Sport

Íslandsmótinu í bogfimi lauk um helgina

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Mynd frá keppnisdag Íslandsmótsins í Bogfimi.
Mynd frá keppnisdag Íslandsmótsins í Bogfimi. Mynd/Aðsend

Íslandsmótinu í bogfimi fór fram um helgina í Leirdalnum í Grafarholti en þetta var í fyrsta skipti sem Íslandsmótið hefur verið haldið í Leirdalnum.

Mótinu var skipt í 3 bogaflokka, Trissuboga, Sveigboga og Langboga. Langbogakeppnin var haldin á Föstudag, Sveigbogakeppnin á Laugardaginn og keppninni lauk á Sunnudaginn með Trissubogaflokknum. Keppt er eftir útsláttarkeppni þar til aðeins Íslandsmeistarinn situr eftir.

Nýtt félag tók þátt að þessu sinni Bogfimifélagið Álfar frá Akureyri sem er nýlega komið inn í ÍSÍ

Mótið gekk vel fyrir sig og voru bestu veður aðstæður sem hafa verið nokkurtíma á Íslandsmóti utanhúss sem sást á árangrinum. Alls voru slegin 10 Íslandmet á mótinu, öll Íslandsmetin í fullorðinsflokkum voru slegin í öllum bogaflokkum og mörg Íslandsmet í yngri flokkunum.


Úrslitin voru sem hér segja

Trissubogaflokkur Karla
Íslandsmeistari Guðmundur Örn Guðjónsson, Bogfimifélagið Álfar, Akureyri
Silfur Guðjón Einarsson, Bogfimifélagið Boginn, Kópavogi.
Brons Daníel Sigurðsson, Bogfimifélagið Boginn, Kópavogi

Sveigbogaflokkur Karla
Íslandsmeistari Sigurjón Atli Sigurðsson, Íþróttafélag Fatlaðra í Reykjavík
Silfur Carsten Tarnow, Íþróttafélagið Akur Akureyri.
Brons Carlos Horacio Gimenez, Íþróttafélag Fatlaðra í Reykjavík

Langbogaflokkur Karla
Íslandsmeistari Guðjón Einarsson, Bogfimifélagið Boginn, Kópavogi
Silfur Björn Halldórsson, Íþróttafélag Fatlaðra í Reykjavík
Brons Ármann Guðmundsson, Bogfimifélagið Boginn, Kópavogi

Trissubogaflokkur Kvenna
Íslandsmeistari Helga Kolbrún Magnúsdóttir, Bogfimifélagið Boginn, Kópavogi.
Silfur Astrid Daxböck, Bogfimifélagið Boginn, Kópavogi.

Sveigbogaflokkur Kvenna
Íslandsmeistari Astrid Daxböck, Bogfimifélagið Boginn, Kópavogi.
Silfur Sigríður Sigurðardóttir, Bogfimifélagið Boginn, Kópavogi.
Brons Margrét Einarsdóttir, Bogfimifélagið Boginn, Kópavogi.

Langbogaflokkur Kvenna
Íslandsmeistari Margrét Einarsdóttir, Bogfimifélagið Boginn, Kópavogi.
Silfur Helga Kolbrún Magnúsdóttir, Bogfimifélagið Boginn, Kópavogi.
Brons Astrid Daxböck, Bogfimifélagið Boginn, Kópavogi.

Íslandsmeistarar í yngri flokkunum, voru eftirfarandi.
Íslandsmeistari Trissuboga Karla U15, Guðjón Ingi Valdimarsson, Bogfimifélagið Boginn í Kópavogi
Íslandsmeistari Trissuboga Kvenna U15, Gabríela Íris Ferreira, Bogfimifélagið Boginn í Kópavogi
Íslandsmeistari Sveigboga Karla U18, Ásgeir Ingi Unnsteinsson, UMF Efling á Laugum
Íslandsmeistari Sveigboga Karla U15, Jón Valur Þorsteinsson, Bogfimifélagið Boginn í Kópavogi
Íslandsmeistari Trissuboga Karla U21, Valur Pálmi Valsson, Bogfimifélagið Boginn í KópavogiAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.