Formúla 1

Ökumenn mótmæla breyttri endurræsingu

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Öryggisbíllinn er settur út á brautina til að hægja á svo hægt sé að taka til eftir óhöpp.
Öryggisbíllinn er settur út á brautina til að hægja á svo hægt sé að taka til eftir óhöpp. Vísir/Getty
Nánast hver einasti af 22 ökumönnum í Formúlu 1 hefur mótmælt endurræsingu keppna úr kyrrstöðu. Þrátt fyrir það er breytingin væntanleg á næsta tímabili.

Hugmyndin snýst um að þegar öryggisbíllinn er kallaður út þá sé keppnin ekki endurræst með svokölluðu fljúgandi starti. Breytingin felur í sér að bílarnir muni raða sér á ráslínuna í þeim sætum sem þeir voru í þegar öryggisbíllinn var kallaður út.

„Við mótmæltum nánast allir eftir því sem ég best veit. Ég mun leyfa reyndari ökumönnum tjá skoðun sína. Ég sagði að þetta væri ekki besta lausnin,“ sagði Daniel Ricciardo um komandi breytingu.

„Ef þú leiðir keppni með 20 sekúndna forskot, og öryggisbíllinn er kallaður út, þá mun keppnin sem leit út fyrir að vera auðveldur sigur aftur verða tæp,“ sagði Ástralinn ungi hjá Red Bull.

„Að setja fremsta mann svo aftur á ráslínuna, þar sem allt getur gerst í ræsingum, ekki bara óhöpp, heldur getur þú átt slaka ræsingu og farið úr fyrsta í fjórða sæti fyrir fyrstu beygju, það er harkalegt fyrir þann sem leiddi keppnina,“ sagði Ricciardo að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×