Hjálparstörf við ómanneskjulegar aðstæður Heimir Már Pétursson skrifar 5. ágúst 2014 13:31 vísir/afp/hari/rauði krossinn Skurðhjúkrunarfræðingur á vegum Rauða kross Íslands kom inn á Gaza í morgun þar sem hún mun hjúkra stríðssærðum á vegum Rauða krossins næstu vikur við nánast ómanneskjulegar aðstæður.Elín Oddsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur kemur til með að starfa með læknateymi alþjóða Rauða krossins. Þórir Guðmundsson sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða kross Íslands segir að mikið álag sé nú á heilbrigðisstarfsfólki Rauða krossins á Gaza. „Það er auðvitað ákveðin áhætta í því fyrir alla sem starfa á Gaza og við höfum séð að sprengjur hafa fallið á sjúkrahús og þær hafa fallið á flóttamannabúðir undanfarna daga,“ segir Þórir. Hins vegar sé þetta ásættanleg áhætta þar sem Ísraelsmenn viti vel hvar starfsmenn Rauða krossins starfa og gista. „Það er ákveðin áhætta sem fylgir því að starfa á stríðssvæði og Elín er vön því. Hún var í suður Súdan fyrr á þessu ári og fer aftur þangað síðar á árinu. Þannig að hún er að vinna sitt starf við þær aðstæður sem þarna eru og þær eru hrikalegar bæði fyrir þá sem eru að hjálpa en ekki síður fyrir það fólk sem þarna býr,“ segir Þórir. En þótt starfsmenn Rauða krossins hafi sloppið til þessa er ekki hægt að segja það sama um starfsmenn systursamtakanna Rauða hálfmánans. Á föstudag urðu sjúkrahús og skrifstofur palestínska Rauða hálfmánans fyrir árásum, en þegar hafa tveir starfsmenn Rauða hálfmánans látið lífið og 40 særst síðan árásirnar hófust á Gaza. „Það er svo mikið annríki þarna að á spítölum sem eru vanir að taka á móti kannski fimm til tíu manns á dag, fá kannski 150 manns eftir erfiða nótt og þurfa að sinna mjög erfiðum skotsárum og sárum eftir sprengjubrot og annað slíkt. Þetta eru auðvitað nánast ómanneskjulegar aðstæður,“ segir Þórir. Hann segir íslenska Rauða krossinn áður hafa aðstoðað Palestínumenn á Gaza og á Vesturbakkanum með því að senda fólk til að þjálfa sjúkraflutningabílstjóra Rauða hálfmánans og síðan sálfræðinga til þjálfunar í áfallahjálp, sérstaklega fyrir börn. „Svo geri ég ráð fyrir því að um leið og óhætt er þurfi gífurlega mikinn sálrænan stuðning við börn á Gaza og við munum taka þátt í því,“ segir Þórir Guðmundsson. Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Skurðhjúkrunarfræðingur á vegum Rauða kross Íslands kom inn á Gaza í morgun þar sem hún mun hjúkra stríðssærðum á vegum Rauða krossins næstu vikur við nánast ómanneskjulegar aðstæður.Elín Oddsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur kemur til með að starfa með læknateymi alþjóða Rauða krossins. Þórir Guðmundsson sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða kross Íslands segir að mikið álag sé nú á heilbrigðisstarfsfólki Rauða krossins á Gaza. „Það er auðvitað ákveðin áhætta í því fyrir alla sem starfa á Gaza og við höfum séð að sprengjur hafa fallið á sjúkrahús og þær hafa fallið á flóttamannabúðir undanfarna daga,“ segir Þórir. Hins vegar sé þetta ásættanleg áhætta þar sem Ísraelsmenn viti vel hvar starfsmenn Rauða krossins starfa og gista. „Það er ákveðin áhætta sem fylgir því að starfa á stríðssvæði og Elín er vön því. Hún var í suður Súdan fyrr á þessu ári og fer aftur þangað síðar á árinu. Þannig að hún er að vinna sitt starf við þær aðstæður sem þarna eru og þær eru hrikalegar bæði fyrir þá sem eru að hjálpa en ekki síður fyrir það fólk sem þarna býr,“ segir Þórir. En þótt starfsmenn Rauða krossins hafi sloppið til þessa er ekki hægt að segja það sama um starfsmenn systursamtakanna Rauða hálfmánans. Á föstudag urðu sjúkrahús og skrifstofur palestínska Rauða hálfmánans fyrir árásum, en þegar hafa tveir starfsmenn Rauða hálfmánans látið lífið og 40 særst síðan árásirnar hófust á Gaza. „Það er svo mikið annríki þarna að á spítölum sem eru vanir að taka á móti kannski fimm til tíu manns á dag, fá kannski 150 manns eftir erfiða nótt og þurfa að sinna mjög erfiðum skotsárum og sárum eftir sprengjubrot og annað slíkt. Þetta eru auðvitað nánast ómanneskjulegar aðstæður,“ segir Þórir. Hann segir íslenska Rauða krossinn áður hafa aðstoðað Palestínumenn á Gaza og á Vesturbakkanum með því að senda fólk til að þjálfa sjúkraflutningabílstjóra Rauða hálfmánans og síðan sálfræðinga til þjálfunar í áfallahjálp, sérstaklega fyrir börn. „Svo geri ég ráð fyrir því að um leið og óhætt er þurfi gífurlega mikinn sálrænan stuðning við börn á Gaza og við munum taka þátt í því,“ segir Þórir Guðmundsson.
Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira