Maður á hjóli fékk enga samúð: "Fuck you and your hand“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 26. júní 2014 17:54 Magnús var að hjóla inn Laufásveg þegar hann lenti í árekstri við bifreið og lítil umferðateppa myndaðist sem fór illa í bílstjóra sem kom aðvífandi. Magnús Hreggviðsson, hjólreiðamaður, lenti í umferðaróhappi í gær þegar hann hjólaði inn Laufásveg og myndaðist lítil umferðateppa. En það eru harkaleg viðbrögð bílstjóra sem bíða þurfti í bíl sínum á meðan stumrað var yfir honum sem eru honum eftirminnileg. „Hann kemur út úr bílnum. Frussandi reiður. Ég hélt að hann ætlaði bara að koma og ráðast á mig,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Magnús lýsir atvikinu þannig að hann hafi skroppið úr vinnunni heim í hádeginu og var að hjóla aftur tilbaka. „Ég sé að það er bíll sem er að keyra inn Laufásveginn, hann hægir á sér svo ég ætla að taka framúr honum. En svo er hann að taka u-beygju og keyrir á mig,“ útskýrir Magnús. Hann fellur í jörðina við áreksturinn og maðurinn sem keyrir á hann kemur út til hans, þar sem hann liggur ásamt hjólinu, til að athuga með hann og biðjast afsökunar.„I don‘t care about your accident“ „Síðan eru tveir bílar sem eru að beygja inn Laufásveg sem þurfa að stoppa af því að við erum fyrir. Ökumaður seinni bílsins byrjar að flauta og kalla á okkur. Gefur okkur til kynna að drulla okkur í burtu.“ Reyndi Magnús ásamt bílstjóra þess bíls sem hafði ekið á hann að útskýra að það hefði orðið slys og verið væri að hlú að Magnúsi. „Það virtist ekki skipta neinu máli. Ég er í sjokki og gef honum fingurinn. Þá bara trompast hann,“ útskýrir Magnús. Þá stígur maðurinn út úr bílnum sínum öskrandi og gengur að slysstað. „Hann segir bara: „I don‘t care about your accident“ [Ísl. Mér er alveg sama um slysið þitt.] og „Never do this“, eða svona gerirðu aldrei.“ Maðurinn fór inn í bílinn sinn aftur þegar Magnús fór af götunni en hann hafði ekki sagt sitt síðasta orð. „Hann keyrir löturhægt framhjá mér, flautar, skrúfar niður gluggann og fokkar á mig og segir: „Fuck you and your hand.“ [Ísl: Far þú og þín hönd í rass.] Ég var bara að labba með hjólið með blóðuga hendina,“ segir Magnús sem slasaðist sem betur fer ekki alvarlega. „Ég fékk smá rispur og skrámur, er bólginn á hnénu og aðeins slæmur í úlnlið og olnboga.“ „Ég var reiðari og í meira sjokki yfir þessum viðbrögðum heldur en sjálfu slysinu,“ segir Magnús sem hefur þó jafnað sig í dag. „Þetta voru bara þrjár mínútur í heildina. Þetta var bara örstutt.“ Maðurinn var hávaxinn, þrekinn, krúnurakaðan og af erlendu bergi brotinn. „Til að kóróna þetta þá var hann á nýjum silfurlitum Range rover.“ Segir Magnús hann ekki hafa gert Range rover steríótýpunni neinn greiða. „Og þarna var ég bara að gera aðför að einkabílnum,“ segir Magnús að lokum og hlær. „Þetta er eiginlega bara fyndið.“ Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Magnús Hreggviðsson, hjólreiðamaður, lenti í umferðaróhappi í gær þegar hann hjólaði inn Laufásveg og myndaðist lítil umferðateppa. En það eru harkaleg viðbrögð bílstjóra sem bíða þurfti í bíl sínum á meðan stumrað var yfir honum sem eru honum eftirminnileg. „Hann kemur út úr bílnum. Frussandi reiður. Ég hélt að hann ætlaði bara að koma og ráðast á mig,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Magnús lýsir atvikinu þannig að hann hafi skroppið úr vinnunni heim í hádeginu og var að hjóla aftur tilbaka. „Ég sé að það er bíll sem er að keyra inn Laufásveginn, hann hægir á sér svo ég ætla að taka framúr honum. En svo er hann að taka u-beygju og keyrir á mig,“ útskýrir Magnús. Hann fellur í jörðina við áreksturinn og maðurinn sem keyrir á hann kemur út til hans, þar sem hann liggur ásamt hjólinu, til að athuga með hann og biðjast afsökunar.„I don‘t care about your accident“ „Síðan eru tveir bílar sem eru að beygja inn Laufásveg sem þurfa að stoppa af því að við erum fyrir. Ökumaður seinni bílsins byrjar að flauta og kalla á okkur. Gefur okkur til kynna að drulla okkur í burtu.“ Reyndi Magnús ásamt bílstjóra þess bíls sem hafði ekið á hann að útskýra að það hefði orðið slys og verið væri að hlú að Magnúsi. „Það virtist ekki skipta neinu máli. Ég er í sjokki og gef honum fingurinn. Þá bara trompast hann,“ útskýrir Magnús. Þá stígur maðurinn út úr bílnum sínum öskrandi og gengur að slysstað. „Hann segir bara: „I don‘t care about your accident“ [Ísl. Mér er alveg sama um slysið þitt.] og „Never do this“, eða svona gerirðu aldrei.“ Maðurinn fór inn í bílinn sinn aftur þegar Magnús fór af götunni en hann hafði ekki sagt sitt síðasta orð. „Hann keyrir löturhægt framhjá mér, flautar, skrúfar niður gluggann og fokkar á mig og segir: „Fuck you and your hand.“ [Ísl: Far þú og þín hönd í rass.] Ég var bara að labba með hjólið með blóðuga hendina,“ segir Magnús sem slasaðist sem betur fer ekki alvarlega. „Ég fékk smá rispur og skrámur, er bólginn á hnénu og aðeins slæmur í úlnlið og olnboga.“ „Ég var reiðari og í meira sjokki yfir þessum viðbrögðum heldur en sjálfu slysinu,“ segir Magnús sem hefur þó jafnað sig í dag. „Þetta voru bara þrjár mínútur í heildina. Þetta var bara örstutt.“ Maðurinn var hávaxinn, þrekinn, krúnurakaðan og af erlendu bergi brotinn. „Til að kóróna þetta þá var hann á nýjum silfurlitum Range rover.“ Segir Magnús hann ekki hafa gert Range rover steríótýpunni neinn greiða. „Og þarna var ég bara að gera aðför að einkabílnum,“ segir Magnús að lokum og hlær. „Þetta er eiginlega bara fyndið.“
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira