Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. apríl 2025 08:00 Ágúst Bjarni Garðarsson er ekki sáttur með stöðu mála hjá HSÍ. fh Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður handknattleiksdeildar FH, fer hörðum orðum um HSÍ í færslu á Facebook. Hann segir að HSÍ þurfi á naflaskoðun á öllum sviðum að halda, enginn metnaður sé til að gera betur hjá sambandinu og fjármálin séu í rúst. Karlalið FH féll úr leik í undanúrslitum Olís-deildarinnar eftir tap fyrir Fram, 34-33, í tvíframlengdum fjórða leik liðanna á sunnudaginn. Framarar unnu einvígið, 3-1. Í færslu á Facebook byrjar Ágúst, sem tók við formennsku í handknattleiksdeild FH af Ásgeiri Jónssyni í vetur, á því að hrósa sínum mönnum í FH fyrir frammistöðuna og óska Fram til hamingju með að vera komið í úrslit. Svo beinir hann orðum sínum að HSÍ og fer engum silkihönskum um sambandið. Ekki eitt, heldur allt Ágúst segir að eftir að hann varð formaður handknattleiksdeildar FH hafi augu hans opnast fyrir ýmsum þáttum í handboltaheiminum sem hann hafi áður ekkert hugsað um dags dagslega. Og hann telur breytinga þörf. HSÍ þarf mjög nauðsynlega á naflaskoðun að halda á öllum sviðum. Það er í raun og veru ekkert eitt, það er allt. Markaðs- og kynningarstarf er í skötulíki. Það er enginn metnaður til að gera betur og fjármálin eru fyrir neðan allar hellur. Þetta segir Ágúst í færslu sinni en fjárhagsstaða HSÍ hefur verið heldur bágborin síðustu misseri. Undanfarin tvö ár hefur HSÍ tapað samtals 130 milljónum króna. Í samtali við íþróttadeild sagði Jón Halldórsson, nýkjörinn formaður HSÍ, að laga þurfi hallarekstur sambandsins. „Þetta er risastórt mál fyrir okkur sem handknattleikssamband og ekkert bara okkar mál. Það vantar fjármuni inn í hreyfinguna á Íslandi. Þetta er miklu stærra heldur en bara handknattleikssambandið. Að sjálfsögðu er það bara hlutverk mitt og nýrrar stjórnar að vinna út úr fjárhag sambandsins,“ sagði Jón meðal annars. Þarf að hreinsa all verulega til Í færslu sinni segir Ágúst einnig að smáborgarabragur sé við lýði í dómaramálum og í öllum samskiptum við dómara og eftirlitsmenn. Hagsmunaárekstrar á mörgum sviðum séu tíðir og innviðir séu ótraustir. „Verkefni nýrrar forystu er ærið. En þarna þarf að hreinsa all verulega til og hugsa hlutina upp á nýtt,“ skrifar Ágúst en færslu hans má sjá hér fyrir neðan. Olís-deild karla FH HSÍ Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Heimsmethafinn í hindrunarhlaupi hrasaði harkalega Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Haukar á toppinn Sport Tíu íslensk mörk í öruggum sigri Magdeburg | Arnór hafði betur í Íslendingaslag Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti Fleiri fréttir Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Sjá meira
Karlalið FH féll úr leik í undanúrslitum Olís-deildarinnar eftir tap fyrir Fram, 34-33, í tvíframlengdum fjórða leik liðanna á sunnudaginn. Framarar unnu einvígið, 3-1. Í færslu á Facebook byrjar Ágúst, sem tók við formennsku í handknattleiksdeild FH af Ásgeiri Jónssyni í vetur, á því að hrósa sínum mönnum í FH fyrir frammistöðuna og óska Fram til hamingju með að vera komið í úrslit. Svo beinir hann orðum sínum að HSÍ og fer engum silkihönskum um sambandið. Ekki eitt, heldur allt Ágúst segir að eftir að hann varð formaður handknattleiksdeildar FH hafi augu hans opnast fyrir ýmsum þáttum í handboltaheiminum sem hann hafi áður ekkert hugsað um dags dagslega. Og hann telur breytinga þörf. HSÍ þarf mjög nauðsynlega á naflaskoðun að halda á öllum sviðum. Það er í raun og veru ekkert eitt, það er allt. Markaðs- og kynningarstarf er í skötulíki. Það er enginn metnaður til að gera betur og fjármálin eru fyrir neðan allar hellur. Þetta segir Ágúst í færslu sinni en fjárhagsstaða HSÍ hefur verið heldur bágborin síðustu misseri. Undanfarin tvö ár hefur HSÍ tapað samtals 130 milljónum króna. Í samtali við íþróttadeild sagði Jón Halldórsson, nýkjörinn formaður HSÍ, að laga þurfi hallarekstur sambandsins. „Þetta er risastórt mál fyrir okkur sem handknattleikssamband og ekkert bara okkar mál. Það vantar fjármuni inn í hreyfinguna á Íslandi. Þetta er miklu stærra heldur en bara handknattleikssambandið. Að sjálfsögðu er það bara hlutverk mitt og nýrrar stjórnar að vinna út úr fjárhag sambandsins,“ sagði Jón meðal annars. Þarf að hreinsa all verulega til Í færslu sinni segir Ágúst einnig að smáborgarabragur sé við lýði í dómaramálum og í öllum samskiptum við dómara og eftirlitsmenn. Hagsmunaárekstrar á mörgum sviðum séu tíðir og innviðir séu ótraustir. „Verkefni nýrrar forystu er ærið. En þarna þarf að hreinsa all verulega til og hugsa hlutina upp á nýtt,“ skrifar Ágúst en færslu hans má sjá hér fyrir neðan.
Olís-deild karla FH HSÍ Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Heimsmethafinn í hindrunarhlaupi hrasaði harkalega Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Haukar á toppinn Sport Tíu íslensk mörk í öruggum sigri Magdeburg | Arnór hafði betur í Íslendingaslag Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti Fleiri fréttir Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Sjá meira