Maður á hjóli fékk enga samúð: "Fuck you and your hand“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 26. júní 2014 17:54 Magnús var að hjóla inn Laufásveg þegar hann lenti í árekstri við bifreið og lítil umferðateppa myndaðist sem fór illa í bílstjóra sem kom aðvífandi. Magnús Hreggviðsson, hjólreiðamaður, lenti í umferðaróhappi í gær þegar hann hjólaði inn Laufásveg og myndaðist lítil umferðateppa. En það eru harkaleg viðbrögð bílstjóra sem bíða þurfti í bíl sínum á meðan stumrað var yfir honum sem eru honum eftirminnileg. „Hann kemur út úr bílnum. Frussandi reiður. Ég hélt að hann ætlaði bara að koma og ráðast á mig,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Magnús lýsir atvikinu þannig að hann hafi skroppið úr vinnunni heim í hádeginu og var að hjóla aftur tilbaka. „Ég sé að það er bíll sem er að keyra inn Laufásveginn, hann hægir á sér svo ég ætla að taka framúr honum. En svo er hann að taka u-beygju og keyrir á mig,“ útskýrir Magnús. Hann fellur í jörðina við áreksturinn og maðurinn sem keyrir á hann kemur út til hans, þar sem hann liggur ásamt hjólinu, til að athuga með hann og biðjast afsökunar.„I don‘t care about your accident“ „Síðan eru tveir bílar sem eru að beygja inn Laufásveg sem þurfa að stoppa af því að við erum fyrir. Ökumaður seinni bílsins byrjar að flauta og kalla á okkur. Gefur okkur til kynna að drulla okkur í burtu.“ Reyndi Magnús ásamt bílstjóra þess bíls sem hafði ekið á hann að útskýra að það hefði orðið slys og verið væri að hlú að Magnúsi. „Það virtist ekki skipta neinu máli. Ég er í sjokki og gef honum fingurinn. Þá bara trompast hann,“ útskýrir Magnús. Þá stígur maðurinn út úr bílnum sínum öskrandi og gengur að slysstað. „Hann segir bara: „I don‘t care about your accident“ [Ísl. Mér er alveg sama um slysið þitt.] og „Never do this“, eða svona gerirðu aldrei.“ Maðurinn fór inn í bílinn sinn aftur þegar Magnús fór af götunni en hann hafði ekki sagt sitt síðasta orð. „Hann keyrir löturhægt framhjá mér, flautar, skrúfar niður gluggann og fokkar á mig og segir: „Fuck you and your hand.“ [Ísl: Far þú og þín hönd í rass.] Ég var bara að labba með hjólið með blóðuga hendina,“ segir Magnús sem slasaðist sem betur fer ekki alvarlega. „Ég fékk smá rispur og skrámur, er bólginn á hnénu og aðeins slæmur í úlnlið og olnboga.“ „Ég var reiðari og í meira sjokki yfir þessum viðbrögðum heldur en sjálfu slysinu,“ segir Magnús sem hefur þó jafnað sig í dag. „Þetta voru bara þrjár mínútur í heildina. Þetta var bara örstutt.“ Maðurinn var hávaxinn, þrekinn, krúnurakaðan og af erlendu bergi brotinn. „Til að kóróna þetta þá var hann á nýjum silfurlitum Range rover.“ Segir Magnús hann ekki hafa gert Range rover steríótýpunni neinn greiða. „Og þarna var ég bara að gera aðför að einkabílnum,“ segir Magnús að lokum og hlær. „Þetta er eiginlega bara fyndið.“ Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Magnús Hreggviðsson, hjólreiðamaður, lenti í umferðaróhappi í gær þegar hann hjólaði inn Laufásveg og myndaðist lítil umferðateppa. En það eru harkaleg viðbrögð bílstjóra sem bíða þurfti í bíl sínum á meðan stumrað var yfir honum sem eru honum eftirminnileg. „Hann kemur út úr bílnum. Frussandi reiður. Ég hélt að hann ætlaði bara að koma og ráðast á mig,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Magnús lýsir atvikinu þannig að hann hafi skroppið úr vinnunni heim í hádeginu og var að hjóla aftur tilbaka. „Ég sé að það er bíll sem er að keyra inn Laufásveginn, hann hægir á sér svo ég ætla að taka framúr honum. En svo er hann að taka u-beygju og keyrir á mig,“ útskýrir Magnús. Hann fellur í jörðina við áreksturinn og maðurinn sem keyrir á hann kemur út til hans, þar sem hann liggur ásamt hjólinu, til að athuga með hann og biðjast afsökunar.„I don‘t care about your accident“ „Síðan eru tveir bílar sem eru að beygja inn Laufásveg sem þurfa að stoppa af því að við erum fyrir. Ökumaður seinni bílsins byrjar að flauta og kalla á okkur. Gefur okkur til kynna að drulla okkur í burtu.“ Reyndi Magnús ásamt bílstjóra þess bíls sem hafði ekið á hann að útskýra að það hefði orðið slys og verið væri að hlú að Magnúsi. „Það virtist ekki skipta neinu máli. Ég er í sjokki og gef honum fingurinn. Þá bara trompast hann,“ útskýrir Magnús. Þá stígur maðurinn út úr bílnum sínum öskrandi og gengur að slysstað. „Hann segir bara: „I don‘t care about your accident“ [Ísl. Mér er alveg sama um slysið þitt.] og „Never do this“, eða svona gerirðu aldrei.“ Maðurinn fór inn í bílinn sinn aftur þegar Magnús fór af götunni en hann hafði ekki sagt sitt síðasta orð. „Hann keyrir löturhægt framhjá mér, flautar, skrúfar niður gluggann og fokkar á mig og segir: „Fuck you and your hand.“ [Ísl: Far þú og þín hönd í rass.] Ég var bara að labba með hjólið með blóðuga hendina,“ segir Magnús sem slasaðist sem betur fer ekki alvarlega. „Ég fékk smá rispur og skrámur, er bólginn á hnénu og aðeins slæmur í úlnlið og olnboga.“ „Ég var reiðari og í meira sjokki yfir þessum viðbrögðum heldur en sjálfu slysinu,“ segir Magnús sem hefur þó jafnað sig í dag. „Þetta voru bara þrjár mínútur í heildina. Þetta var bara örstutt.“ Maðurinn var hávaxinn, þrekinn, krúnurakaðan og af erlendu bergi brotinn. „Til að kóróna þetta þá var hann á nýjum silfurlitum Range rover.“ Segir Magnús hann ekki hafa gert Range rover steríótýpunni neinn greiða. „Og þarna var ég bara að gera aðför að einkabílnum,“ segir Magnús að lokum og hlær. „Þetta er eiginlega bara fyndið.“
Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira