PISA: Gagnlegar upplýsingar en ekki endanlegur dómur um gæði Aðalheiður Steingrímsdóttir skrifar 1. júlí 2014 00:01 Reykjavíkurborg hefur birt niðurstöður PISA 2012 úr skólum eftir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál sagði það skylt. Niðurstöður úr PISA og öðrum alþjóðlegum rannsóknum geta átt þátt í því að beina athygli okkar að sterkum hliðum íslensks skólakerfis og að ýmsum vanda. Þær geta verið tilefni til að spyrja vel ígrundaðra spurninga um hvernig við getum gert góðan grunnskóla enn betri. En PISA hefur margar takmarkanir. PISA er fyrst og fremst stöðumynd af hæfni 15 ára nemenda í einu landi til að svara tilteknum spurningum samanborið við nemendur í öðrum löndum og þetta gert á þriggja ára fresti. PISA gefur ekki svör við ástæðum munar á löndum á þeim sviðum sem mælingin tekur til. PISA tekur ekki tillit til markmiða skólastarfs í einstökum löndum og landshlutum. PISA mælir ekki hvort starf grunnskóla sé í samræmi við markmið grunnskólalaga og markmiða um hlutverk grunnskólans. Í niðurstöðum úr einstökum skólum kemur fram ólík þátttaka og felst mikil óvissa í því að nota niðurstöðurnar um hvern og einn. Félagslegt umhverfi skóla er mismunandi og bakgrunnur nemenda. Jöfnuður milli grunnskóla hér á landi er samt sem betur fer með allra mesta móti af öllum 65 þátttökulöndunum en á hinn bóginn er getustig nemenda í einstökum skólum hér á landi eitt það fjölbreytilegasta samanborið við hin löndin. Allir vita að skólar hafa aldrei haft raunverulega stöðu til að starfa samkvæmt stefnu um skóla án aðgreiningar og hefur niðurskurður undanfarinna ára á fjármunum til skólastarfs ekki gert hlutina auðveldari. Við þurfum að vera mjög vakandi fyrir því hvernig PISA niðurstöður eru notaðar. Ef það er gert einhliða og þröngt og til dæmis bara einblínt á hvar lönd og skólar raðast á listann þá missum við sjónar af almennu þroska- og menntunarhlutverki skólans. Í sumum löndum hefur slök útkoma í PISA verið misnotuð pólitískt til að færa rök fyrir aðgerðum í menntamálum sem rannsóknarniðurstöður fjalla ekkert um. PISA gefur gefið okkur gagnlegar upplýsingar en er alls ekki einhver endanlegur dómur um gæði skólastarfsins. Ef við horfum fram hjá almennu þroska- og menntunarhlutverki skólans þegar við leggjum mat á hlutina þá erum við á villigötum. Skólinn er bæði mikilvægur hluti af samfélaginu og samfélagið okkar í smækkaðri mynd. Og við vitum að PISA niðurstöður er heldur ekki hægt að nota sem áreiðanlegar vísbendingar um stöðu einstakra landa í alþjóðlegri markaðssamkeppni þegar hugsað er um gæði skólastarfs og árangur þess. Rannsóknir á menntakerfum landa sýna að nokkur einkenni eru sameiginleg þeim löndum sem OECD telur hafa tekist vel upp í menntamálum sínum: opinber skóli sem er fyrir alla, skólastjórnendur og kennarar njóta trausts og búa við sjálfstæði í starfi, góð kennaralaun, fagmenntun kennara er á mastersstigi háskóla og starfsþróun þeirra er samofin kennarastarfinu, góð samskipti eru milli nemenda og kennara og hátt hlutfall barna er í leikskólum. Margt getum við lært af reynslu þessara landa, eflum opinbera menntakerfið og tölum það ekki niður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur birt niðurstöður PISA 2012 úr skólum eftir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál sagði það skylt. Niðurstöður úr PISA og öðrum alþjóðlegum rannsóknum geta átt þátt í því að beina athygli okkar að sterkum hliðum íslensks skólakerfis og að ýmsum vanda. Þær geta verið tilefni til að spyrja vel ígrundaðra spurninga um hvernig við getum gert góðan grunnskóla enn betri. En PISA hefur margar takmarkanir. PISA er fyrst og fremst stöðumynd af hæfni 15 ára nemenda í einu landi til að svara tilteknum spurningum samanborið við nemendur í öðrum löndum og þetta gert á þriggja ára fresti. PISA gefur ekki svör við ástæðum munar á löndum á þeim sviðum sem mælingin tekur til. PISA tekur ekki tillit til markmiða skólastarfs í einstökum löndum og landshlutum. PISA mælir ekki hvort starf grunnskóla sé í samræmi við markmið grunnskólalaga og markmiða um hlutverk grunnskólans. Í niðurstöðum úr einstökum skólum kemur fram ólík þátttaka og felst mikil óvissa í því að nota niðurstöðurnar um hvern og einn. Félagslegt umhverfi skóla er mismunandi og bakgrunnur nemenda. Jöfnuður milli grunnskóla hér á landi er samt sem betur fer með allra mesta móti af öllum 65 þátttökulöndunum en á hinn bóginn er getustig nemenda í einstökum skólum hér á landi eitt það fjölbreytilegasta samanborið við hin löndin. Allir vita að skólar hafa aldrei haft raunverulega stöðu til að starfa samkvæmt stefnu um skóla án aðgreiningar og hefur niðurskurður undanfarinna ára á fjármunum til skólastarfs ekki gert hlutina auðveldari. Við þurfum að vera mjög vakandi fyrir því hvernig PISA niðurstöður eru notaðar. Ef það er gert einhliða og þröngt og til dæmis bara einblínt á hvar lönd og skólar raðast á listann þá missum við sjónar af almennu þroska- og menntunarhlutverki skólans. Í sumum löndum hefur slök útkoma í PISA verið misnotuð pólitískt til að færa rök fyrir aðgerðum í menntamálum sem rannsóknarniðurstöður fjalla ekkert um. PISA gefur gefið okkur gagnlegar upplýsingar en er alls ekki einhver endanlegur dómur um gæði skólastarfsins. Ef við horfum fram hjá almennu þroska- og menntunarhlutverki skólans þegar við leggjum mat á hlutina þá erum við á villigötum. Skólinn er bæði mikilvægur hluti af samfélaginu og samfélagið okkar í smækkaðri mynd. Og við vitum að PISA niðurstöður er heldur ekki hægt að nota sem áreiðanlegar vísbendingar um stöðu einstakra landa í alþjóðlegri markaðssamkeppni þegar hugsað er um gæði skólastarfs og árangur þess. Rannsóknir á menntakerfum landa sýna að nokkur einkenni eru sameiginleg þeim löndum sem OECD telur hafa tekist vel upp í menntamálum sínum: opinber skóli sem er fyrir alla, skólastjórnendur og kennarar njóta trausts og búa við sjálfstæði í starfi, góð kennaralaun, fagmenntun kennara er á mastersstigi háskóla og starfsþróun þeirra er samofin kennarastarfinu, góð samskipti eru milli nemenda og kennara og hátt hlutfall barna er í leikskólum. Margt getum við lært af reynslu þessara landa, eflum opinbera menntakerfið og tölum það ekki niður.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar