Ísland í dag í kvöld: „Við erum að gera það sem þarf að gera“ Edda Sif Pálsdóttir skrifar 31. júlí 2014 14:00 Guðrún Arndís Tryggvadóttir og Einar Bergmundur Arnbjörnsson. Þau Guðrún Arndís Tryggvadóttir og Einar Bergmundur Arnbjörnsson hafa það að markmiði að skilja eitthvað eftir sig í lífinu sem hefur gildi. Þau bjuggu bæði erlendis en fluttu heim um aldamótin og kom þá á óvart hver staðan var á náttúruverndar- og umhverfismálum hérlendis. Þau hófu að sanka að sér upplýsingum um allt sem tengist umhverfi og náttúru og matreiða það fyrir okkur hin sem minna vitum. Afraksturinn má m.a. finna á vefsíðunni Náttúran.is. „Þetta er þekkt úr fræðunum, svona gat sem myndast þegar upplýsingatækni og geta almennings er orðin meiri en stjórnvalda. Ef íslenskum stofnunum er ekki beinlínis skipað að gera hluti og veitt fjármagn í það þá gera þau það augljóslega ekki. Við erum að reyna að fylla upp í þetta gat,“ segir Einar Bergmundur. Sjokk að koma heim Guðrúnu var brugðið þegar hún flutti aftur til Íslands árið 2000, eftir að hafa búið í Frakklandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. „Það var ekki einu sinni byrjað að bjóða upp á að fólk gæti flokkað heimilissorpið sitt. Það var árið 2000, ég búin að vera úti í átján ár og flokka allan þennan tíma. Það var eiginlega sjokk að koma heim og sjá hversu lítið væri búið að gera.“ Guðrún vissi lítið sem ekkert um umhverfismál þegar hún réðst í verkefnið en áhuginn fleytti henni áfram og tilfinningin sem fylgir því að gera eitthvað sem skiptir máli.Sumar merkingar mikilvægar en aðrar ekki „Við erum með gagnagrunn um merkingar og hvað þær þýða. Sumar merkingar eru mjög mikilvægar og aðrar ekki, sumar eru beinlínis villandi,“ segir Einar.Í appinu Húsinu sem er fáanlegt bæði fyrir Android stýrikerfi og iOS er hægt að ná í upplýsingar um hluti í daglegu lífi, á heimilinu og úti í garði t.d., og leiðbeiningar um hvað þarf að hafa í huga við kaup, notkun og jafnvel förgun á viðkomandi hlut. „Ef þú ert t.d. að kaupa þér sæng geturðu séð hvaða efni eru ofnæmisvaldandi, hver ekki og hvernig framleiðsluferlið er. Er þetta unnið af þrælum í Asíu eins og oft er? Maður þarf að hugsa um svo margt en við erum búin að taka saman hvað þarf að hugsa um í hverju tilfelli. Þú þarft t.d. ekki að hafa áhyggjur af barnaþrælkun þegar þú kaupir þýskan ísskáp en þá þarftu kannski að hafa áhyggjur af orkunotkun.“Rætt verður við þau Guðrúnu og Einar í Íslandi í dag kl. 18:55. Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Þau Guðrún Arndís Tryggvadóttir og Einar Bergmundur Arnbjörnsson hafa það að markmiði að skilja eitthvað eftir sig í lífinu sem hefur gildi. Þau bjuggu bæði erlendis en fluttu heim um aldamótin og kom þá á óvart hver staðan var á náttúruverndar- og umhverfismálum hérlendis. Þau hófu að sanka að sér upplýsingum um allt sem tengist umhverfi og náttúru og matreiða það fyrir okkur hin sem minna vitum. Afraksturinn má m.a. finna á vefsíðunni Náttúran.is. „Þetta er þekkt úr fræðunum, svona gat sem myndast þegar upplýsingatækni og geta almennings er orðin meiri en stjórnvalda. Ef íslenskum stofnunum er ekki beinlínis skipað að gera hluti og veitt fjármagn í það þá gera þau það augljóslega ekki. Við erum að reyna að fylla upp í þetta gat,“ segir Einar Bergmundur. Sjokk að koma heim Guðrúnu var brugðið þegar hún flutti aftur til Íslands árið 2000, eftir að hafa búið í Frakklandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. „Það var ekki einu sinni byrjað að bjóða upp á að fólk gæti flokkað heimilissorpið sitt. Það var árið 2000, ég búin að vera úti í átján ár og flokka allan þennan tíma. Það var eiginlega sjokk að koma heim og sjá hversu lítið væri búið að gera.“ Guðrún vissi lítið sem ekkert um umhverfismál þegar hún réðst í verkefnið en áhuginn fleytti henni áfram og tilfinningin sem fylgir því að gera eitthvað sem skiptir máli.Sumar merkingar mikilvægar en aðrar ekki „Við erum með gagnagrunn um merkingar og hvað þær þýða. Sumar merkingar eru mjög mikilvægar og aðrar ekki, sumar eru beinlínis villandi,“ segir Einar.Í appinu Húsinu sem er fáanlegt bæði fyrir Android stýrikerfi og iOS er hægt að ná í upplýsingar um hluti í daglegu lífi, á heimilinu og úti í garði t.d., og leiðbeiningar um hvað þarf að hafa í huga við kaup, notkun og jafnvel förgun á viðkomandi hlut. „Ef þú ert t.d. að kaupa þér sæng geturðu séð hvaða efni eru ofnæmisvaldandi, hver ekki og hvernig framleiðsluferlið er. Er þetta unnið af þrælum í Asíu eins og oft er? Maður þarf að hugsa um svo margt en við erum búin að taka saman hvað þarf að hugsa um í hverju tilfelli. Þú þarft t.d. ekki að hafa áhyggjur af barnaþrælkun þegar þú kaupir þýskan ísskáp en þá þarftu kannski að hafa áhyggjur af orkunotkun.“Rætt verður við þau Guðrúnu og Einar í Íslandi í dag kl. 18:55.
Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira