3-2) pic.twitter.com/yFyVOPrRMo— NBA (@NBA) April 30, 2025 Denver Nuggets vantar aðeins einn sigur í viðbót til að slá Los Angeles Clippers út í Vesturdeildinni eftir 131-115 sigur í fimmta leik liðanna. Denver er 3-2 yfir í einvíginu. Jamal Murray var í miklu stuði hjá Denver og skoraði 43 stig. Aaron Gordon var með 23 stig og Russell Westbrook 21. Nikola Jokic var nokkuð rólegur í stigaskorun en skilaði samt þrefaldri tvennu; þrettán stigum, tíu fráköstum og tólf stoðsendingum. JAMAL MURRAY PUT ON SHOW IN A PIVOTAL GAME 5!🔥 43 PTS🔥 8 3PM🔥 7 AST🔥 3 STL🔥 17-26 FGM (65.4%)His 6th-career 40+ point postseason game leaves the @nuggets 1 win away from advancing! pic.twitter.com/NSDYhnyku4— NBA (@NBA) April 30, 2025 Þá tryggðu meistarar Boston Celtics sér sæti í undanúrslitum Austurdeildarinnar með sigri á Orlando Magic, 120-89. Boston vann einvígið, 4-1, og mætir annað hvort Knicks eða Detroit í næstu umferð. Jayson Tatum skoraði 35 stig fyrir Boston og Jaylen Brown 23. Franz Wagner skoraði 25 stig fyrir Orlando. TATUM COMES UP BIG TO CLINCH THE SERIES 🙌☘️ 35 PTS☘️ 10 AST☘️ 8 REB☘️ 4-5 3PM@celtics will face winner of Pistons/Knicks. pic.twitter.com/DiJtwBvyZT— NBA (@NBA) April 30, 2025
NBA Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Fleiri fréttir „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Sjá meira