Stjórnendur Samskipa horfa til Austur-Evrópu Haraldur Guðmundsson skrifar 4. júní 2014 10:59 Ólafur Ólafsson, aðaleigandi Samskipa, segir félagið stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum. Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskip Holding BV og aðaleigandi samstæðunnar, segir skipulagsbreytingar sem félagið hefur kynnt á síðustu dögum lið í að búa félagið undir frekari sókn og uppbyggingu á erlendum mörkuðum. Stjórnendur samstæðunnar horfi meðal annars til Austur-Evrópu í þeim efnum. „Við ætlum okkur að vaxa meira inn í þann hluta Evrópu og þar eru gömlu ráðstjórnarríkin og Rússland stærst. Við munum fara meira inn á þessi lönd, meðal annars frá Tyrklandi þar sem við erum að taka í notkun nýja flutningaleið, og erum nú þegar komin með umtalsverða lestarflutninga út frá Póllandi,“ segir Ólafur. Hann bætir við að stjórnendur samstæðunnar ætli að sækja hægt og rólega inn á þessa markaði. „Við biðum með Rússland því ástandið þar hefur verið svolítið brothætt. Þar munum við annaðhvort styrkja eigin siglingar eða fara í samstarf við önnur flutningafyrirtæki. Það er ekki einfalt að koma upp mjög samkeppnishæfu og góðu kerfi en við erum staðráðin í að gera það en það mun taka nokkur ár.“ Ólafur segir félagið einnig horfa til Spánar og Portúgals. Miklar væntingar hafi verið gerðar til frekari uppbyggingar Samskipa í löndunum tveimur en afleiðingar efnahagskreppunnar hafi sett strik í reikninginn. „Við höfum beðið með það en erum enn með teikningarnar á borðinu. Við erum að meta ástandið og þá hvenær rétt sé að fara í að gera eitthvað.“Starfsemin hér 23% af veltunni Um 23 prósent af veltu Samskipa Holding BV, sem skráð er í Hollandi, má rekja til starfseminnar hér á landi. Árið 2005 varð erlend starfsemi Samskipa í fyrsta sinn meiri en sú innlenda og þá þróun má meðal annars rekja til kaupa á erlendum flutningafyrirtækjum. „Fyrst vorum við í bölvuðum vandræðum með að samþætta þetta en við vorum komin á gott ról árið 2007. Svo fengum við gríðarlegan samdrátt á öllum okkar flutningaleiðum í kjölfar efnahagskreppunnar í Evrópu og þurftum að bregðast markvisst við því og það hefur allt tekist. Þá lögðum við alla áherslu á að passa upp á reksturinn á Íslandi og flutningakerfi okkar um allan heim. Það hefur tekist mjög vel og núna höfum við tekið allt sem tengist flutningum með skipum, lestum og bílum og alla gáma, og sett í eitt svið og það heitir nú Samskip,“ segir Ólafur. Hann útskýrir hvernig Samskip Logistics byggir á þjónustu við viðskiptavini þar sem starfsmenn yfir tuttugu skrifstofa, í fimm heimsálfum, skipuleggja flutninga með því að nota að mestu flutningakerfi annarra fyrirtækja. „Þetta er svið sem við ætluðum alltaf að byggja upp en drógum úr á meðan við vorum að fást við önnur verkefni.“ Ólafur segir áætlun félagsins um aukna veltu, úr 88 milljörðum króna á síðasta ári í 100 milljónir á þessu, byggða á því að félagið hafi á undanförnum árum séð vöxt upp á sjö til átta prósent á öllum meginflutningaleiðum. „Við erum núna að gera ráð fyrir umtalsverðum vexti út af meðal annars Tyrklandi. Við gerum ráð fyrir þó nokkurri tekjuaukningu þar og hitt er áframhaldandi vöxtur á öllum okkar leiðum. Það verður bæði gert með því að kaupa minni fyrirtæki og ráða nýja starfsmenn inn á okkar skrifstofur,“ segir Ólafur.Keypt fimm skip síðustu tvö ár Spurður hvar Samskip standi í samanburði við alþjóðlega flutningarisa eins og Maersk segir Ólafur að þar sé verið að bera saman tvö ólík fyrirtæki sem starfi á ólíkum sviðum. „Flutningar í Evrópu eru margþættir. Í fyrsta lagi eru stór skipafélög sem fara frá Asíu til Evrópu, Asíu til Ameríku, Ameríku til Evrópu og svo framvegis. Þar eru Maersk og MSC langstærst en við erum ekkert í þannig flutningum. Síðan ertu með önnur félög í Evrópu sem taka úr þessum stóru skipum og fara með gámana inn á minni hafnir og við erum mjög lítið í því. Svo er „door-to-door shipping“, þar sem þú flytur til dæmis bjór frá Heineken-verksmiðju í Hollandi til Bretlands, eða húsgögn fyrir IKEA frá Póllandi til Frakklands. Við erum í þessum flutningum og þar erum við stærstir.“ Samskip seldu að sögn Ólafs öll sín skip fyrir tuttugu árum og félagið hafði þá stefnu að nota eingöngu leiguskip. „Það var gert vegna þess að það var nóg framboð af þeim hjá þýskum eigendum. Eftir fjármálakreppuna hríðféllu skipin hins vegar í verði og fóru langt undir smíðakostnað. Við gátum því ekki annað en nýtt okkur það tækifæri og höfum keypt fimm skip síðustu tvö árin.“ Tengdar fréttir Pálmar Óli ráðinn forstjóri Samskipa hf. Yfirstjórn Samskipa hefur gengið frá ráðningu Pálmars Óla Magnússonar í stöðu forstjóra Samskipa hf. Hann mun sjá um flutningastarfsemi félagsins til og frá Íslandi og Færeyjum. 4. júní 2014 07:00 Nýr forstjóri Samskipa tilkynntur í næstu viku Breytingar á skipulagi samstæðunnar voru kynntar á starfsmannafundi í dag. 28. maí 2014 18:19 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskip Holding BV og aðaleigandi samstæðunnar, segir skipulagsbreytingar sem félagið hefur kynnt á síðustu dögum lið í að búa félagið undir frekari sókn og uppbyggingu á erlendum mörkuðum. Stjórnendur samstæðunnar horfi meðal annars til Austur-Evrópu í þeim efnum. „Við ætlum okkur að vaxa meira inn í þann hluta Evrópu og þar eru gömlu ráðstjórnarríkin og Rússland stærst. Við munum fara meira inn á þessi lönd, meðal annars frá Tyrklandi þar sem við erum að taka í notkun nýja flutningaleið, og erum nú þegar komin með umtalsverða lestarflutninga út frá Póllandi,“ segir Ólafur. Hann bætir við að stjórnendur samstæðunnar ætli að sækja hægt og rólega inn á þessa markaði. „Við biðum með Rússland því ástandið þar hefur verið svolítið brothætt. Þar munum við annaðhvort styrkja eigin siglingar eða fara í samstarf við önnur flutningafyrirtæki. Það er ekki einfalt að koma upp mjög samkeppnishæfu og góðu kerfi en við erum staðráðin í að gera það en það mun taka nokkur ár.“ Ólafur segir félagið einnig horfa til Spánar og Portúgals. Miklar væntingar hafi verið gerðar til frekari uppbyggingar Samskipa í löndunum tveimur en afleiðingar efnahagskreppunnar hafi sett strik í reikninginn. „Við höfum beðið með það en erum enn með teikningarnar á borðinu. Við erum að meta ástandið og þá hvenær rétt sé að fara í að gera eitthvað.“Starfsemin hér 23% af veltunni Um 23 prósent af veltu Samskipa Holding BV, sem skráð er í Hollandi, má rekja til starfseminnar hér á landi. Árið 2005 varð erlend starfsemi Samskipa í fyrsta sinn meiri en sú innlenda og þá þróun má meðal annars rekja til kaupa á erlendum flutningafyrirtækjum. „Fyrst vorum við í bölvuðum vandræðum með að samþætta þetta en við vorum komin á gott ról árið 2007. Svo fengum við gríðarlegan samdrátt á öllum okkar flutningaleiðum í kjölfar efnahagskreppunnar í Evrópu og þurftum að bregðast markvisst við því og það hefur allt tekist. Þá lögðum við alla áherslu á að passa upp á reksturinn á Íslandi og flutningakerfi okkar um allan heim. Það hefur tekist mjög vel og núna höfum við tekið allt sem tengist flutningum með skipum, lestum og bílum og alla gáma, og sett í eitt svið og það heitir nú Samskip,“ segir Ólafur. Hann útskýrir hvernig Samskip Logistics byggir á þjónustu við viðskiptavini þar sem starfsmenn yfir tuttugu skrifstofa, í fimm heimsálfum, skipuleggja flutninga með því að nota að mestu flutningakerfi annarra fyrirtækja. „Þetta er svið sem við ætluðum alltaf að byggja upp en drógum úr á meðan við vorum að fást við önnur verkefni.“ Ólafur segir áætlun félagsins um aukna veltu, úr 88 milljörðum króna á síðasta ári í 100 milljónir á þessu, byggða á því að félagið hafi á undanförnum árum séð vöxt upp á sjö til átta prósent á öllum meginflutningaleiðum. „Við erum núna að gera ráð fyrir umtalsverðum vexti út af meðal annars Tyrklandi. Við gerum ráð fyrir þó nokkurri tekjuaukningu þar og hitt er áframhaldandi vöxtur á öllum okkar leiðum. Það verður bæði gert með því að kaupa minni fyrirtæki og ráða nýja starfsmenn inn á okkar skrifstofur,“ segir Ólafur.Keypt fimm skip síðustu tvö ár Spurður hvar Samskip standi í samanburði við alþjóðlega flutningarisa eins og Maersk segir Ólafur að þar sé verið að bera saman tvö ólík fyrirtæki sem starfi á ólíkum sviðum. „Flutningar í Evrópu eru margþættir. Í fyrsta lagi eru stór skipafélög sem fara frá Asíu til Evrópu, Asíu til Ameríku, Ameríku til Evrópu og svo framvegis. Þar eru Maersk og MSC langstærst en við erum ekkert í þannig flutningum. Síðan ertu með önnur félög í Evrópu sem taka úr þessum stóru skipum og fara með gámana inn á minni hafnir og við erum mjög lítið í því. Svo er „door-to-door shipping“, þar sem þú flytur til dæmis bjór frá Heineken-verksmiðju í Hollandi til Bretlands, eða húsgögn fyrir IKEA frá Póllandi til Frakklands. Við erum í þessum flutningum og þar erum við stærstir.“ Samskip seldu að sögn Ólafs öll sín skip fyrir tuttugu árum og félagið hafði þá stefnu að nota eingöngu leiguskip. „Það var gert vegna þess að það var nóg framboð af þeim hjá þýskum eigendum. Eftir fjármálakreppuna hríðféllu skipin hins vegar í verði og fóru langt undir smíðakostnað. Við gátum því ekki annað en nýtt okkur það tækifæri og höfum keypt fimm skip síðustu tvö árin.“
Tengdar fréttir Pálmar Óli ráðinn forstjóri Samskipa hf. Yfirstjórn Samskipa hefur gengið frá ráðningu Pálmars Óla Magnússonar í stöðu forstjóra Samskipa hf. Hann mun sjá um flutningastarfsemi félagsins til og frá Íslandi og Færeyjum. 4. júní 2014 07:00 Nýr forstjóri Samskipa tilkynntur í næstu viku Breytingar á skipulagi samstæðunnar voru kynntar á starfsmannafundi í dag. 28. maí 2014 18:19 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Pálmar Óli ráðinn forstjóri Samskipa hf. Yfirstjórn Samskipa hefur gengið frá ráðningu Pálmars Óla Magnússonar í stöðu forstjóra Samskipa hf. Hann mun sjá um flutningastarfsemi félagsins til og frá Íslandi og Færeyjum. 4. júní 2014 07:00
Nýr forstjóri Samskipa tilkynntur í næstu viku Breytingar á skipulagi samstæðunnar voru kynntar á starfsmannafundi í dag. 28. maí 2014 18:19