Opið bréf frá Ramez Rassas til Íslendinga Ramez Rassas skrifar 6. ágúst 2014 09:44 Ég heiti Ramez Rassas. Ég bý í Gaza. Í nóvember 2013 sótti ég um hæli á Íslandi. Þá hafði mér ítrekað verið hafnað í Noregi. Útlendingastofnun hafnaði umsókninni í janúar og ég var rekinn frá Íslandi. Nú bý ég aftur í Gaza. Þegar mér var tilkynnt um ákvörðunina voru mér gefnir tveir kostir: að áfrýja til innanríkisráðuneytisins eða fara aftur til Noregs. Þetta kom mér í mikið uppnám. Áfrýjanir til innanríkisráðuneytisins taka mjög langan tíma. Allir sögðu mér að ráðuneytið myndi örugglega staðfesta ákvörðunina – líka lögfræðingurinn minn og Útlendingastofnun. Hins vegar vissi ég að meðferðin í Noregi er ekki betri. Í fimm ár vanvirtu norsk yfirvöld mig. Fimm sinnum höfnuðu þau mér. Ef Noregur myndi vilja hafa mig væri það frábært. Ég veit hins vegar af fenginni reynslu að það er ekki raunin. Þess vegna leitaði ég verndar á Íslandi. Norðmenn virtu engar reglur, þeir vilja ekki flóttamenn. Útlendingastofnun sagði mér að í Noregi yrði ég ekki sendur til Gaza. Ég trúði því ekki og reyndi að sýna þeim allar synjanirnar sem ég fékk þar. Þau tóku það ekki trúanlegt. Hins vegar vildu þau ekki ábyrgjast neitt. Þá bað ég Útlendingstofnun að leyfa mér að fara sjálfur til Noregs. Það kom ekki til greina. Ég myndi fara í lögreglufylgd þegar þeim þóknaðist. Einum og hálfum mánuði síðar hringdi lögreglan í mig. Mér var sagt að morguninn eftir myndu þeir koma og keyra mig í Leifsstöð. Tveir lögregluþjónar fylgdu mér til Osló, þar sem tveir norskir lögregluþjónar tóku við mér. Þeir fóru með mig í fangabúðir. Þegar ég spurði hvers vegna sögðu þeir: þú ert að fara heim til þín. Daginn eftir var ég dreginn fyrir dóm. Þar skyldi ákveðið hvort ég ætti að njóta frelsis þar til ég yrði sendur til Gaza. Lögreglan sagði að ég hefði flúið til Íslands, þess vegna væri mér ekki treystandi til að vera frjáls ferða minna. Svo ég var dæmdur til fangelsisvistar þar til ég yrði rekinn úr landi. Mánuði síðar sagði lögreglan mér að gera mig kláran til brottfarar. Ég fór að gráta og reyndi að útskýra mál mitt fyrir þeim, en þeim var sama. Þeir brostu yfir að sjá mig grátandi og hræddan. Þegar við komum að flugvélinni neitaði ég að fara um borð. Fjórir lögreglumenn tóku fast um mig og handjárnuðu mig eins og glæpamann. Þeir flugu með mig til Kaíró og þaðan var mér ekið til Gaza. Hér hef ég flúið úr einu húsi í annað eftir sprengjuárásir Ísraela síðustu vikur. Nú síðast var ég hrakinn úr húsi systur minnar á sjúkrahús og þaðan í heimili fjarskyldari ættingja, eftir að næsta hús við var sprengt í loft upp. Á friðsælli tímum hef ég sætt pólitískum ofsóknum, sem voru ástæðan fyrir að ég flúði upphaflega frá Gaza. Ég þarf að komast héðan til að njóta öryggis. Ég bið ykkur að veita mér vernd á Íslandi.Bréfið birtist fyrst á vefsíðunni Pistillinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég heiti Ramez Rassas. Ég bý í Gaza. Í nóvember 2013 sótti ég um hæli á Íslandi. Þá hafði mér ítrekað verið hafnað í Noregi. Útlendingastofnun hafnaði umsókninni í janúar og ég var rekinn frá Íslandi. Nú bý ég aftur í Gaza. Þegar mér var tilkynnt um ákvörðunina voru mér gefnir tveir kostir: að áfrýja til innanríkisráðuneytisins eða fara aftur til Noregs. Þetta kom mér í mikið uppnám. Áfrýjanir til innanríkisráðuneytisins taka mjög langan tíma. Allir sögðu mér að ráðuneytið myndi örugglega staðfesta ákvörðunina – líka lögfræðingurinn minn og Útlendingastofnun. Hins vegar vissi ég að meðferðin í Noregi er ekki betri. Í fimm ár vanvirtu norsk yfirvöld mig. Fimm sinnum höfnuðu þau mér. Ef Noregur myndi vilja hafa mig væri það frábært. Ég veit hins vegar af fenginni reynslu að það er ekki raunin. Þess vegna leitaði ég verndar á Íslandi. Norðmenn virtu engar reglur, þeir vilja ekki flóttamenn. Útlendingastofnun sagði mér að í Noregi yrði ég ekki sendur til Gaza. Ég trúði því ekki og reyndi að sýna þeim allar synjanirnar sem ég fékk þar. Þau tóku það ekki trúanlegt. Hins vegar vildu þau ekki ábyrgjast neitt. Þá bað ég Útlendingstofnun að leyfa mér að fara sjálfur til Noregs. Það kom ekki til greina. Ég myndi fara í lögreglufylgd þegar þeim þóknaðist. Einum og hálfum mánuði síðar hringdi lögreglan í mig. Mér var sagt að morguninn eftir myndu þeir koma og keyra mig í Leifsstöð. Tveir lögregluþjónar fylgdu mér til Osló, þar sem tveir norskir lögregluþjónar tóku við mér. Þeir fóru með mig í fangabúðir. Þegar ég spurði hvers vegna sögðu þeir: þú ert að fara heim til þín. Daginn eftir var ég dreginn fyrir dóm. Þar skyldi ákveðið hvort ég ætti að njóta frelsis þar til ég yrði sendur til Gaza. Lögreglan sagði að ég hefði flúið til Íslands, þess vegna væri mér ekki treystandi til að vera frjáls ferða minna. Svo ég var dæmdur til fangelsisvistar þar til ég yrði rekinn úr landi. Mánuði síðar sagði lögreglan mér að gera mig kláran til brottfarar. Ég fór að gráta og reyndi að útskýra mál mitt fyrir þeim, en þeim var sama. Þeir brostu yfir að sjá mig grátandi og hræddan. Þegar við komum að flugvélinni neitaði ég að fara um borð. Fjórir lögreglumenn tóku fast um mig og handjárnuðu mig eins og glæpamann. Þeir flugu með mig til Kaíró og þaðan var mér ekið til Gaza. Hér hef ég flúið úr einu húsi í annað eftir sprengjuárásir Ísraela síðustu vikur. Nú síðast var ég hrakinn úr húsi systur minnar á sjúkrahús og þaðan í heimili fjarskyldari ættingja, eftir að næsta hús við var sprengt í loft upp. Á friðsælli tímum hef ég sætt pólitískum ofsóknum, sem voru ástæðan fyrir að ég flúði upphaflega frá Gaza. Ég þarf að komast héðan til að njóta öryggis. Ég bið ykkur að veita mér vernd á Íslandi.Bréfið birtist fyrst á vefsíðunni Pistillinn.is.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar