Opið bréf vegna kvennaráðstefnunnar Nordiskt Forum 3. júlí 2014 16:44 Við undirrituð sóttum kvennaráðstefnuna Nordiskt Forum 2014 sem haldin var í Malmö í júní. Yfirlýst markmið ráðstefnunnar var að leggja línurnar fyrir jafnréttisbaráttu framtíðarinnar og ætti mikilvægi hennar því að vera augljóst og ábyrgð þeirra sem að henni stóðu. Með þessu bréfi viljum við opna umræðu um stöðu jafnréttismála í dag og koma athugasemdum á framfæri við skipuleggjendur ráðstefnunnar hérlendis og erlendis. Fjölmargar spurningar vöknuðu af okkar hálfu bæði fyrir ráðstefnuna og á meðan hún stóð yfir. Flestar þeirra lúta að því hve einhliða dagskrá, yfirbragð og niðurstöður ráðstefnunnar voru. Nordiskt Forum 2014 miðaði við og höfðaði til afmarkaðs hóps kvenna (hvítra, vestrænna, cis-kynja, gagnkynhneigðra og ófatlaðra kvenna í millistétt). Í okkar huga er jafnréttisbaráttan ekki bundin við ákveðinn hóp kvenna og getur aldrei einskorðast við líffræðilegt kyn. Hún er í kjarna sínum mannréttindabarátta og er því allt í senn barátta fyrir jöfnum rétti kvenna og karla, hinsegin fólks, fólks af ólíkum uppruna, fatlaðs fólks, fólks sem býr við ólíkan félagslegan og efnahagslegan veruleika og svo má lengi telja. Vegna þess hve einsleit dagskráin var þá glataðist tækifærið til að skilgreina jafnréttisbaráttuna út frá flóknum veruleika samtímans og ekki var horfst í augu við það að margir búa við margþætta mismunun. Málefni hinsegin fólks voru því sem næst ósýnileg í dagskránni. Sú umræða er nauðsynleg fyrir femínisma á 21. öldinni, ekki síst í ljósi sögunnar, þar sem kvennabaráttan hefur oft útilokað og jaðarsett þennan hóp fólks. Femínískar hreyfingar sem vilja standa undir nafni verða að ávarpa málefni ólíkra hópa kvenna og setja þau á dagskrá. Barátta fatlaðra kvenna var á jaðrinum og umfjöllun um útvíkkun jafnréttishugtaksins var nær hvergi að finna svo dæmi séu tekin. Þögn um margfalda mismunun hvetur ekki til þátttöku í jafnréttisstarfi. Útvíkkun jafnréttishugtaksins er réttlætismál og það er brýnt að taka þá umræðu einmitt á Norðurlöndunum þar sem jafnréttishugtakið hefur lengst af verið afmarkað við réttindi hvítra, gagnkynhneigðra millistéttarkvenna (þ.e.a.s. okkur flest sem þetta skrifa). Þessi þrönga nálgun á Nordiskt Forum í málefnum kvenna er fráhrindandi. Jafnrétti verður aldrei náð nema samhliða verði unnið gegn misrétti sem byggist á uppruna, fötlun, útliti, kynhneigð, kynvitund, aldri, trúar- og lífsskoðunum og efnahagslegri stöðu. Kvennahreyfingar frá Íslandi tóku þátt í undirbúningi ráðstefnunnar og þeirra hlutverk var væntanlega að upplýsa Íslendinga um ráðstefnuna og gæta þess að þátttakendur endurspegluðu margbreytileika samfélagsins. Ekki var skapaður aðgengilegur vettvangur fyrir mögulega þátttakendur að koma með tillögur að efni á ráðstefnuna og skortur var á kynningu og auglýsingum um ráðstefnuna. Sömuleiðis var mjög dýrt að vera með kynningu, en tveir klukkutímar kostuðu frá tæplega 800.000 krónum upp í 1,3 milljónir, sem augljóslega útilokar fjölmarga og er enn ein birtingarmynd mismununar sem leiðir af sér einhliða umræðu. Þá var sú umræða nokkuð áberandi á ráðstefnunni að nú væru norrænu löndin komin það langt í jafnréttisbaráttunni að kominn væri tími til að við (Norðurlöndin) flyttum út jafnréttið. Að við færum að kenna konum í öðrum heimshlutum hvernig þær eigi að berjast fyrir jafnrétti. Slík umræða fellur kylliflöt í gryfju nýlenduhyggju. Það er ekki valdeflandi og stuðlar ekki að jafnrétti á nokkurn hátt. Raewyn Connell gagnrýndi þessa orðræðu harðlega í einu af sínum innleggjum. Hún benti á það hversu hrokafull þessi afstaða getur verið og sagði að tími væri kominn til þess að „ríkir femínistar“ dreifðu auði sínum á réttlátari hátt með „fátækari femínistum“ um allan heim. Í stað þess að setja okkur á háan hest þyrftum við að hlusta á femínista í öðrum heimshlutum og læra af þeirra reynslu. Við tökum undir með Connell og beinum því til skipuleggjenda Nordiskt Forum að framvegis eigi sér stað samræða um ólíka reynslu og ólíkar þarfir á jafningjagrundvelli. Eitt af þemum rástefnunnar var framtíð femínismans. Samt skorti á að horft væri fram á veginn og að því væri velt upp hvernig taka mætti kvennabaráttuna skrefinu lengra. Það er hættulegt að vera andvaralaus og festast í að hampa gömlum sigrum eins og Kvennafrídeginum 1975. Sagan er mikilvæg því við byggjum á henni, en framtíðina þurfum við líka að spinna og jafnrétti fyrir alla næst ekki með því að endurtaka stöðugt sama stefið. Það er allra hagur að fá ólík sjónarmið að borðinu, það er í takti við raunveruleikann og það er réttlætismál. Jafnréttisbaráttan má ekki lokast af í hólfi merktu hvítum, gagnkynhneigðum,ófötluðum, cis-kynjuðum millistéttarkonum. F.h. Anna Kristinsdóttir Auður Magndís Auðardóttir Bjarney Friðriksdóttir Edda Ólafsdóttir Embla Guðrúnar Ágústsdóttir Freyja Barkardóttir Hafdís Eyjólfsdóttir Halldóra Gunnarsdóttir Helga Finnsdóttir Herdís Jóhannsdóttir Herdís Sólborg Haraldsdóttir Hildur Lilliendahl Viggósdóttir Íris Ellenberger Joanna Marcinkowska Jóna Vigdís Kristinsdóttir Karen Ásta Kristjánsdóttir Nadía Borisdóttir Steinunn Rögnvaldsdóttir Tómas Ingi Adolfsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Við undirrituð sóttum kvennaráðstefnuna Nordiskt Forum 2014 sem haldin var í Malmö í júní. Yfirlýst markmið ráðstefnunnar var að leggja línurnar fyrir jafnréttisbaráttu framtíðarinnar og ætti mikilvægi hennar því að vera augljóst og ábyrgð þeirra sem að henni stóðu. Með þessu bréfi viljum við opna umræðu um stöðu jafnréttismála í dag og koma athugasemdum á framfæri við skipuleggjendur ráðstefnunnar hérlendis og erlendis. Fjölmargar spurningar vöknuðu af okkar hálfu bæði fyrir ráðstefnuna og á meðan hún stóð yfir. Flestar þeirra lúta að því hve einhliða dagskrá, yfirbragð og niðurstöður ráðstefnunnar voru. Nordiskt Forum 2014 miðaði við og höfðaði til afmarkaðs hóps kvenna (hvítra, vestrænna, cis-kynja, gagnkynhneigðra og ófatlaðra kvenna í millistétt). Í okkar huga er jafnréttisbaráttan ekki bundin við ákveðinn hóp kvenna og getur aldrei einskorðast við líffræðilegt kyn. Hún er í kjarna sínum mannréttindabarátta og er því allt í senn barátta fyrir jöfnum rétti kvenna og karla, hinsegin fólks, fólks af ólíkum uppruna, fatlaðs fólks, fólks sem býr við ólíkan félagslegan og efnahagslegan veruleika og svo má lengi telja. Vegna þess hve einsleit dagskráin var þá glataðist tækifærið til að skilgreina jafnréttisbaráttuna út frá flóknum veruleika samtímans og ekki var horfst í augu við það að margir búa við margþætta mismunun. Málefni hinsegin fólks voru því sem næst ósýnileg í dagskránni. Sú umræða er nauðsynleg fyrir femínisma á 21. öldinni, ekki síst í ljósi sögunnar, þar sem kvennabaráttan hefur oft útilokað og jaðarsett þennan hóp fólks. Femínískar hreyfingar sem vilja standa undir nafni verða að ávarpa málefni ólíkra hópa kvenna og setja þau á dagskrá. Barátta fatlaðra kvenna var á jaðrinum og umfjöllun um útvíkkun jafnréttishugtaksins var nær hvergi að finna svo dæmi séu tekin. Þögn um margfalda mismunun hvetur ekki til þátttöku í jafnréttisstarfi. Útvíkkun jafnréttishugtaksins er réttlætismál og það er brýnt að taka þá umræðu einmitt á Norðurlöndunum þar sem jafnréttishugtakið hefur lengst af verið afmarkað við réttindi hvítra, gagnkynhneigðra millistéttarkvenna (þ.e.a.s. okkur flest sem þetta skrifa). Þessi þrönga nálgun á Nordiskt Forum í málefnum kvenna er fráhrindandi. Jafnrétti verður aldrei náð nema samhliða verði unnið gegn misrétti sem byggist á uppruna, fötlun, útliti, kynhneigð, kynvitund, aldri, trúar- og lífsskoðunum og efnahagslegri stöðu. Kvennahreyfingar frá Íslandi tóku þátt í undirbúningi ráðstefnunnar og þeirra hlutverk var væntanlega að upplýsa Íslendinga um ráðstefnuna og gæta þess að þátttakendur endurspegluðu margbreytileika samfélagsins. Ekki var skapaður aðgengilegur vettvangur fyrir mögulega þátttakendur að koma með tillögur að efni á ráðstefnuna og skortur var á kynningu og auglýsingum um ráðstefnuna. Sömuleiðis var mjög dýrt að vera með kynningu, en tveir klukkutímar kostuðu frá tæplega 800.000 krónum upp í 1,3 milljónir, sem augljóslega útilokar fjölmarga og er enn ein birtingarmynd mismununar sem leiðir af sér einhliða umræðu. Þá var sú umræða nokkuð áberandi á ráðstefnunni að nú væru norrænu löndin komin það langt í jafnréttisbaráttunni að kominn væri tími til að við (Norðurlöndin) flyttum út jafnréttið. Að við færum að kenna konum í öðrum heimshlutum hvernig þær eigi að berjast fyrir jafnrétti. Slík umræða fellur kylliflöt í gryfju nýlenduhyggju. Það er ekki valdeflandi og stuðlar ekki að jafnrétti á nokkurn hátt. Raewyn Connell gagnrýndi þessa orðræðu harðlega í einu af sínum innleggjum. Hún benti á það hversu hrokafull þessi afstaða getur verið og sagði að tími væri kominn til þess að „ríkir femínistar“ dreifðu auði sínum á réttlátari hátt með „fátækari femínistum“ um allan heim. Í stað þess að setja okkur á háan hest þyrftum við að hlusta á femínista í öðrum heimshlutum og læra af þeirra reynslu. Við tökum undir með Connell og beinum því til skipuleggjenda Nordiskt Forum að framvegis eigi sér stað samræða um ólíka reynslu og ólíkar þarfir á jafningjagrundvelli. Eitt af þemum rástefnunnar var framtíð femínismans. Samt skorti á að horft væri fram á veginn og að því væri velt upp hvernig taka mætti kvennabaráttuna skrefinu lengra. Það er hættulegt að vera andvaralaus og festast í að hampa gömlum sigrum eins og Kvennafrídeginum 1975. Sagan er mikilvæg því við byggjum á henni, en framtíðina þurfum við líka að spinna og jafnrétti fyrir alla næst ekki með því að endurtaka stöðugt sama stefið. Það er allra hagur að fá ólík sjónarmið að borðinu, það er í takti við raunveruleikann og það er réttlætismál. Jafnréttisbaráttan má ekki lokast af í hólfi merktu hvítum, gagnkynhneigðum,ófötluðum, cis-kynjuðum millistéttarkonum. F.h. Anna Kristinsdóttir Auður Magndís Auðardóttir Bjarney Friðriksdóttir Edda Ólafsdóttir Embla Guðrúnar Ágústsdóttir Freyja Barkardóttir Hafdís Eyjólfsdóttir Halldóra Gunnarsdóttir Helga Finnsdóttir Herdís Jóhannsdóttir Herdís Sólborg Haraldsdóttir Hildur Lilliendahl Viggósdóttir Íris Ellenberger Joanna Marcinkowska Jóna Vigdís Kristinsdóttir Karen Ásta Kristjánsdóttir Nadía Borisdóttir Steinunn Rögnvaldsdóttir Tómas Ingi Adolfsson
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar