Ísland í dag í kvöld: „Við erum að gera það sem þarf að gera“ Edda Sif Pálsdóttir skrifar 31. júlí 2014 14:00 Guðrún Arndís Tryggvadóttir og Einar Bergmundur Arnbjörnsson. Þau Guðrún Arndís Tryggvadóttir og Einar Bergmundur Arnbjörnsson hafa það að markmiði að skilja eitthvað eftir sig í lífinu sem hefur gildi. Þau bjuggu bæði erlendis en fluttu heim um aldamótin og kom þá á óvart hver staðan var á náttúruverndar- og umhverfismálum hérlendis. Þau hófu að sanka að sér upplýsingum um allt sem tengist umhverfi og náttúru og matreiða það fyrir okkur hin sem minna vitum. Afraksturinn má m.a. finna á vefsíðunni Náttúran.is. „Þetta er þekkt úr fræðunum, svona gat sem myndast þegar upplýsingatækni og geta almennings er orðin meiri en stjórnvalda. Ef íslenskum stofnunum er ekki beinlínis skipað að gera hluti og veitt fjármagn í það þá gera þau það augljóslega ekki. Við erum að reyna að fylla upp í þetta gat,“ segir Einar Bergmundur. Sjokk að koma heim Guðrúnu var brugðið þegar hún flutti aftur til Íslands árið 2000, eftir að hafa búið í Frakklandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. „Það var ekki einu sinni byrjað að bjóða upp á að fólk gæti flokkað heimilissorpið sitt. Það var árið 2000, ég búin að vera úti í átján ár og flokka allan þennan tíma. Það var eiginlega sjokk að koma heim og sjá hversu lítið væri búið að gera.“ Guðrún vissi lítið sem ekkert um umhverfismál þegar hún réðst í verkefnið en áhuginn fleytti henni áfram og tilfinningin sem fylgir því að gera eitthvað sem skiptir máli.Sumar merkingar mikilvægar en aðrar ekki „Við erum með gagnagrunn um merkingar og hvað þær þýða. Sumar merkingar eru mjög mikilvægar og aðrar ekki, sumar eru beinlínis villandi,“ segir Einar.Í appinu Húsinu sem er fáanlegt bæði fyrir Android stýrikerfi og iOS er hægt að ná í upplýsingar um hluti í daglegu lífi, á heimilinu og úti í garði t.d., og leiðbeiningar um hvað þarf að hafa í huga við kaup, notkun og jafnvel förgun á viðkomandi hlut. „Ef þú ert t.d. að kaupa þér sæng geturðu séð hvaða efni eru ofnæmisvaldandi, hver ekki og hvernig framleiðsluferlið er. Er þetta unnið af þrælum í Asíu eins og oft er? Maður þarf að hugsa um svo margt en við erum búin að taka saman hvað þarf að hugsa um í hverju tilfelli. Þú þarft t.d. ekki að hafa áhyggjur af barnaþrælkun þegar þú kaupir þýskan ísskáp en þá þarftu kannski að hafa áhyggjur af orkunotkun.“Rætt verður við þau Guðrúnu og Einar í Íslandi í dag kl. 18:55. Mest lesið Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Innlent Fleiri fréttir Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Sjá meira
Þau Guðrún Arndís Tryggvadóttir og Einar Bergmundur Arnbjörnsson hafa það að markmiði að skilja eitthvað eftir sig í lífinu sem hefur gildi. Þau bjuggu bæði erlendis en fluttu heim um aldamótin og kom þá á óvart hver staðan var á náttúruverndar- og umhverfismálum hérlendis. Þau hófu að sanka að sér upplýsingum um allt sem tengist umhverfi og náttúru og matreiða það fyrir okkur hin sem minna vitum. Afraksturinn má m.a. finna á vefsíðunni Náttúran.is. „Þetta er þekkt úr fræðunum, svona gat sem myndast þegar upplýsingatækni og geta almennings er orðin meiri en stjórnvalda. Ef íslenskum stofnunum er ekki beinlínis skipað að gera hluti og veitt fjármagn í það þá gera þau það augljóslega ekki. Við erum að reyna að fylla upp í þetta gat,“ segir Einar Bergmundur. Sjokk að koma heim Guðrúnu var brugðið þegar hún flutti aftur til Íslands árið 2000, eftir að hafa búið í Frakklandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. „Það var ekki einu sinni byrjað að bjóða upp á að fólk gæti flokkað heimilissorpið sitt. Það var árið 2000, ég búin að vera úti í átján ár og flokka allan þennan tíma. Það var eiginlega sjokk að koma heim og sjá hversu lítið væri búið að gera.“ Guðrún vissi lítið sem ekkert um umhverfismál þegar hún réðst í verkefnið en áhuginn fleytti henni áfram og tilfinningin sem fylgir því að gera eitthvað sem skiptir máli.Sumar merkingar mikilvægar en aðrar ekki „Við erum með gagnagrunn um merkingar og hvað þær þýða. Sumar merkingar eru mjög mikilvægar og aðrar ekki, sumar eru beinlínis villandi,“ segir Einar.Í appinu Húsinu sem er fáanlegt bæði fyrir Android stýrikerfi og iOS er hægt að ná í upplýsingar um hluti í daglegu lífi, á heimilinu og úti í garði t.d., og leiðbeiningar um hvað þarf að hafa í huga við kaup, notkun og jafnvel förgun á viðkomandi hlut. „Ef þú ert t.d. að kaupa þér sæng geturðu séð hvaða efni eru ofnæmisvaldandi, hver ekki og hvernig framleiðsluferlið er. Er þetta unnið af þrælum í Asíu eins og oft er? Maður þarf að hugsa um svo margt en við erum búin að taka saman hvað þarf að hugsa um í hverju tilfelli. Þú þarft t.d. ekki að hafa áhyggjur af barnaþrælkun þegar þú kaupir þýskan ísskáp en þá þarftu kannski að hafa áhyggjur af orkunotkun.“Rætt verður við þau Guðrúnu og Einar í Íslandi í dag kl. 18:55.
Mest lesið Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Innlent Fleiri fréttir Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Sjá meira