Jón Arnór mættur til London: Sumir segja að ég sé "glory hunter“ Óskar Ófeigur Jónsson í London skrifar 19. ágúst 2014 14:01 Jón Arnór Stefánsson á æfingu með íslenska landsliðinu á dögunum. Vísir/Daníel Jón Arnór Stefánsson er lentur í London og búinn að hitta félaga sína í karlalandsliðinu í körfubolta en Jón Arnór ætlar að spila leikinn mikilvæga í Koparkassanum annað kvöld en með sigri fer íslenska liðið langleiðina með því að tryggja sér sæti á EM. „Sumir segja „glory hunter" og það er bara þannig. Þetta er lið sem ég er búinn að spila með síðan árið 2000 og loksins er möguleiki á að gera eitthvað. Það kom líka svolítið á óvart hvað við vorum miklu betri en Bretarnir og við unnum þannig leik með stærri mun en ég hafði haldið," sagði Jón Arnór sem ákvað að skella sér í slaginn. Hann var ekki með þegar liðið vann 13 stiga sigur á Bretlandi í Laugardalshöllinni. „Það kviknaði á gamla keppnismanninum og ég varð bara að taka þátt í þessu," sagði Jón Arnór en hann tók þessa ákvörðun eftir hádegismat með konunni. „Við sátum saman í sólinni eftir að hafa tekið saman hádegismat tveimur dögum fyrir Bosníuleikinn. Þá ákvað ég bara að taka slaginn og byrja allavega á Bretaleiknum. Svo eigum við Bosníu heima og við eigum möguleika á því að vinna þá heima á Íslandi. Það getur vel verið að ég taki þann leik líka," sagði Jón Arnór en Ísland fær Bosníu í heimsókn í Höllina eftir rúma viku. Jón Arnór er enn án samnings og tekur því mikla áhættu enda gætu meiðsli í þessum leik kostað hann síðasta flotta samninginn. „Vonandi verð ég búinn að semja fyrir Bosníuleikinn en áhættusamast er að spila á morgun á móti Bretum. Ég setti hlutina smá í samhengi og það að komast inn á Evrópumót er miklu nær en ég hafði haldið. Ég tek bara sjensinn," sagði Jón Arnór en það verður rætt nánar við hann í Fréttablaðinu á morgun. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Ísland aldrei tapað í Koparkassanum í London Landsleikurinn gegn Bretlandi annað kvöld fer fram í íþróttahöll þar sem Ísland hefur aldrei tapað. 19. ágúst 2014 07:00 Jón Arnór verður með Íslandi gegn Bretum Besti körfuknattleiksmaður þjóðarinnar tekur áhættuna og ætlar að hjálpa til við að koma Íslandi á EM 2015. 19. ágúst 2014 06:00 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson er lentur í London og búinn að hitta félaga sína í karlalandsliðinu í körfubolta en Jón Arnór ætlar að spila leikinn mikilvæga í Koparkassanum annað kvöld en með sigri fer íslenska liðið langleiðina með því að tryggja sér sæti á EM. „Sumir segja „glory hunter" og það er bara þannig. Þetta er lið sem ég er búinn að spila með síðan árið 2000 og loksins er möguleiki á að gera eitthvað. Það kom líka svolítið á óvart hvað við vorum miklu betri en Bretarnir og við unnum þannig leik með stærri mun en ég hafði haldið," sagði Jón Arnór sem ákvað að skella sér í slaginn. Hann var ekki með þegar liðið vann 13 stiga sigur á Bretlandi í Laugardalshöllinni. „Það kviknaði á gamla keppnismanninum og ég varð bara að taka þátt í þessu," sagði Jón Arnór en hann tók þessa ákvörðun eftir hádegismat með konunni. „Við sátum saman í sólinni eftir að hafa tekið saman hádegismat tveimur dögum fyrir Bosníuleikinn. Þá ákvað ég bara að taka slaginn og byrja allavega á Bretaleiknum. Svo eigum við Bosníu heima og við eigum möguleika á því að vinna þá heima á Íslandi. Það getur vel verið að ég taki þann leik líka," sagði Jón Arnór en Ísland fær Bosníu í heimsókn í Höllina eftir rúma viku. Jón Arnór er enn án samnings og tekur því mikla áhættu enda gætu meiðsli í þessum leik kostað hann síðasta flotta samninginn. „Vonandi verð ég búinn að semja fyrir Bosníuleikinn en áhættusamast er að spila á morgun á móti Bretum. Ég setti hlutina smá í samhengi og það að komast inn á Evrópumót er miklu nær en ég hafði haldið. Ég tek bara sjensinn," sagði Jón Arnór en það verður rætt nánar við hann í Fréttablaðinu á morgun.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Ísland aldrei tapað í Koparkassanum í London Landsleikurinn gegn Bretlandi annað kvöld fer fram í íþróttahöll þar sem Ísland hefur aldrei tapað. 19. ágúst 2014 07:00 Jón Arnór verður með Íslandi gegn Bretum Besti körfuknattleiksmaður þjóðarinnar tekur áhættuna og ætlar að hjálpa til við að koma Íslandi á EM 2015. 19. ágúst 2014 06:00 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Sjá meira
Ísland aldrei tapað í Koparkassanum í London Landsleikurinn gegn Bretlandi annað kvöld fer fram í íþróttahöll þar sem Ísland hefur aldrei tapað. 19. ágúst 2014 07:00
Jón Arnór verður með Íslandi gegn Bretum Besti körfuknattleiksmaður þjóðarinnar tekur áhættuna og ætlar að hjálpa til við að koma Íslandi á EM 2015. 19. ágúst 2014 06:00