Innlent

Myndasyrpa úr Eyjum: Margt fólk en blaut hátíðahöld

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Lúðrasveit Vestmannaeyja spilaði falleg lög í tilefni dagsins.
Lúðrasveit Vestmannaeyja spilaði falleg lög í tilefni dagsins.
Mikil hátíðarhöld voru í Vestmannaeyjum í dag eins og um allt land í tilefni 17. júní. Eyjamenn tóku þátt í skrúðgöngu, Sóley Guðmundsdóttir fjallkona flutti hátíðarljóð, fimleikafélagsins Rán var með fimleikasýningu og Leikhúskórinn tók lagið meðal annars. 

Í kvöld voru síðan tónleikar klukkan átta í Menningarhúsinu.

Að sögn lögreglu er sallarólegur dagur að baki en mjög blautur. Þrátt fyrir að mikið hafi rignt var fjöldinn allur af fólki í bænum sem að lét rigninguna ekkert á sig fá. 

Skemmtilegar myndir eru hér í myndaalbúminu efst í fréttinni.

.

.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×