Stjórnendur Samskipa horfa til Austur-Evrópu Haraldur Guðmundsson skrifar 4. júní 2014 10:59 Ólafur Ólafsson, aðaleigandi Samskipa, segir félagið stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum. Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskip Holding BV og aðaleigandi samstæðunnar, segir skipulagsbreytingar sem félagið hefur kynnt á síðustu dögum lið í að búa félagið undir frekari sókn og uppbyggingu á erlendum mörkuðum. Stjórnendur samstæðunnar horfi meðal annars til Austur-Evrópu í þeim efnum. „Við ætlum okkur að vaxa meira inn í þann hluta Evrópu og þar eru gömlu ráðstjórnarríkin og Rússland stærst. Við munum fara meira inn á þessi lönd, meðal annars frá Tyrklandi þar sem við erum að taka í notkun nýja flutningaleið, og erum nú þegar komin með umtalsverða lestarflutninga út frá Póllandi,“ segir Ólafur. Hann bætir við að stjórnendur samstæðunnar ætli að sækja hægt og rólega inn á þessa markaði. „Við biðum með Rússland því ástandið þar hefur verið svolítið brothætt. Þar munum við annaðhvort styrkja eigin siglingar eða fara í samstarf við önnur flutningafyrirtæki. Það er ekki einfalt að koma upp mjög samkeppnishæfu og góðu kerfi en við erum staðráðin í að gera það en það mun taka nokkur ár.“ Ólafur segir félagið einnig horfa til Spánar og Portúgals. Miklar væntingar hafi verið gerðar til frekari uppbyggingar Samskipa í löndunum tveimur en afleiðingar efnahagskreppunnar hafi sett strik í reikninginn. „Við höfum beðið með það en erum enn með teikningarnar á borðinu. Við erum að meta ástandið og þá hvenær rétt sé að fara í að gera eitthvað.“Starfsemin hér 23% af veltunni Um 23 prósent af veltu Samskipa Holding BV, sem skráð er í Hollandi, má rekja til starfseminnar hér á landi. Árið 2005 varð erlend starfsemi Samskipa í fyrsta sinn meiri en sú innlenda og þá þróun má meðal annars rekja til kaupa á erlendum flutningafyrirtækjum. „Fyrst vorum við í bölvuðum vandræðum með að samþætta þetta en við vorum komin á gott ról árið 2007. Svo fengum við gríðarlegan samdrátt á öllum okkar flutningaleiðum í kjölfar efnahagskreppunnar í Evrópu og þurftum að bregðast markvisst við því og það hefur allt tekist. Þá lögðum við alla áherslu á að passa upp á reksturinn á Íslandi og flutningakerfi okkar um allan heim. Það hefur tekist mjög vel og núna höfum við tekið allt sem tengist flutningum með skipum, lestum og bílum og alla gáma, og sett í eitt svið og það heitir nú Samskip,“ segir Ólafur. Hann útskýrir hvernig Samskip Logistics byggir á þjónustu við viðskiptavini þar sem starfsmenn yfir tuttugu skrifstofa, í fimm heimsálfum, skipuleggja flutninga með því að nota að mestu flutningakerfi annarra fyrirtækja. „Þetta er svið sem við ætluðum alltaf að byggja upp en drógum úr á meðan við vorum að fást við önnur verkefni.“ Ólafur segir áætlun félagsins um aukna veltu, úr 88 milljörðum króna á síðasta ári í 100 milljónir á þessu, byggða á því að félagið hafi á undanförnum árum séð vöxt upp á sjö til átta prósent á öllum meginflutningaleiðum. „Við erum núna að gera ráð fyrir umtalsverðum vexti út af meðal annars Tyrklandi. Við gerum ráð fyrir þó nokkurri tekjuaukningu þar og hitt er áframhaldandi vöxtur á öllum okkar leiðum. Það verður bæði gert með því að kaupa minni fyrirtæki og ráða nýja starfsmenn inn á okkar skrifstofur,“ segir Ólafur.Keypt fimm skip síðustu tvö ár Spurður hvar Samskip standi í samanburði við alþjóðlega flutningarisa eins og Maersk segir Ólafur að þar sé verið að bera saman tvö ólík fyrirtæki sem starfi á ólíkum sviðum. „Flutningar í Evrópu eru margþættir. Í fyrsta lagi eru stór skipafélög sem fara frá Asíu til Evrópu, Asíu til Ameríku, Ameríku til Evrópu og svo framvegis. Þar eru Maersk og MSC langstærst en við erum ekkert í þannig flutningum. Síðan ertu með önnur félög í Evrópu sem taka úr þessum stóru skipum og fara með gámana inn á minni hafnir og við erum mjög lítið í því. Svo er „door-to-door shipping“, þar sem þú flytur til dæmis bjór frá Heineken-verksmiðju í Hollandi til Bretlands, eða húsgögn fyrir IKEA frá Póllandi til Frakklands. Við erum í þessum flutningum og þar erum við stærstir.“ Samskip seldu að sögn Ólafs öll sín skip fyrir tuttugu árum og félagið hafði þá stefnu að nota eingöngu leiguskip. „Það var gert vegna þess að það var nóg framboð af þeim hjá þýskum eigendum. Eftir fjármálakreppuna hríðféllu skipin hins vegar í verði og fóru langt undir smíðakostnað. Við gátum því ekki annað en nýtt okkur það tækifæri og höfum keypt fimm skip síðustu tvö árin.“ Tengdar fréttir Pálmar Óli ráðinn forstjóri Samskipa hf. Yfirstjórn Samskipa hefur gengið frá ráðningu Pálmars Óla Magnússonar í stöðu forstjóra Samskipa hf. Hann mun sjá um flutningastarfsemi félagsins til og frá Íslandi og Færeyjum. 4. júní 2014 07:00 Nýr forstjóri Samskipa tilkynntur í næstu viku Breytingar á skipulagi samstæðunnar voru kynntar á starfsmannafundi í dag. 28. maí 2014 18:19 Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskip Holding BV og aðaleigandi samstæðunnar, segir skipulagsbreytingar sem félagið hefur kynnt á síðustu dögum lið í að búa félagið undir frekari sókn og uppbyggingu á erlendum mörkuðum. Stjórnendur samstæðunnar horfi meðal annars til Austur-Evrópu í þeim efnum. „Við ætlum okkur að vaxa meira inn í þann hluta Evrópu og þar eru gömlu ráðstjórnarríkin og Rússland stærst. Við munum fara meira inn á þessi lönd, meðal annars frá Tyrklandi þar sem við erum að taka í notkun nýja flutningaleið, og erum nú þegar komin með umtalsverða lestarflutninga út frá Póllandi,“ segir Ólafur. Hann bætir við að stjórnendur samstæðunnar ætli að sækja hægt og rólega inn á þessa markaði. „Við biðum með Rússland því ástandið þar hefur verið svolítið brothætt. Þar munum við annaðhvort styrkja eigin siglingar eða fara í samstarf við önnur flutningafyrirtæki. Það er ekki einfalt að koma upp mjög samkeppnishæfu og góðu kerfi en við erum staðráðin í að gera það en það mun taka nokkur ár.“ Ólafur segir félagið einnig horfa til Spánar og Portúgals. Miklar væntingar hafi verið gerðar til frekari uppbyggingar Samskipa í löndunum tveimur en afleiðingar efnahagskreppunnar hafi sett strik í reikninginn. „Við höfum beðið með það en erum enn með teikningarnar á borðinu. Við erum að meta ástandið og þá hvenær rétt sé að fara í að gera eitthvað.“Starfsemin hér 23% af veltunni Um 23 prósent af veltu Samskipa Holding BV, sem skráð er í Hollandi, má rekja til starfseminnar hér á landi. Árið 2005 varð erlend starfsemi Samskipa í fyrsta sinn meiri en sú innlenda og þá þróun má meðal annars rekja til kaupa á erlendum flutningafyrirtækjum. „Fyrst vorum við í bölvuðum vandræðum með að samþætta þetta en við vorum komin á gott ról árið 2007. Svo fengum við gríðarlegan samdrátt á öllum okkar flutningaleiðum í kjölfar efnahagskreppunnar í Evrópu og þurftum að bregðast markvisst við því og það hefur allt tekist. Þá lögðum við alla áherslu á að passa upp á reksturinn á Íslandi og flutningakerfi okkar um allan heim. Það hefur tekist mjög vel og núna höfum við tekið allt sem tengist flutningum með skipum, lestum og bílum og alla gáma, og sett í eitt svið og það heitir nú Samskip,“ segir Ólafur. Hann útskýrir hvernig Samskip Logistics byggir á þjónustu við viðskiptavini þar sem starfsmenn yfir tuttugu skrifstofa, í fimm heimsálfum, skipuleggja flutninga með því að nota að mestu flutningakerfi annarra fyrirtækja. „Þetta er svið sem við ætluðum alltaf að byggja upp en drógum úr á meðan við vorum að fást við önnur verkefni.“ Ólafur segir áætlun félagsins um aukna veltu, úr 88 milljörðum króna á síðasta ári í 100 milljónir á þessu, byggða á því að félagið hafi á undanförnum árum séð vöxt upp á sjö til átta prósent á öllum meginflutningaleiðum. „Við erum núna að gera ráð fyrir umtalsverðum vexti út af meðal annars Tyrklandi. Við gerum ráð fyrir þó nokkurri tekjuaukningu þar og hitt er áframhaldandi vöxtur á öllum okkar leiðum. Það verður bæði gert með því að kaupa minni fyrirtæki og ráða nýja starfsmenn inn á okkar skrifstofur,“ segir Ólafur.Keypt fimm skip síðustu tvö ár Spurður hvar Samskip standi í samanburði við alþjóðlega flutningarisa eins og Maersk segir Ólafur að þar sé verið að bera saman tvö ólík fyrirtæki sem starfi á ólíkum sviðum. „Flutningar í Evrópu eru margþættir. Í fyrsta lagi eru stór skipafélög sem fara frá Asíu til Evrópu, Asíu til Ameríku, Ameríku til Evrópu og svo framvegis. Þar eru Maersk og MSC langstærst en við erum ekkert í þannig flutningum. Síðan ertu með önnur félög í Evrópu sem taka úr þessum stóru skipum og fara með gámana inn á minni hafnir og við erum mjög lítið í því. Svo er „door-to-door shipping“, þar sem þú flytur til dæmis bjór frá Heineken-verksmiðju í Hollandi til Bretlands, eða húsgögn fyrir IKEA frá Póllandi til Frakklands. Við erum í þessum flutningum og þar erum við stærstir.“ Samskip seldu að sögn Ólafs öll sín skip fyrir tuttugu árum og félagið hafði þá stefnu að nota eingöngu leiguskip. „Það var gert vegna þess að það var nóg framboð af þeim hjá þýskum eigendum. Eftir fjármálakreppuna hríðféllu skipin hins vegar í verði og fóru langt undir smíðakostnað. Við gátum því ekki annað en nýtt okkur það tækifæri og höfum keypt fimm skip síðustu tvö árin.“
Tengdar fréttir Pálmar Óli ráðinn forstjóri Samskipa hf. Yfirstjórn Samskipa hefur gengið frá ráðningu Pálmars Óla Magnússonar í stöðu forstjóra Samskipa hf. Hann mun sjá um flutningastarfsemi félagsins til og frá Íslandi og Færeyjum. 4. júní 2014 07:00 Nýr forstjóri Samskipa tilkynntur í næstu viku Breytingar á skipulagi samstæðunnar voru kynntar á starfsmannafundi í dag. 28. maí 2014 18:19 Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Pálmar Óli ráðinn forstjóri Samskipa hf. Yfirstjórn Samskipa hefur gengið frá ráðningu Pálmars Óla Magnússonar í stöðu forstjóra Samskipa hf. Hann mun sjá um flutningastarfsemi félagsins til og frá Íslandi og Færeyjum. 4. júní 2014 07:00
Nýr forstjóri Samskipa tilkynntur í næstu viku Breytingar á skipulagi samstæðunnar voru kynntar á starfsmannafundi í dag. 28. maí 2014 18:19
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur