Viðskipti innlent

Dómur fellur í Aurum málinu á morgun

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Dómsuppsaga verður í Aurum málinu á morgun.
Dómsuppsaga verður í Aurum málinu á morgun. Vísir/GVA
Dómsuppsaga verður í Aurum málinu á morgun klukkan tíu í Héraðsdómi Reykjavíkur.



Sérstakur saksóknari fer fram á fangelsisrefsingar yfir ákærðu í málinu sem eru ákærðir fyrir umboðssvik eða hlutdeild í þeim vegna sex milljarða króna lánveitingar Glitnis til félagsins FS38 ehf. í júlí árið 2008 vegna kaupa félagsins á hlut í Aurum Holding Ltd.

Farið er fram á sex ára fangelsi yfir Lárusi Welding, fyrrverandi bankastjóra, en fjögurra ára fangelsi yfir þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, einum stærsta eiganda bankans, Magnúsi Arnari Arngrímssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs, og Bjarna Jóhannessyni, fyrrverandi viðskiptastjóra.



Tengdar fréttir

Fá að bera vitni símleiðis frá Dubai

Dómari í Aurum málinu hefur úrskurðað að heimilt sé að taka símaskýrslu af tveimur vitnum sem búsett eru í Dubai. Þá var kröfu sérstaks saksóknara um að fá að taka skýrslu af fleiri vitnum, hafnað.

Bjarni Ármannsson þarf að bera vitni

Sjö fyrrverandi sjórnendur Glitnis þurfa að bera vitni í Aurum Holding-málinu auk tveggja forsvarsmanna skartgripafyrirtækis í Duabi.

Hundruð tölvuskeyta á milli Jóns Ásgeirs og Lárusar

Jón Ásgeir Jóhannesson og Lárus Welding, forstjóri Glitnis, skiptust á tölvupósti í á fimmta hundrað skipti á tímabilinu sem til rannsóknar var í svokölluðu Aurum-máli sérstaks saksóknara, frá því síðla árs 2007 og fram á mitt ár 2008.

Báru vitni frá Dubai

Báðir sögðu að verðið á Aurum, 100 milljónir sterlingspunda hefði komið frá félaginu sjálfu.

Var trúnaðarvinur Lárusar

Jón Sigurðsson fyrrverandi forstjóri FL Group og stjórnarmaður í Glitni gaf skýrslu fyrir héraðsdómi í Aurum málinu í dag. Þá fór fram munnlegur málflutningur um skýrslur ákveðinna vitna fyrir dómi.

Aðalmeðferð í Aurum málinu í dag

Stefnt á að Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og Bjarni Jóhannesson, fyrrverandi viðskiptastjóri beri vitni í dag. Jón Ásgeir Jóhannesson beri vitni á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×